Samtíðin - 01.05.1956, Side 20

Samtíðin - 01.05.1956, Side 20
16 SAMTÍÐIN 4. '[Asnajátt.u.r konu sinnar, eru á hvers manns vörum. Hér er ein sú hugþekkasta: Skúídin kváöuif PÁLL ÓLAFSSON var hinn mikli lausa- vísnameistari 19. aldarinnar. Um hann hefur verið sagt, að enginn íslenzkur hag- yrðingur hafi ort jafnmaDgar vel gerðar vísur og hann. Páll var ekki lengi að breyta vísu, ef því var að skipta. Um Ágúst smáskammta- lækni á Ljótsstöðum kvað hann: Ágúst fer til andskotans, yfir þessu hlakka má. Dropar þessa djöfuls manns drepa hvern, sem smakkar þá. Auðvitað barst Ágústi þessi gifuryrta visa. Þegar þeir Páll hittust nokkru síð- ar í kaupstað, vék hann að visunni með hægð, en lét þó á sér skilja, að liann teldi hana ekki makleg lyfjalaun. Páll brást ókunnuglega við því og hafði visuna þann- ig yfir: Ágúst fer til englaranns, yfir þessu fagna má. Dropar þessa dánumanns duga þciin, sem bragða þá. Kvað hann það ekki sína sök, ef vísunni hefði verið snúið. Þegar séra Sigurður Gunnarsson (yngri) bauð sig fram til Alþingis móti Jóni sleða, kvað Páll: Sendið ekki’ liann Sigga á þing, sem að laug í biskupinn. Sýslunni’ er það svívirðing, og svo er hann líka frændi mi'nn! Eitt sinn orti Páll undir prédikun i Heydalakirkju: Að heyra’ útmálun helvítis liroll að Páli setur. Eg er á nálum öldungis um mitt sálartetur. Ástavisur PáJs ti| Ragnhildar, seinni Ég vildi’ ég fengi’ að vera strá og visna’ i skónum þinum, því léttast gengirðu eflaust á yfirsjónum mínum. Skáldskaparleikni sinni lýsir Páll prýði- lega í þessari stöku: Allar nætur yrki ég — Ógn er visnagrúinn! óðara’ en ég andann dreg, oft er vísan búin. Ekki var Páli tamt að miklast af kveð- skap sinum. Þessi vísa bendir þó til þess, að hann hafi skilið, hve mikið munaði um visnagerð hans: Þegar mín er brostin brá, búið Grím að 'heygja, Þorsteinn lika fallinn frá, ferhendurnar deyja. Það var ekki furða, þótt annað eins listaskáld héldi tryggð við kveðskapinn til æviloka. Þetta mun ein af seinustu vísum Páls: Nú er boginn brostinn og bilaður sérhver strengur, en sami’ er sálarþorstinn að syngja lengur, lengur. (Sendið Vísnaþættinum snjallar stökur og segið frá tildrögum þeirra). -------•-------- Ástin á sér tvo strengi. Ef þú elsk- ar h a n n af öllu hjarta, elskar hann þig. Ást milli karls og konu fær ekki borið ávöxt í einungis einu hjarta; þar verða tvö hjörtu að mæt- ast. — fíeatrice Chase. Ef það er ljósmynd, þá talið fyrst við okkur. Barnaljósmyndir okkar eru löngu viðurkenndar. Ljósmyndastofan Loftur h.f. Ingólfsstræti 6. Pantið tíma í síma 4772.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.