Samtíðin - 01.05.1956, Page 23
SAMTÍÐIN
19
ugóion:
NK A K
EINHVERN TÍMA hefðu það þótt
tíðindi, að hér fóru fram mörg al-
þjóðamót í skák sama veturinn, enda
getur orðið hið á þvi, að við lifum
aðra eins röð skákviðburða og þessi
vetur hefur hoðið til. Fyrstur var
Pilnik á ferðinni, hinn víðkunni arg-
entínski taflmeistari, og vann naum-
an sigur á skákmóti, en galt síðan
afliroð í viðureigninni við Friðrik
Ölafsson — Kónginn frá Thúle, eins
og helzta skákblað Bandarílcjanna
nefnir hann. Næstur kom Bent Lar-
sen, en dramatísk viðureign þeirra
jafnaldranna er enn öllum í fersku
minni.
Loks hafa verið liér tveir taflmeist-
arar frá Sovétríkjunum, annar
þeirra einn af kunnustu tafhneistur-
um heims og skákmeistari Sovétríkj-
anna í ár, hinn ættaður austan frá
Uralfjöllum, og ekki cins kunnur ut-
an föðurlands síns, en einn af snjöll-
ustu taflmeisturum þar engu að sið-
ur. Þessir menn tóku þátt i skák-
móti, er mun vera öflugasta mót, er
hér hefur farið fraim, þrátt fyrir það
að tvo af okkar snjöllustu mönnum
vantaði í þátttakendahópinn. Þeir
Friðrik og gestirnir báru mjög af
öðrum keppendum, en baráttan milli
þeirra var afar jöfn og tvísýn og lauk
uieð sigri Friðriks. Friðrik var að-
eins einu sinni í verulegri liættu, —
Freyju-vörur mæla með sér sjálfar.
Veljið það bezta.
FREYJA H.F., sælgætis- og efnagerð
Lindargötu 12. Símav 4014 og 2710.
BRAGA
KAFFI
fæst ávallt
nýmalað og
ilmandi.
Þess
vegna
BHAGÐAST
það öllu öðru
kaffi
BETUB
Framkvæmum hvérs konar
járniðnaðarvinnu fyrir
Sjávarútveg,
Iðnað
og Landbúnað
Seljum og útvegum hvers konar
efnivöru til málmiðnaðar.
Hverfisgötu 42, sími 82422.