Samtíðin - 01.10.1959, Page 9

Samtíðin - 01.10.1959, Page 9
SAMTÍÐIN 5 Ef aldrei þú kemur, kæri vinur, klökkum huga ég um þig jafnan spyr. Meðan laufið að hausti aftur hrynur, er minn hugnr þér bundinn eins og fyr Sérhver dajpir svo undur lengi líður, er ég lít yfir horfna veginn minn. En ást mín eftir ástum þínum bíður, og ég veit, að þú kemur eitthvert sinn. Meðan blærinn í bjarkarlaufum syngur, bíð ég þögul og dreymin eftir þér. Engan hring hefur þú fært á minn fingur, ei fundið ástina, sem ég til þín ber. Útlaginn Texti: Jón Sigurðsson. Óðinn Valdimars- son syngur á E.P. plötu hjá Islenzkum tónum. Upp undir Eiriksjökli á ég i helli skjól. Mimdi þar mörgum kólna, mosa er þakið ból. Útlagi einn i leyni alltaf má gæta sín, bjargast sem bezt í felum breiða’ yfir sporin mín. Ungur ég fór til fjalla, flúði úr sárri nauð. Ur hreppstjórans búi hafði ég liungraður stolið sauð. « En hann átti hýra dóttur, sem horfði ég tíðum á. Nú fæ ég aldrei aftur ástina mina’ að sjá. Við erum með á nótunum Hljómplötur og músíkvörur. Afgreiðum pantanir um land allt. Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur, Vesturveri, Reykjavík. — Sími 11315. Stundum mig dreymir draimia, dapurt er líf mitt þá. Aldrei mun lítill lófi Ieggjast á þreytta brá. Ef til vill einhvern tima áttu hér sporin þín. Grafðu í grænni lautu gulnuðu beinin mín. Viðlag: Upp undir Eiriksjökli átti í helli skjól. Mundi þar mörgum kólna, mosa er þakið ból. MÁTTUG ORÐ ♦ ÉG HEFI þá trú, að, hver sá, sem ástundar nám og starf af lifandi áhuga og finnur þar sjálfan sig, hljóti fyrr eða síðar að ryðja sér braut og verða nýtur bæði sjálfum sér og öðr- um. — Þórarinn Björnsson. 4 MARGIR MENN mundu hlusta á rödd samvizku sinnar, ef þeir gætu sagt henni, livað hún ætti að segja. 4 KONUM GEÐJAST AÐ sterk- um, fámálugum karlmönnum; þær halda, að þeir muni hlusta á þær. 4 ÞU GETUR EKKI gert góð- verk of snemma, því að aldrei er að vita nema það sé orðið um sein- an. — Emerson. 4 VERTU BROSLEITUR, og fólk mun furða sig á, í hvaða lukku- pott þú hafir dottið. Raflagnir. — Viðgerðir. Vönduð vinna. — Fljót afgreiðsla. RAFTÆKJAVINNUSTOFA ÞORLAKS JÓNSSONAR H.F. Grettisgötu 6. — Sími 14184.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.