Samtíðin - 01.10.1959, Side 14

Samtíðin - 01.10.1959, Side 14
10 SAMTÍÐIN DRAUMARÁÐNINGAR • SJAL. Ef stúlku dreymir, að hún sé með sjal eða slæðu, á hún í vændum að eignast innan fárra vikna nýjan elskhuga eða vin. • SILFUR. Það boðar oft veik- indi að dreyma silfur. Einnig getur það boðað félaga. • SJUKRAHÚS. Það veit á bætta aðstöðu þína í lífsbaráttunni, ef þig dreymir, að þú komir gestur i sjúkrahús. • STAM. Ef þig dreymir, að stamandi maður ávarpi þig, áttu ó- vænta hamingju eða beiður í vænd- um. • UR. Það veit á velgengni eða auðsöfnun, ef þig dreymir úr. Þá mun lánið leika við þig bæði í at- böfnum þínum og hjúskap. En ef úr- ið stanzar í draumnum, máttu búast við, að hamingjan reynist þér hverf- ul. „Líttu betur í kringum þig,“ kallaði skellinöðruriddari, um leið og hann slengdi gangandi manni um koll á göt- unni. „Nú, á ég von á þér ajtur?“ stundi manngarmurinn allur blár og marinn. „Mér þykir það leitt, en jorstjórinn sagði mér að segja yður, að hann vœri ekki við.“ „Allt í lagi. Segið honum bara, dð það gleðji mig, að ég skyldi ekki koma í dag.“ LiESENDUM „Samtíðarinnar" fjölgar ört. Sendið okkur áskriftarbeiðnina á bls. 32, og þér fáið tvo árgunga — 640 bls. — fyr- ir 65 kr. MUXDIL, AÐ: • IMYNDUNARAFL lconunnar er bæfileiki hennar til að lesa milli — lyganna. • FULLKOMINN skortur á sjálfsvirðingu er móðgun við höfund lífsins. • HRAÐINN er orðinn það mik- ill í veröldinni, að meðan þú segir: „Þetta er ómögulegt,“ er bara ein- hver annar að framkvæma það. • ÞEGAR þú segir öðrum mönn- um frá örðugleikum þínum, er helm- ingnum af þeim alveg sama um þig, en hinn helmingurinn hlakkar yfir óförum þínum. • HEIMILISLlFIÐ er ekki á marga fiska, ef húsmóðirin finnur sex vikna gamalt bréf, sem hún bað mann sinn að láta í póst, í vasa á jakka, sem liún hafði jafnlengi svik- izt um að festa tölu á. ★ FRÆGIR ORÐSKVIÐIR Kossinn er réttur barnsins, bless- un foreldranna og tál svikarans. Auðveldara er að vera kurteite en réttlátur. Betra er að hafa elskað og tapað en hafa aldrei elskað. Kærleikurinn er stigi, sem flytur hjartað til himins. Ógæfan gerir mann íhugulan, en lánið hugsunarlausan. Húfugerð. Herraverzlun. P. EYFELD Ingólfsstræti 2, Reykjavík. Sími 10199-

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.