Fréttablaðið - 05.01.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
ÞRIÐJUDAGUR
5. janúar 2010 — 3. tölublað — 10. árgangur
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
„Þetta er hugsað sem samfélags-vefur fyrir kylfinga sem miðlar ekki aðeins nýjustu fréttum úr
heimi golfsins heldur veitir skráð-um notendum að auki aðgang að alls kyns skemmtilegum viðburð-um,“ segir Hans Guðmundsson, sem opnaði um síðustu helgi nýja vefsíðu, igolf.is, fyrir golfáhuga-menn.
Á vefsíðunni er meðal annars að finna golffréttir, ljósmyndirspjallsvæði blo
á golf og borða góðan mat, en til-gangurinn með igolf.is er meðal annars að skapa samfélag golf-áhugamanna,“ útskýrir Hans, sem gekk með hugmyndina að vefsíð-unni í maganum í tvö ár áður en hann lét hana loks verða að veru-leika.
Hans segir brýna þörf hafa verið fyrir vefsíðu af þessari
gerð. „Í fyrsta lagi er kkiei
Inntur út í ástæðu þessara miklu vinsælda segir Hans golf einfaldlega vera ávanabindandi íþrótt. „Sjálfur fór ég ekki að spila golf fyrr en fyrir þremur árum þegar Valur Jónatansson,
íþróttafréttamaður og fréttastjóri igolf.is, dró mig út á völl. Við spil-uðum níu holur og ég var falliá annar i h
Netsamfélag kylfingaHans Guðmundsson hefur hleypt af stokkunum nýrri vefsíðu, igolf.is, sem helguð er einni vinsælustu
íþrótt á landinu. Þar má finna nýjustu fréttir úr heimi golfsins, ljósmyndir, spjallsvæði, blogg og fleira.
Hans Guðmundsson (til hægri), stendur á bak við vefsíðuna igolf.is, sem hefur að geyma nýjustu fréttir af golfi og veitir skráðum
notendum ýmis fríðindi. Hér er hann ásamt íþróttafréttamanninum góðkunna Vali Jónatanssyni sem er fréttastjóri vefsíðunnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
BUGL Barna- og unglingageðdeild Landspítala heldur sína
árlegu ráðstefnu um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga
og fjölskyldur þeirra 15. janúar 2010. Tilgangur ráðstefnunnar er
að efla samfellu í þjónustu fyrir þennan hóp. www.lsh.is
Bonito ehf. Friendtex,
Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is
DÚNDUR
ÚTSALA
Opnunartími Mán til fös 11-18 laug 11-16
VEÐRIÐ Í DAG
HANS GUÐMUNDSSON
Opnar netsamfélag
kylfinga á igolf.is
• heilsa
Í MIÐJU BLAÐSINS
heilsaÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010
Ferfætlingar á fjöllumHallgerður Kata Óðinsdóttir fer með litríkum hópi manna og hunda í gönguferðir upp um fjöll og firnindi.
SÍÐA 4
HEILSA
Dans, sund, lyftingar,
jóga og jaðaríþróttir
Sérblað um heilsu
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG.
Stjörnurnar í
Skaupinu
Sævar og Hannes
Óli fóru á kostum
sem hvor sinn
Sigmundur.
FÓLK 30
Bjarnfreðarson
sigrar Cameron
Ragnar Bragason
ánægður með
sigurinn yfir
Hollywood.
FÓLK 30
Fréttablaðið er með 143% meiri
lestur en Morgunblaðið.
Meðallestur á tölublað,
höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára.
Könnun Capacent í ágúst 2009 – október 2009.
Allt sem þú þarft...
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ
71,4%
29,3% LÖGREGLUMÁL Maður á þrítugsaldri situr nú í gæslu-varðhaldi eftir að hafa átt í vafasömum samskiptum
við þrjár ungar stúlkur á Facebook. Þær eru þrettán
og fjórtán ára.
Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur
maðurinn stundað þetta um hríð. Í byrjun desem-
ber barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kæra
frá foreldrum vegna samskipta mannsins við dótt-
ur þeirra. Hann var þá handtekinn og yfirheyrður
en sleppt að því búnu. Á næstu tveimur vikum höfðu
svo foreldrar tveggja stúlkna til viðbótar samband
við lögreglu vegna samskipta mannsins við dætur
þeirra á Facebook og kærðu athæfi hans. Samkvæmt
upplýsingum Fréttablaðsins var hann handtekinn 29.
desember. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald
sem rennur út á morgun. Um er að ræða rannsóknar-
gæslu.
Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu
vegna minni háttar brota, en þó ekki vegna kynferð-
isbrotamála.
Lögreglan rannsakar málið. Meðal annars er verið
að fara í gegnum tölvubúnað mannsins. - jss
Tuttugu og fjögurra ára karl grunaður um vafasöm samskipti við ungar stúlkur:
Í varðhaldi vegna áreitis á Facebook
FORSETI Eitt þeirra níu bréfa sem
skrifstofa forseta Íslands afhenti
rannsóknarnefnd Alþingis, en
vill ekki birta almenningi, er
ritað til Alexanders, krónprins í
Serbíu. Í því landi er ekki kónga-
fólk við völd heldur þjóðkjörinn
forseti.
Forsetaembættið hefur lýst því
yfir að það hafi þegar birt opin-
berlega öll þau bréf sem afhent
voru rannsóknarnefnd nema þau
sem rituð voru þjóðhöfðingjum
eða æðstu mönnum ríkja.
Úrskurðarnefnd um upplýs-
ingamál hefur nú til umfjöllunar
beiðni blaðamanns Fréttablaðsins
vegna bréfa forsetans og hefur
fengið rökstuðning forsetaemb-
ættisins fyrir því að meðhöndla
eigi bréf serbneska krónprinsins
með sama hætti og þjóðhöfðingja
og æðstu manna ríkja.
- pg / sjá síðu 12
Níu óbirt bréf forseta Íslands:
Er krónprins
einn æðstu
manna Serbíu?
Menn ársins
„Dregin er upp skýr mynd af
þessum mönnum, viðhorfum
þeirra og persónuleika, með við-
tölum við þá sjálfa og vini þeirra,“
skrifar Jónína Michaelsdóttir.
Í DAG 16
Víða hægur vindur en heldur
meiri vindur við austurströndina.
Bjart veður og kalt. Lítilsháttar él
gætu fallið við austurströndina.
VEÐUR 4
-7
-8
-10
-8-3
EFNAHAGSMÁL Ólafur Ragnar
Grímsson tilkynnir um ákvörðun
sína varðandi lög um ríkis ábyrgð
vegna Icesave á Bessastöðum
klukkan 11 í dag. Þá kemur í ljós
hvort hann staðfestir lögin eða
synjar.
Lögin voru samþykkt 30.
desember og afhent forsetanum
til undirritunar á gamlársdag. Þá
tilkynnti hann að hann tæki sér
umþóttunartíma vegna málsins. Á
laugardag hitti hann fulltrúa Ind-
efence sem afhentu honum tug-
þúsund áskoranir um að vísa mál-
inu til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ólafur Ragnar fundaði á sunnu-
dag einslega með fjórum ráðherr-
um; þeim Jóhönnu Sigurðardótt-
ur forsætisráðherra, Steingrími
J. Sigfússyni fjármálaráðherra,
Össuri Skarphéðinssyni utanrík-
isráðherra og Gylfa Þ. Magnús-
syni, efnahags- og viðskiptaráð-
herra.
Þá hefur Fréttablaðið heimildir
fyrir því að á mánudag hafi hann
rætt símleiðis við Má Guðmunds-
son seðlabankastjóra, og fleiri
sérfræðinga, um efnahagslegar
afleiðingar þess að synja frum-
varpinu staðfestingar.
Forsetinn ræddi ekki við for-
ystumenn stjórnarandstöðunnar
og hafði ekki samband við Franek
Roswadowski, fulltrúa Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins á Íslandi.
Forystumenn Alþýðusambands
Íslands, Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja, Samtaka atvinnu-
lífs og Samtaka iðnaðarins hvetja
allir forsetann til að staðfesta
frumvarpið hið fyrsta.
Óvíst er hvað gerist staðfesti
Ólafur Ragnar ekki lögin. Engin
lög eru til um framkvæmd þjóð-
aratkvæðagreiðslu.
- kóp, bþs, bj / sjá síðu 4
Hitti fjóra ráðherra
vegna ríkisábyrgðar
Forseti Íslands tilkynnir um ákvörðun sína um Icesave-lögin í dag. Hefur rætt
við fjóra ráðherra og seðlabankastjóra en ekki við leiðtoga stjórnarandstöðu.
VETRARSÓL Á BESSASTÖÐUM Allra augu munu beinast að Bessastöðum fyrir hádegi í dag. Forseti Íslands hefur boðað til
blaðamannafundar klukkan 11. Þar mun hann greina frá því hvort hann hyggst undirrita nýsamþykkt Icesave-lög eða synja
þeim staðfestingar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Allur frítíminn fer í liðið
Guðmundur
Guðmundsson
hóf lokaundir-
búninginn fyrir
EM í handbolta
í gær.
ÍÞRÓTTIR 23 SLYS Þrettán ára gamall dreng-
ur var fluttur á slysadeild í gær-
kvöldi eftir flugeldaslys. Tveir
félagar hans sluppu við meiðsl.
Ekki náðist í vakthafandi
lækni, en drengurinn var fluttur
af slysadeild á sérhæfðari deild
til meðferðar. Slysið varð í Loga-
fold í Grafarvogi og barst lög-
reglu tilkynning um það klukk-
an 18.46 í gærkvöldi. Sjúkralið
fór þegar á vettvang.
Varðstjóri hjá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu sagði óljóst
með hvaða hætti slysið hefði
orðið. Piltarnir hefðu verið með
flugeldatertu sem hefði sprung-
ið, að mestu í andlit hins slasaða.
Allt benti til að slysið hefði verið
nokkuð alvarlegt, þar sem pilt-
urinn var fluttur á milli deilda.
- kóp
Flugeldaslys í Grafarvogi:
Flugeldaterta
sprakk í andlit
unglingspilts