Fréttablaðið - 05.01.2010, Síða 4

Fréttablaðið - 05.01.2010, Síða 4
4 5. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR EFNAHAGSMÁL Gylfi Arn- björnsson, formaður Alþýðusambands Íslands, og Elín Björg Jónsdótt- ir, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, hvetja Ólaf Ragn- ar Grímsson forseta til að staðfesta sem fyrst frumvarp um ríkisá- byrgð vegna Icesave. Um 108 þúsund félagsmenn eru í þeim fyrrnefndu, en rúmlega 20 þúsund í þeim síðarnefndu. Þá tekur Vilhjálmur Egils- son, formaður Samtaka atvinnulífsins, í sama streng. Í þeim samtökum eru um tvö þúsund fyrir- tæki, þar sem starfar um helmingur allra launþega í landinu. „Ég óttast afleiðingar af því ef íslenska þjóð- in ætlar í opnar alþjóðlegar deil- ur við alþjóðlegt fjármálakerfi heimsins. Ég tel að við munum skaðast áður en tekst að umturna alþjóðlegu fjármálakerfi,“ segir Gylfi. Hann segir að klára þurfi málið, það sé komið í gegnum Alþingi og ótækt að opna það á ný. Hið sama segir Vil- hjálmur. Hann segir að forsetinn hefði átt að til- kynna Alþingi fyrr, væri eitthvað í frumvarpinu sem hann gæti ekki skrif- að undir. Þingmenn hefðu þá getað brugðist við. Hann telur afleiðing- arnar af því að skrifa ekki undir mjög slæm- ar. „Það eru ekki það miklar líkur á því að við fengjum það mikið betri samning þó við reyndum í þriðja sinn að réttlæta herkostnaðinn af því að fara af stað. Það liggur fyrir að bæði Bretar og Hollendingar ollu okkur stór tjóni á meðan málið var ófrá- gengið.“ Vilhjálmur segir ekkert benda til annars en að þjóðirnar tækju þá baráttu upp á ný, skrifi forsetinn ekki undir. Elín Björg telur Íslendinga bera þá ábyrgð að ganga frá samkomu- lagi við Breta og Hollendinga, sama hve ógeðfellt það væri. Hún treystir því að þeir sem stóðu að samkomulaginu hafi gert það eins vel og þeir hafi vit og getu til. „Ég er ekki sannfærð um að ef þeir fara í þjóðaratkvæði komi önnur og betri niðurstaða, því almenn- ingur mun ekki hafa þau gögn undir höndum sem þeir sem voru í samningunum höfðu. Menn munu fyrst og fremst greiða atkvæði með hjartanu,“ segir Elín Björg og segir einboðið að enginn vilji greiða þessar skuldir. Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að klára verði Icesave. Töfin á málinu sé mjög óæskileg. „Þessi dráttur og þessi málsmeðferð sem við erum að horfa upp á núna hjá forsetan- um er held ég mjög óæskileg. Við eigum að klára málið og ekki hleypa því í óvissu.“ Þá spyr Jón Steindór hvernig menn munu klára málið; hafni þjóðin samningunum hljóti að þurfa að bera nýja samninga aftur undir þjóðina. „Það er mjög óheppilegt í milliríkjasamning- um.“ kolbeinn@frettabladid.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 4° -5° 1° 2° -2° 2° 0° 0° 21° 1° 16° 2° 11° -13° -1° 16° -7° Á MORGUN Fremur hægur vindur. FIMMTUDAGUR Hægur eða fremur hægur vindur. -5 -9 -6 2 12 2 -1 -3 -2 -1 -7 -1 -3 -12 -8 -5 -10 -6 -8 -12 3 2 3 4 4 2 5 4 3 6 3 10 MEIRA FROST Það herðir frostið á landinu í dag en á morgun hlánar um landið vestanvert og má búast við slyddu vestanlands síðdegis á morgun og á fi mmtudag- inn. Norðan- og austanlands verður hins vegar frost áfram næstu daga. Ingibjörg Karlsdóttir Veður- fréttamaður Óvíst er hvað gerist neiti forseti Íslands að skrifa undir Icesave-lögin. Engin lög eru til um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu. Tvö frumvörp um þjóðarat- kvæðagreiðslu liggja fyrir Alþingi, stjórnarfrumvarp og frumvarp frá hluta minnihlutans. Meðal þess sem deilt hefur verið um er hversu margir þurfi að kjósa til að atkvæða- greiðslan bindi hendur stjórnvalda. Einnig hvort aukinn meirihluta þurfi í atkvæðagreiðslunni, eða hvort einfaldur meirihluti eigi að duga. Forseti Íslands hefur aðeins einu sinni synjað lögum staðfestingar, þegar hann fékk fjölmiðlalögin til undirritunar árið 2004. Í kjölfar synjunar forseta þá drógu stjórnvöld lögin til baka og því reyndi ekki á ákvæði stjórnarskrár um þjóðarat- kvæði. ÓVISSA UM ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU Hvetja forsetann til að skrifa strax undir Icesave Forystumenn 130 þúsund launþega vilja að Icesave-frumvarpið verði strax staðfest. Sama gerir formaður Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir málsmeðferð forsetans óheppilega. JÓN STEINDÓR VALDIMARSSON ELÍN BJÖRG JÓNSDÓTTIR HVETJA TIL SAMÞYKKTAR Formenn ASÍ OG SA, þeir Gylfi Arnbjörnsson og Vilhjálmur Egilsson, við undirritun stöðugleiksáttmálans. Þeir vilja að forsetinn staðfesti Icesave- samningana. Það sama vill formaður BSRB og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðar- ins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HEILBRIGÐISMÁL Landspítalinn tók um áramót við rekstri deildar L-1 á Landakoti, sem áður var í hönd- um Dvalar- og hjúkrunarheimil- isins Grundar. Á deildinni búa á annan tug aldraðra, einkum fólk með heilabilun. Björn Zoëga, forstjóri Land- spítalans, segir um tímabundna ráðstöfun að ræða. Til standi að leggja deildina niður þegar nýtt hjúkrunarheimili í Mörkinni verði tekið í notkun. Búast megi við því að hjúkrunarheimilið verði tilbúið síðla sumars eða í haust. Þang- að til muni spítalinn reka deild- ina samkvæmt samningi við heil- brigðisráðuneytið. - bj Deild fyrir heilabilaða: Færist til Land- spítala til hausts BRETLAND Afar mikilvægt er að forseti Íslands staðfesti Icesa- ve-lögin, segir Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands. Hann sagðist þó gera sér grein fyrir því að málið væri erf- itt fyrir Íslend- inga, á fundi með fjölmiðla- mönnum í Bret- landi í gær. Darling benti á að bresk stjórnvöld hefðu lagt út fyrir skuldbindingum íslenskra banka í Bretlandi við erfiðar aðstæður, og aðeins sé verið að biðja um endurgreiðslu á því fé. Hann sagði að þó að staðan á Íslandi yrði erfið staðfesti forset- inn lögin gæti hún orðið erfiðari yrðu þau ekki staðfest. - bj Fjármálaráðherra Bretlands: Mikilvægt að staðfesta lögin ALISTAIR DARLING EFNAHAGSMÁL Nafn og kennitala félagsmálaráðuneytisins virðast hafa verið misnotuð þegar ráðu- neytið var skráð á undirskrifta- lista InDefence, þar sem skorað er á forsetann að staðfesta ekki Icesave-lögin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Jóhannes Þ. Skúlason, einn aðstandenda undirskriftasöfn- unarinnar, segir að einhver hafi gert sér þetta að leik, og í kjöl- far athugasemdar frá ráðuneyt- inu hafi skráningunni verið eytt. Hann sagðist í gær ekki hafa upplýsingar um hvort fleiri lögaðilar séu skráðir á undir- skriftalistann, en mögulega verði það kannað. - bj Undirskriftasöfnun InDefence: Eitt ráðuneyti skráð á listann ALÞINGI Meiri þekking á olíujarð- fræðinni við Grænland en við Ísland er helsta skýring þess að olíuleitarfyrirtæki höfðu meiri áhuga á útboði Grænlendinga á sérleyfum til olíuleitar en útboði Íslendinga. Þetta kemur fram í svari iðnað- arráðherra, Katrínar Júlíusdótt- ur, við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar Framsóknarflokki. Olíuleit hefur staðið yfir við Grænland með hléum frá 1969 og hafa umsvifin sveiflast í takt við olíuverð. Frá árinu 1992 hafa verið hald- in fjögur útboð á sérleyfum til olíuleitar og -rannsókna og tíu slík leyfi veitt. Þrettán umsóknir um þátttöku í útboði sem fram fer í maí liggja fyrir. Sem kunnugt er var í fyrsta sinn efnt til útboðs sérleyfa til olíuleitar á Drekasvæðinu við Ísland fyrir nokkrum mánuðum. Tvær umsóknir bárust en báðar voru dregnar til baka. Í svarinu kemur fram að ekki hafi enn fundist olía við Græn- land í vinnanlegu magni, en ummerki um olíu hafi fundist í borkjörnum á landi. Þá segir að mikilvægt sé fyrir Íslendinga að halda áfram að byggja á reynslu nágrannaþjóða. Reynslan sýni að olíuleit sé langt ferli og að framgangur hennar tengist aðstæðum í heiminum á hverjum tíma. - bþs Meiri áhugi á útboði Grænlendinga á sérleyfum til olíuleitar en útboði Íslendinga: Meiri þekking við Grænland GUNNAR BRAGI SVEINSSON KATRÍN JÚLÍUS- DÓTTIR GENGIÐ 04.01.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 232,7464 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,55 125,15 201,05 202,03 179,34 180,34 24,096 24,236 21,593 21,721 17,461 17,563 1,3477 1,3555 195,13 196,29 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.