Fréttablaðið - 05.01.2010, Page 6

Fréttablaðið - 05.01.2010, Page 6
6 5. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR Ertu sátt(ur) við að Ólafur Ragnar tók sér umhugsunar- frest? JÁ 64,5% NEI 35,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að gera þér dagamun á þrettándanum? Segðu þína skoðun á visir.is "Af stað". Bættu heilsuna á nýju ári Okkar vinsælu leikfi minámskeið hefjast miðvikudaginn 6. Janúar. Skráning á skrifstofu GÍ. Fagfólk með áralanga reynslu og mikla þekkingu, sjúkraþjálfarar og hjúkrunarfræðingur, sjá um þjálfunina sem fer fram í þægilegu og rólegu umhverfi Í boði er fjölbreytt úrval tíma t.d. STOTT-PILATES, jóga, karlahópur og vatnsleikfi mi. Hentar vel gigtarfóki, fólki með verki og öllum þeim sem þurfa að þjálfa undir góðu eftirliti Kynntu þér málið Nánari upplýsingar eru undir hópþjálfun á heimasíðunni www.gigt.is Upplýsingar og skráning er á skrifstofu G.Í. Ármúla 5, sími 5303600 Óska eftir að kaupa íslensk-ensku námskeið Óska eftir að kaupa íslensk-ensku Lingapon námskeið. En ég tel nær fullvíst að aðeins eitt íslenskt – ensku Lingapon námskeið hafi komið út á Íslandi. Kennslubókin var innbundin kilja en bæði hærri og breiðari en venjuleg kilja. Eigir þú námskeiðið þá borga ég glaður 40.000 kr fyrir námskeiðið. Viljir þú ekki selja getum við samið um greiðslu fyrir afnot af bókinni. Sími. 865-7013 Sjálfstæðisfl okkurinn í Hafnarfi rði auglýsir aðalfundi allra félaga Vorboðinn heldur aðalfund 12. janúar kl. 20 dagskrá fundarins: 1. venjuleg aðalfundarstörf 2. önnur mál Landsmálafélagið Fram heldur aðalfund 13. janúar kl. 20 dagskrá fundarins: 1. venjuleg aðalfundarstörf 2. önnur mál F.U.S. Stefnir heldur aðalfund 14. janúar kl. 20 dagskrá fundarins: 1. venjuleg aðalfundarstörf 2. önnur mál Allir fundirnir verða haldnir í félagsheimili fl okksins að Norðurbakka 1 Hf. Félagar eru hvattir til að mæta. Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfi rði. www.hafnarfjordur.xd.is BANKAR Áætlað er að á bilinu 27 þúsund til 29 þúsund kröfur hafi borist í þrotabú Kaupþings. Um þrjátíu manns hafa unnið við mót- töku og skráningu krafna síðustu vikur og hefur hópurinn nú þegar lokið við að skrá 23 þúsund kröf- ur í bú Kaupþings. Frestur til að gera kröfu í bú bankans rann út 30. desember síðastliðinn. Magnið er í takt við vænting- ar, að sögn Ólafs Garðarssonar lögmanns sem situr í slitastjórn bankans. „Við áttum von á allt að þrjátíu þúsund kröfum í bank- ann. Flestar kröfurnar koma frá Þýskalandi, sparifjáreigend- um sem gera vaxtakröfur vegna innstæðna sem þegar hafa verið greiddar út,“ segir hann. Hæsta skráða krafan fram til þessa hljóðar upp á um tvö hundr- uð milljarða króna en sú lægsta nemur tæpum tveimur evrum, jafnvirði tvö hundruð króna. Flestar kröfurnar eru frá Þýska- landi en heildarkröfur eru frá 111 löndum, samkvæmt tilkynningu frá skilanefnd Kaupþings. Ekkert hefur verið gefið út um heildar- upphæð krafna. Eins og áður hefur komið fram er ekki útilokað að kröfuhafahópi Kaupþings muni svipa til kröfu- hafahóps Glitnis en þar voru fyr- irferðarmiklir bandarískir fjár- festingarsjóðir sem höfðu keypt skuldabréf gömlu bankanna eftir hrun þeirra. Kröfuhafaskrá Kaupþings verð- ur birt í heild sinni á vefsvæði fyrir kröfuhafa 22. janúar næst- komandi og er gert ráð fyrir að unnið verði á vöktum til að ljúka skráningunni en mikið magn fylgiskjala getur fylgt hverri kröfu. Viku eftir birtingu kröfuskrár verður fundað með kröfuhöfum þar sem farið verður yfir skrána og afstöðu slitastjórnar til lýstra krafna. jonab@frettabladid.is Fleiri kröfur í Kaup- þing en Glitni og LÍ Ekki er útilokað að 29 þúsund kröfum frá 111 löndum verði lýst í þrotabú Kaupþings. Til samanburðar var samtals 21 þúsund kröfum lýst í bú Glitnis og Landsbankans. Í takt við væntingar, segir Ólafur Garðarsson í slitastjórn. Fjárhæð krafna í þrotabú Kaupþings banka liggur fyrir 22. janúar næstkom- andi. Gangi áætlanir slitastjórnar eftir verða kröfurnar 29 þúsund talsins. – Til samanburðar var 12.053 kröfum lýst í bú gamla Landsbankans upp á 6.459 milljarða króna. Heildarforgangskröfur námu 2.857 milljörðum króna. Búist er við að um 90 prósent fáist upp í forgangskröfur, sem að mestu eru vegna Icesave-innlánsreikninganna í Bretlandi og Hollandi. Ekkert fæst upp í almennar kröfur. – Þá var 8.685 kröfum lýst í þrotabú Glitnis upp á 3.436 milljarða króna. Áætlað er að kröfuhafar fái á bilinu 20 til 23 prósent upp í kröfur, eða á milli 690 til 860 milljarða króna. STÆRSTA ÞROTABÚIÐ UNNIÐ VIÐ SKRÁNINGU KRAFNA Búist er við að tæplega þrjátíu þúsund kröfum verði lýst í bú Kaupþings. Unnið verður á vöktum við skráningu krafnanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BANKAR Verið er að fara yfir umsóknir um stöðu bankastjóra A rion banka. Frestur til að sækja um starfið rann út 20. desember síð- astliðinn og hefur ekk- ert verið gefið út um umsækjendur og fjölda þeirra. Erna Bjarnadóttir, stjórnarformaður bank- ans, segir málið í vinnslu og hafi verið samið við Finn Sveinbjörnsson, núverandi bankastjóra, um að hann sitji áfram þar til eftirmaður hans tekur við. Finnur hefur gefið út að hann sæk- ist ekki eftir starfinu áfram. Að sama skapi liggur ekki fyrir hvenær nýtt bankaráð Arion banka verður skipað. Stefnt var að því að það yrði um áramótin að undangengnu samþykki Sam- keppniseftirlitsins og Fjármála- eftirlitsins fyrir samruna eignar- haldsfélaga kröfuhafa við Arion banka og Íslandsbanka. Fyrrnefnda eftirlitið samþykkti samrunana á Þorláksmessu að teknu tilliti til ákveðinna fyrir- vara en Fjármálaeftirlitið á eftir að gefa grænt ljós á samruna félags kröfuhafa og nýja bank- ans. - jab Ekkert hefur verið gefið upp um hverjir sóttu um starf bankastjóra Arion banka: Finnur heldur sætinu heitu ERNA BJARNA- DÓTTIR ORKUMÁL. Rekstur gagnaveitu og sala á ráðgjöf á orkusviði telst til kjarnastarf- semi Orkuveitu Reykjavíkur samkvæmt heildarstefnu, sem stjórn fyrirtækisins samþykkti einróma í síðustu viku. Þar segir að starfssvæði Orkuveit- unnar sé fyrst og fremst á Íslandi en að það leggi áherslu á að „selja þekkingu og reynslu til þeirra landa sem hafa arðbær tækifæri í jarðvarma.“ Fyrirtækið geri ríkar siðferðilegar og umhverfislegar kröfur til allra verk- efna sem það tekur þátt í. Í stefnunni er ekki vikið að erlendum fjárfestingum. Eins og kunnugt er urðu miklar deil- ur innan borgarstjórnar um þátttöku Orkuveitunnar í útrásinni undir merkj- um REI á árunum 2007 og 2008. REI er enn starfandi en þar eru umsvif lítil, samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins, en tengjast helst jarðhitaverkefni í Djibútí. Eins deildu sjálfstæðismenn í borgarstjórn hart á þá uppbyggingu, sem fyrst fór fram undir merkjum Línu.net, í tíð Reykjavíkurlistans. Sú starfsemi telst nú hluti af kjarnastarf- semi Orkuveitunnar samkvæmt þeirri nýju heildarstefnu, sem allir stjórnar- menn fyrirtækisins tóku þátt í að móta. Guðlaugur Sverrisson, stjórnarfor- maður Orkuveitunnar, segir í fréttatil- kynningu, að samhljómur og sátt sé um flesta þætti starfseminnar, „þótt vita- skuld sé þar á áherslumunur í einstök- um atriðum.“ - pg Gagnaveitan, áður Lína.net, orðin hluti af kjarnastarfsemi Orkuveitu Reykjavíkur: Siðferðilegar kröfur til allra verkefna KJARNASTARFSEMI. „Orkuveita Reykjavíkur framleiðir, dreifir og selur heitt vatn og kalt, rafmagn og annast uppbyggingu og rekstur fráveitu og gagnaveitu. Orkuveita Reykjavíkur selur einnig ráðgjöf á orkusviði,“ segir í nýrri heildarstefnu fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.