Fréttablaðið - 05.01.2010, Page 8
8 5. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR
LÖGREGLUMÁL Tilkynnt var um
innbrot í fimm sumarbústaði í
Grímsnesi um síðustu helgi.
Í flestum tilvikum var sjón-
varpstækjum stolið. Á svipaðan
hátt var staðið að innbrotunum
og mjög líklegt að sömu aðilar
hafi staðið að þeim, að áliti lög-
reglunnar á Selfossi.
Þá var brotist inn í veiðihús
við Hlíðarvatn í Selvogi fyrir
skömmu og þaðan stolið nýju leð-
ursófasetti ásamt hljómtækjum
og kaffivél. Lögreglan hvetur
sumarhúsaeigendur til að virkja
nágrannavörslu og fylgjast vel
með umferð ókunnugra um sum-
arbústaðahverfi. - jss
Innbrot í sumarbústaði:
Stálu sófasetti
og sjónvörpum
HEILBRIGÐISMÁL Talsvert dró úr
reykingum Íslendinga á árinu
2009 og er svo komið að líklega
hefur aldrei lægra hlutfall lands-
manna reykt.
Samkvæmt nýlegri könnun
Capacent fyrir Lýðheilsustöð
reykja rúmlega fimmtán prósent
landsmanna á aldrinum 15 til 89 ára
daglega. Jafnt og þétt hefur dregið
úr reykingum frá 1991 en þá reyktu
um 30 prósent þjóðarinnar.
Sigrún Ósk Sigurðardóttir,
aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að
dregið hafi úr tóbakssölu fyrstu
ellefu mánuði ársins. Endanlegar
sölutölur ársins 2009 liggja ekki
fyrir.
Viðar Jensson, verk-
efnisstjóri tóbaksvarna
hjá Lýðheilsustöð, þakk-
ar þessa þróun vitundar-
vakningu um skaðsemi
reykinga. Fólk geri sér
sífellt betur grein fyrir
hve hættulegar reyking-
ar eru heilsunni. Þá kunni
hækkað verð á tóbaki að
hafa sitt að segja en helsta
ráðlegging Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar og
Alþjóðabankans til að sporna við
reykingum sé að hækka verð á
tóbaki.
Í heilbrigðisáætlun sem sam-
þykkt var á Alþingi 2001 og nær
til ársins 2010 var sett
það markmið að hlutfall
reykingafólks á aldrin-
um 18-69 ára verði undir
fimmtán prósentum.
Ljóst er að það markmið
hefur náðst.
Viðar kveðst ekki vilja
segja til um hver mark-
mið nýrrar heilbrigðisá-
ætlunar eigi að vera en
mikilvægt sé að halda
áfram á sömu braut. Til að svo
geti orðið þurfi að fjölga úrræð-
um til að hjálpa fólki til að hætta
að reykja og koma í veg fyrir að
unglingar hefji reykingar.
- bþs
Reykingar drógust saman á árinu og markmið heilbrigðisáætlunar hefur náðst:
Fækkar í hópi reykingafólks
VIÐAR JENSSON
Sharon enn í dái
Aríel Sharon, fyrrverandi forsætisráð-
herra, liggur enn í dái á sjúkrahúsi í
Ísrael, réttum fjórum árum eftir að
hann fékk heilablóðfall og missti
meðvitund. Hann er orðinn 81 árs.
ÍSRAEL
Hægja á í Kaplakrika
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ætlar að
fá fram afstöðu FH, Fasteignafélags
Hafnarfjarðar og verktaka á íþrótta-
svæðinu í Kaplakrika til þess að hægt
verði þar á framkvæmdum vegna
erfiðrar fjárhagsstöðu bæjarfélagsins.
HAFNARFJÖRÐUR
Tækjum stolið af verkstæði
Brotist var inn á verkstæði SG húsa á
Selfossi í byrjun síðustu viku. Hljóm-
flutningstækjum og tölvuskjá var
stolið. Málið er óupplýst.
LÖGREGLUFRÉTTIR
JARÐFRÆÐI Margt bendir til að hafið
sé tímabil aukinnar jarðvirkni hér
á landi, segir Ragnar Stefánsson,
prófessor í jarðvárfræðum við
Háskólann á Akureyri. Hann segir
Suðurlandsskjálftana 2000 og 2008
kunna að hafa breytt aðstæðum á
Suðurlandi og út á Reykjanes.
Þá segir Ragn-
ar víðar beðið
jarðhræringa en
í Heklu, en frá
því hefur verið
greint í frétt-
um að í henni
sé þrýstingur
í kvikuhólfum
sambærilegur
því sem var
fyrir síðasta
gos, auk þess sem hún „sé á tíma“
miðað við fyrri gos. Þannig megi út
af fyrir sig vænta goss í Heklu og
jafnvel víðar miðað við þá atburða-
rás sem verið hefur í seinni tíð.
„En það er nú þannig í náttúrunni
að hún fylgir ekki alltaf svona töl-
fræði. Frá síðasta gosi í Heklu hafa
orðið gríðarlegar breytingar með
Suðurlandsskjálftunum. Þá verð-
ur mikil færsla um allt Suðurland
og aðstæður breytast mjög. Ekki
er ólíklegt að tímaröðin sem varð
í Heklu frá 1970 raskist.“
Ragnar segir því ómögulegt að
spá fyrir um hvenær Hekla kunni
að gjósa, aðdragandi að smágos-
um í henni hafi verið skammur og
ekki annað að gera en vakta vel
jarðskjálftamæla. Þá þurfi ekki að
vera vísbending um gos þótt snjór
bráðni hér og þar í fjallinu. Gufa
og hiti geti leitað upp vegna kviku-
hreyfinga á fimm til tíu kílómetra
dýpi og valdið snjóbráð, án þess að
gos sé í vændum.
„Varðandi Kötlugos þá reikna
menn hins vegar með meiri og
skýrari aðdraganda, jafnvel í sól-
arhring á undan,“ segir Ragnar, en
aðdragandi stórgosa úr eldkeilum
sé lengri en þekkist frá smágos-
um seinni ára í Heklu. „Sama gild-
ir um stór Heklugos, líkt og 1947
og þaðan af stærri Heklugos í for-
tíðinni. Aðdragandi er miklu lengri
að þeim.“
Eftir því sem best er vitað segir
Ragnar tíma kominn á hræring-
ar víða um land. „Bara hérna á
Reykjanesskaganum, vestur af
Henglinum, finnst manni kominn
tími á einhverja jarðskjálftavirkni
meira en verið hefur. Eins er það
á miðhálendinu, suður af Öskju
og milli Öskju og Bárðarbungu.
Þar eru í gangi smáskjálftar sem
benda til þess að einhver kvikuinn-
skot spenni upp svæðið.“
Aukinheldur segir Ragnar að tími
sé kominn á meiri háttar skjálfta á
Húsavíkur-Flateyjarsprungunni,
sem kynni að verða meira úti í sjó,
þótt það sé ekki öruggt.
„En þótt margt sé komið á tíma,
þá getur tekið áratugi að eitthvað
gerist í því.“ olikr@frettabladid.is
RAGNAR
STEFÁNSSON
Víða um land er tími
kominn á hræringar
Þótt eldstöðvar og skjálftasvæði „séu á tíma“ þá geta liðið áratugir þar til hræring-
ar verða. Suðurlandsskjálftarnir kunna að hafa breytt aðstæðum töluvert á Suður-
landi. Fyrir norðan er kominn tími á stórskjálfta á Húsavíkur-Flateyjarsprungunni.
HEKLA FULLGENGIN MEÐ? Myndin er tekin fyrir nærri tveimur árum þegar hópur fólks gekk á Heklu. Á toppi hennar er gjarnan
snjólaust vegna hita og gass sem stígur upp úr kvikuhólfum undir niðri. Bændur hafa vakið á því athygli að á kafla í suðurhlíðum
fjallsins sé nú snjólaust, en goss hefur verið vænst í fjallinu um nokkurt skeið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræð-
ingur segir vísbendingar um að
hafið sé tímabil vaxandi jarðvirkni,
frá og með byrjun sjöunda áratugar
síðustu aldar, en að meðaltali
skilji um 140 ár að virk og minna
virk tímabil. „Við verðum kannski
áfram með tiltölulega mikla virkni
næstu tvo til þrjá áratugina,“ segir
hann. „En við þekkjum enga aðra
aðferð til að fylgjast með einstök-
um atburðum en að vera með
mjög nákvæmar mælingar á hverri
stundu.“ Ef gos yrði innan skamms
tíma í Heklu segist Ragnar gera
ráð fyrir að það yrði smágos, líkt
og í síðustu gosum. „En miklu
meiri sprengivirkni og aska yrði úr
gosi í Kötlu vegna tengsla við vatn
þar. Síðan er miklu minni reynsla
af gosum í Eyjafjallajökli, en þar
höfum við ekki búist við stórgosum.
Að mati sumra er það mjög tengd
eldstöð við Kötlu.“ Norðan við
Mýrdalsjökul segir Ragnar svo að
sé Eldgjáin sjálf. Engar vísbendingar
séu þó um að gos sé þar í vændum.
Slíkt yrði mun stærra í sniðum en
þau Kötlugos sem þekkist. - óká
VARAÐ VIÐ HÆTTU Skilti sem er til
reiðu við Mýrdalssand og notað til að
loka veginum þar um skapist hættu-
ástand vegna goss í Kötlu.
MYND/NJÖRÐUR HELGASON
ERUM Á TÍMABILI VAXANDI JARÐVIRKNI
Blaðberinn
bíður þín
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 8-17.
óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
STJÓRNMÁL Bandalag starfs-
manna ríkis og bæja (BSRB) og
fleiri samtök fagna yfirlýsingu
Jóhönnu Sigurðardóttur forsæt-
isráðherra um að eitt af brýn-
ustu verkefnum þjóðarinnar sé
að íslenskt vatn verði skilgreint
í stjórnarskrá sem almannaeign.
Í tilkynningu BSRB segir að
málið hafi verið baráttumál
bandalagsins um árabil en árið
2006 hafi komið erindi þess
efnis til stjórnarskrárnefndar
að aðgangur að vatni sé grund-
vallarmannréttindi. Þá hvetur
BSRB forsætisráðherra til að
fylgja málinu eftir svo eign-
arhald þjóðarinnar á þessari
dýrmætu náttúruauðlind verði
tryggt til framtíðar. - jab
BSRB ánægt með ráðherrann:
Vatnið er dýr-
mæt auðlind
VEISTU SVARIÐ?
1. Hvað heitir danski skop-
myndateiknarinn sem sómalísk-
ur maður reyndi að drepa um
helgina?
2. Hvað nefnist svæðið í
landhelgi Íslands þar sem vonir
standa til að finnist olía?
3. Hvaða braggi brann á
nýársdag?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30