Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.01.2010, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 05.01.2010, Qupperneq 10
10 5. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR Í SKOTSTÖÐU Menn í bláum bolum fyrir framan konungshöllina í Phnom Pehn í Kambódíu bíða þess að flytja erlenda ferðamenn um borgina á þríhjóla leiguvögnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNSÝSLA Mannanafnanefnd hefur breytt fyrri úrskurðum og heimilað millinafnið Kjarr- val. Beiðni um að taka Kjarrval á mannanafnaskrá var áður synj- að árin 2006 og 2007 þar sem of mikil líkindi væru við ættarnafn- ið Kjarval. Nú var mannanafna- nefnd bent á að líkindi með nöfn- um séu ekki einsdæmi. „Eftir að hafa kannað ýmis dæmi þar sem framburður milli- nafna og ættarnafna er mjög líkur eða jafnvel eins en stafsetn- ing ólík, s.s. Blöndal og Blönd- ahl, Leví og Levy, Brimdal og Bryndal, Hvanndal og Hvammd- al og Nordal og Norðdahl telur mannanafnanefnd að það væri mismunun að hafna Kjarrval á þeim forsendum að það líktist um of ættarnafninu Kjarval.“ - gar Mannanafnanefnd söðlar um: Kjarrval í lagi sem millinafn STJÓRNMÁL Kristján Þór Júlíusson alþingismaður er hættur sem bæj- arfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokk- inn á Akureyri. „Vegna ófyrirséðra anna í störf- um Alþingis á þessu ári og fyrir- sjáanlegum miklum önnum strax í upphafi næsta árs hef ég nú ákveð- ið að óska eftir lausn frá störfum í bæjarstjórn Akureyrar frá og með næstkomandi áramótum,“ segir í bréfi Kristjáns sem lesið var upp á síðasta bæjarstjórnarfundi. Kristján hefur verið bæjar- fulltrúi á Akureyri frá 1998 og var bæjarstjóri frá þeim tíma til 2006 og tók sæti á Alþingi eftir kosningar vorið 2007. „Ég hef í störfum mínum fyrir Akureyr- arbæ lagt mig fram um að sinna þeim af trúmennsku og litið á það sem meginskyldu mína að leita þeirra leiða sem færar eru hverju sinni til að óskir og ábendingar bæjarbúa um eflingu bæjarfélagsins nái að verða að veruleika,“ segir í yfir- lýsingu Kristjáns þar sem enn fremur kemur fram að hann muni ekki taka þátt í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins vegna bæjar- stjórnarkosninganna í maí. „Þessi ár hafa verið mér mikils virði og ég hef kynnst fjöldanum öllum af frábæru fólki, jafnt starfsmönn- um Akureyrarbæjar sem öðrum íbúum og fólki víða um land og lönd. Með bestu óskum um farsæld til handa „Höfuðborg hins bjarta norðurs“,“ segir að endingu í bréfi Kristjáns. Næsti varafulltrúi sjálfstæði- manna verður fjaverandi að miklu leyti á næstunni svo þeir funda í dag um það hver tekur við bæjar- fulltrúastöðunni af Kristjáni. - gar Kristján Þór Júlíusson fór úr bæjarstjórn Akureyrar um áramótin: Hættur vegna anna á Alþingi HEILBRIGÐISMÁL Sjúkratryggingar Íslands miða endurgreiðslur við ódýrustu dagskammta astma- og ofnæmislyfja, frá og með ára- mótum. Er breytingin í samræmi við þær breytingar sem gerðar voru í lyfjaflokkum á liðnu ári, vegna PPI lyfja, blóðfitulækk- andi lyfja, blóðþrýstingslyfja og beinþéttnilyfja. Læknir getur sótt um lyfja- skírteini fyrir dýrari lyfjunum að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum. Fyrir sjúklinga sem nú þegar eru í meðferð með dýrari lyfjunum sem gengur vel getur læknir sótt um lyfjaskírteini þar sem færð eru fagleg rök fyrir notkuninni. - jss Niðurgreiðslur astmalyfja: Miðast við ódýrustu dag- skammta STJÓRNMÁL Þrettán gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði 30. janúar næstkom- andi. Talsverð endurnýjun er á lista flokksins en tveir bæjarfull- trúar af þremur gefa ekki kost á sér á ný. Þar á meðal er Harald- ur Þór Ólason, oddviti sjálfstæðis- manna. Rósa Guðbjartsdóttir, sem lenti í öðru sæti í prófkjöri fyrir fjórum árum, er sú eina sem hefur lýst því yfir að hún stefni á fyrsta sætið. Sjálfstæðismenn fengu slæma útreið í síðustu bæjarstjórn- arkosningum í Hafnarfirði og misstu þá tvo bæjarfulltrúa yfir til Samfylkingar og VG. - jab Prófkjör sjálfstæðismanna: Þrettán í fram- boð í Firðinum SAMGÖNGUR Búast má við að lítraverð á bensíni muni hækka um tæplega átta krónur, og lítrinn af dísil- olíu um tæpar sjö krónur þegar auknar álögur rík- isins fara út í eldsneytisverðið snemma í janúar, samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiða- eigenda (FÍB). Bensíngjaldið hækkaði um 2,50 krónur á hvern lítra um áramót, og olíugjaldið um 1,65 krónur. Við það bætist nýr kolefnisskattur, 2,60 krónur á hvern bensínlítra og 2,90 krónur á hvern lítra af olíu. Að auki hækkar virðisaukaskattur úr 24,5 prósentum í 25,5 prósent. Með hækkunum sem tóku gildi um áramót hafa álögur á eigendur meðal fjölskyldubíls hækkað um tæplega 60 þúsund krónur á einu ári, segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Meðalverð á bensínlítra í sjálfsafgreiðslu á þjón- ustustöð á höfuðborgarsvæðinu var rúmlega 186,6 krónur í desember. Miðað við sömu álagningu mun lítrinn hækka í um það bil 194,40 krónur eftir að hækkanirnar skila sér út í eldsneytisverðið. Dísilolía kostaði að meðaltali um 183,10 krónur á hvern lítra, en mun kosta um 190,10 krónur, segir Runólfur. Við þessar hækkanir bætist tíu prósenta hækkun á bifreiðagjöldum, sem einnig tók gildi um áramótin. Gjöldin hækkuðu síðast um mitt síðasta ár, og hafa hækkað um samtals 21 prósent á einu ári, segir Run- ólfur. - bj Álögur á venjulegan bifreiðaeiganda aukist um 60 þúsund á einu ári, segir FÍB: Bensínlítrinn hækkar um átta krónur HÆKKAR Auk hækkunar á bensín- og olíugjaldi bætist við nýr kolefnisskattur, sem er 2,60 eða 2,90 krónur á hvern lítra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN E N N E M M / S ÍA / N M 39 89 8 KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.