Fréttablaðið - 05.01.2010, Page 20

Fréttablaðið - 05.01.2010, Page 20
 5. JANÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● heilsa ● HÆTT AÐ REYKJA Reykleysis- námskeið og heilsunámskeið fyrir 60 ára og eldri eru meðal nýjunga sem nú eru í boði hjá Heilsuborg, heilsu- stöðinni í Faxafeni. Reykleysisnám- skeiðið stendur yfir í fjórar vikur og er ætlað að hjálpa fólki að hætta að reykja. Það samanstendur af vikulegri hópmeðferð með lækni, fræðslu um næringu, hreyfingu og heilbrigðan lífs- stíl auk hreyfingar þrisvar í viku. Við námskeiðið hjá Heilsuborg starfa læknar, sjúkraþjálfarar, íþrótta- fræðingar, næringarfræðingar og fleiri og það er haft að leiðarljósi að tvinna saman hreyfingu, ráðgjöf og meðferð. ● SMITHÆTTA Handþvottur er afar mikilvægur til að koma í veg fyrir smit á kvefi og öðrum sjúkdómum en það er einnig gott ráð að þrífa hluti á heimilinu og vinnustaðnum sem allir snerta. Hlutir eins og hurðahún- ar, fjarstýringar, lyklaborð, handfang- ið á ísskápnum og rofar eru í daglegri notkun og því líklegt að þar leynist margar bakteríur. Ef mikið er um kvef og veikindi á heimilinu er ráð að þrífa þessa hluti reglulega til að koma í veg fyrir frekari smit. Auglýsingasími – Mest lesið „Húsnæðið sem við erum í er orðið of lítið, sérstaklega aðstaðan sem við höfum fyrir þyngri lyfting- ar,“ segir Bergþór Ólafsson eig- andi Árbæjarþreks. Í lok mán- aðarins verður opnuð ný aðstaða fyrir þyngri lyftingar í verslun- arhúsnæði að Selásbraut 98. „Við erum að standsetja það núna og setja upp klefa,“ segir Bergþór en rýmið er alls 240 fermetrar. Þar verður allt til alls fyrir lyftingar auk þess sem aðstaða verður til ól- ympískra lyftinga, bæði lóð og sér- stakt ólympískt gólf. Bergþór segir aðsóknina í Ár- bæjarþrek fína. Aukning hafi orðið við upphaf kreppunnar en nokk- urt jafnvægi sé komið á nú. „Fólk nýtir líka kortin sín betur,“ segir hann. Mesta aukningin er í lyfting- um. Sérstaklega sýni ungir menn um tvítugt og jafnvel yngri íþrótt- inni aukinn áhuga. Aðalhúsnæði Árbæjarþreks verður eftir sem áður í íþrótta- húsi Fylkis við Árbæjarlaug. Þar er góður tækjasalur, hlaupabretti og aðstaða fyrir spinning og aðra þrektíma í sal. - sg Árbæjarþrek stækkar við sig Nýr salur Árbæjarþreks verður opnaður í lok mánaðarins en þar er lögð áhersla á lyftingar. Aðalhúsnæðið verður þó áfram í Fylkishöllinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Leikfimi í volgri laug gerir lið- unum gott og mótstaða vatns- ins reynir á vöðvana. Þetta veit Sigurlaug Guðmundsdóttir, ein þeirra eldri borgara sem iðka vatnsleikfimi í Grafar- vogslaug undir stjórn Brynjólfs Björnssonar kennara. „Mér finnst deginum borgið ef ég kemst í vatnsleikfimina og vil ekki missa af henni,“ segir Sigurlaug. „Auðvitað get ég alltaf farið í sund- laugina en þetta er öðruvísi. Það er líka svo gott að vera með vissan tíma því þá fer maður frekar, ann- ars getur alltaf eitthvað glapið.“ Sigurlaug kveðst hafa stundað vatnsleikfimina í nokkur ár, eða frá því að byrjað var að bjóða upp á hana í Grafarvogslaug á vegum ÍTR. Hún telur hana hafa góð áhrif bæði á líkama og sál, enda sé kennarinn Brynjólfur einstak- ur og „alveg mátulega kátur“ eins og hún kemst að orði. „Hann um- gengst okkur af virðingu og lipurð og segir svo stundum brandara.“ Félag eldri borgara í Grafarvogi nefnist Korpuúlfar og er með fjöl- margar tómstundagreinar á dag- skrá en af þeim telur Sigurlaug vatnsleikfimina vera best sótta. „Við höfum flest verið fjörutíu og níu í lauginni, það er fullmargt en við hliðrum til hvert fyrir öðru. Þetta sýnir að fólk er ánægt með leikfimina, enda eru æfingarnar góðar og ef einhverjar eru þannig að við þolum þær ekki þá bara sleppum við þeim,“ lýsir hún. Vatnsleikfimin tekur hálftíma í senn hjá Sigurlaugu en hún segir að oft fari tveir tímar í sundlaug- arferðina. „Ég mæti á þriðjudög- um og föstudögum og er í leikfim- inni frá hálf tíu til tíu, þá er ég yf- irleitt búin að synda og svo fer ég í heita potta og gufu á eftir. Rúsín- an í pylsuendanum er svo kaffisopi sem laugin býður upp á, þar kynn- ist fólkið og spjallar saman enda er bannað að sitja einn við borð.“ - gun Leikfimi fyrir líkama og sál Sigurlaug iðkar vatnsleikfimina af áhuga og lætur ekki þar við sitja heldur fer líka í aðra líkamsrækt, les uppi á elliheimili og stundar alls konar tóm- stundaiðju. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Teygjum nú á úlnliðunum,“ leggur Brynjólfur kennari til við Korpuúlfana og laumar svo að þeim brandara á eftir enda er vatns- leikfimin ein vinsælasta tómstundagreinin sem boðið er upp á hjá þeim að sögn Sigurlaugar. F r Bakleikfimi með mjúku sambaívafi Betri líðan í hálsi, herðum og baki undir leiðsögn sjúkraþjálfara Hádegis- og eftirmiðdagstímar Námskeið hefst 7. janúar Upplýsingar og skráning í síma 897-2896 og á www.bakleikfimi.is Heilsulausnir Sérsniðnar lausnir til að fyrirbyggja heilsubrest Heilsumat, fræðsla og hreyfing Námskeið hefjast 11. janúar Reykleysisnámskeið „Já, en ég fitna ef ég hætti að reykja“ er engin afsökun lengur! Fræðsla, stuðningur, ráðgjöf og hreyfing. Námskeið hefst 11. janúar Heilsuhópur 60+ Námskeið fyrir 60 ára og eldri Markviss hreyfing í góðum félagsskap Námskeið hefst 11. janúar BETRI HEILSA BORGAR SIG

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.