Fréttablaðið - 05.01.2010, Side 24

Fréttablaðið - 05.01.2010, Side 24
 5. JANÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● heilsa Úrval jógagreina sem kenndar eru á Íslandi er með fjölbreyttara móti og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Jógagreinum hefur fjölgað ört á Íslandi síð- ustu ár með þeim afleiðingum að í boði er ógrynni námskeiða sem miða við ólíkar þarfir hvers og eins þótt ávallt sé leitast við að hafa jákvæð áhrif á líkama og sál. Mikið framboð gerir það að verkum að áhugasöm- um reynist oft þrautin þyngri að greina á milli allra þessara ólíku afbrigða og finna það sem hentar best. Þeim til glöggvunar fara hér á eftir dæmi um nokkrar jóga- greinar sem eru í boði á Íslandi og hvar þær eru meðal annars kenndar. - rve Mannræktarkerfi sem allir geta lagt stund á Jóga eru nokkuð þúsund ára gömul fræði sem rekja uppruna sinn til Indlands og byggja á slökun, öndunar- æfingum, ákveðnum stöðum, íhugun og stundum réttu fæðuvali. Jóga er ekki trú heldur mannræktarkerfi sem leitast við hafa jákvæð áhrif á líkama og sál. NORDICPHOTOS/GETTY Heitt jóga (e. Hot yoga) gengur út á jógastöður og teygjur í miklum hita. Hiti er aukinn til að draga úr viðnámi vöðva við teygjum, svo hægt sé að komast dýpra í stöðurnar ásamt því að draga úr líkum á meiðslum og auka líkur á bata eftir meiðsli. Kennt meðal annars í Sporthúsinu, Yoga Shala Reykjavík og Jóga Stúdíó. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hatha-jóga er þekktasta gerð jóga á Vesturlöndum, undirstaða flestallrar jógaleikfimi, þar sem fjöldi afbrigða af því er jafnframt kennt, svo sem asht anga-jóga og kripalu-jóga. Hatha-jóga byggist á 84 stöðum, öndun og slökun og er kennt í einhverri mynd víðast hvar á landinu, svo sem hjá Yoga Shala Reykjavík, Yogastöðinni Heilsubót og Kærleikssetrinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Barna jóga samanstendur yfirleitt af léttum æfing- um, slökun og hugleiðslu fyrir börn. Barna jóga er kennt hjá Studio Fitt og Ljósheimum svo dæmi séu tekin. Rope-jóga eru æfingar sem Guðni Gunnarsson hefur hannað og miða að því að nota meðal annars öndun og teygjur með böndum til að styrkja grunnvöðva kviðarins til að ná jafnvægi og styrk og draga úr streitu. Kennt hjá Rope Yoga setrinu, Hress, NordicSpa, World Class, Jassballetskóla Báru og víðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Jóga fyrir golfara. Íþróttafólk stundar jóga í aukn- um mæli til að ná góðum árangri í sinni íþrótt. Jóga fyrir golfara er sniðið að þörfum kylfinga og ætlað að bæta frammistöðu þeirra á vellinum og stuðla að góðri heilsu og almennri vellíðan. Kennt hjá World Class og Yoga Shala Reykjavík. Auk þessara greina má nefna kraftjóga, jóga gegn streitu og kvíða, jóga-pilates, jóga með blómadropaívafi, kundalini-jóga, raja-jóga, tantra-jóga og er þá aðeins fátt upp talið. Meðgöngujóga er fyrir verðandi mæður og á að stuðla að vellíðan á meðgöngu ásamt því að vera góður undirbúningur fyrir fæðingu. Mömmujóga er ætlað nýbökuðum mæðrum sem geta haft börnin með nokkrum vikum eða mánuðum eftir fæðingu. Annað eða hvort tveggja kennt til að mynda hjá Hreyfilandi, Lótus Jógasetri og Mecca Spa. Í Kramhúsinu er lagt upp með að börn og ungling- ar læri á eigin forsendum og byggist starfið á engan hátt á keppni. Þar er boðið upp á fjölbreytt úrval dansnámskeiða sem gefa mörg hver innsýn inn í aðra menningarheima. „Við erum með breik, krump og hipp hopp, street, funk og locking, magadans, bollywood-dans, afro og nútímadans svo dæmi séu tekin en nemendurnir fræð- ast um uppruna dansanna og fá tækifæri til að kynn- ast menningu annarra þjóða sem vonandi eykur víð- sýni þeirra um leið,“ segir Þórunn Ásdís Óskarsdóttir, starfsmaður Kramhússins. Hún segir krakkana fá mikla útrás í dansinum og að gleðin skíni úr andlitum þeirra. „Við sjáum oft mikinn mun á börnunum og þau fara fljótt að bera sig betur og verða öruggari með sig. Þá hafa marg- ir sem hafa ekki fundið sig í hópíþróttum blómstrað hjá okkur.“ Leiklistarstarf fyrir börn hefur verið fastur liður í starfi Kramhússins frá upphafi, eða síðastliðin 26 ár, en í vetur mun leikkonan Alexía Björg Jóhannsdóttir hafa umsjón með starfinu sem er fyrir níu til ellefu ára og tólf til fjórtán ára börn. - ve Fá útrás og fyllast gleði Krakkarnir læra breik-dans hjá Natöshu Monay Royal, sem ólst upp í Brooklyn og New York, og fá innsýn inn í bandaríska götudansmenningu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.