Fréttablaðið - 05.01.2010, Page 26

Fréttablaðið - 05.01.2010, Page 26
 5. JANÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR8 ● fréttablaðið ● heilsa Þegar sól hækkar á lofti og enn er víða snjór á lág- lendi, þyrstir marga í að komast út og hreyfa sig. Gönguskíði eru frábær kostur því íþróttin er þess eðlis að flestir eiga auðvelt með að stunda hana og er hún frábært fjölskyldusport. Vissulega er ákveðinn stofnkostnaður við að kaupa sér skíði, skó, bindingar og stafi en búnaðurinn er þó mun ódýrari en svigskíðabúnaður og úreldist seint. Vorin eru oft besti tíminn til að fjárfesta í búnaði því þá eru oft tilboð og útsölur á skíðabúnaði. Fjölmargir Íslendingar stunda íþróttina og að- stæður til iðkunar hennar verða sífellt betri. Útbún- ar eru gönguskíðabrautir í nágrenni skíðasvæðanna í Reykjavík, í Heiðmörk, við Hlíðarfjall á Akureyri, í Kjarnaskógi og víðar um landið. Það er þó alls ekki skilyrði að vera í gönguskíðabraut til að geta stundað gönguskíði og tilvalið að keyra svolítið út fyrir bæj- armörkin og fá sér göngutúr á skíðunum. Í nágrenni Reykjavíkur er algengt að sjá fólk á gönguskíðum uppi á Hellisheiði, Mosfellsheiði og víðar. Göngu- skíðaiðkun hentar öllum aldurshópum og í Noregi er alþekkt að heilu stórfjölskyldurnar gangi í halarófu á góðum dögum. Hreyfingin sem fólk fær á gönguskíðum er mjög al- hliða. Vissulega reynir íþróttin á fæturna, því meira eftir því sem lengra og hraðar er farið. En hend- ur, bak og magi fá líka að taka á því. Kosturinn við íþróttina er að auðvelt er að ná tökum á henni, hægt er að stunda hana á sínum hraða, í lengri eða styttri tíma í senn. Hún krefst útiveru og yfirleitt líður fólki dásamlega vel eftir ástundun hennar. - bb Gönguskíði eru fyrir alla fjölskylduna sem getur þá gengið saman eftir gönguskíðabrautum sem finnast um á öllum helstu skíðasvæðum þegar snjór leyfir. NORDICPHOTOS/GETTY Frábært fjölskyldusport Linda Björk Sumarliðadóttir segir mikið frelsi fólgið í iðkun brettaíþrótta. „Um og yfir sjötíu prósent þeirra sem fara í fjöllin eru á bretti sam- kvæmt mælingum í Hlíðarfjalli,“ segir Linda Björk Sumarliðadótt- ir. „Mun fleiri af þeim sem stunda fjöllin „hversdags“, það er ekki bara um páska og einstaka helgar, eru á brettum frekar en skíðum.“ Hún telur ástæðuna vera þá að yngra fólk sé meira á brettum, sennilega af því að það er meira frelsi fólgið í brettaiðkun. „Það er auðveldara fyrir hvern sem er að taka bretti og renna sér heldur en að stunda skíði með öllum sínum reglum. Svo er hægt að stökkva á bretti og gera alls konar kúnstir þannig að það er kannski bara meira spennandi að vera á bretti. Og skemmtilegra.“ Linda hefur iðkað brettaíþrótt- ir í tíu ár. „Ég byrjaði á brettum 1999. Mig langaði alltaf í snjó- bretti og keypti mér bretti þegar ég var átján ára. Upp úr því kynnt- ist ég svo krökkum sem voru mikið á brettum og fór að hanga með þeim. Nú eru brettin stór hluti af lífi mínu. Út frá snjóbrettinu fór ég á hjólabretti og þaðan á brim- bretti. Það er kannski eitt af því sem dregur fólk að brettunum, Það er félagsskapur í kringum brettin allt árið, ekki bara á veturna.“ Linda bendir á að ekki þurfi að eiga flókinn búnað á snjóbretti. „Þú þarft að eiga bretti, binding- ar og skó en svo er hægt að vera með hlífar og hjálm. Það skiptir ekkert öllu máli í hverju þú ert en ef þú ert í einhverju sem þér finnst flott þá líður þér betur í fjallinu. Þú þarft ekki að vera mjög töff til að vera á snjóbretti en ef þú fílar þig þá ertu töff.“ Árlega er haldið Íslandsmeistaramót í snjóbretta- iðkun en einnig eru haldnar svo- kallaðar „sessjónir“ þar sem fólk kemur saman og stekkur og svo velja keppendurnir sjálfir hver þeim fannst bestur. „Í ár ætlum við að hafa sýningarkeppni á Blá- fjalladeginum,“ segir Linda. Gefn- ar eru þrjár einkunnir fyrir stökk sem taka mið af því hvernig stökk- ið er, hversu langt er stokkið og hvernig lendingin er. Það síðast- nefnda skiptir öllu máli að sögn Lindu. „Það getur hver sem er nánast hent sér í hvaða trikk sem er en að lenda er listin. Og oft er helmingurinn af einkunninni fyrir lendinguna eina.“ Brettaiðkendur eru komir með aðstöðu í Bláfjöllum og ætla í framhaldi af því að hafa bretta- skóla þar sem bæði byrjendur og lengra komnir geta fengið tilsögn í íþróttinni. Nánar á brettafelag.is. - bb Ef þú fílar þig þá ertu töff „Út frá snjóbrettinu fór ég á hjólabretti og þaðan á brimbretti,“ segir Linda sem hefur iðkað brettaíþróttir í tíu ár. Laugavegi 178 - Sími: 562-1000 - www.utivist.is Skipulegðu nýtt ferðaár með Útivist Ferðaáætlun Útivistar er á www.utivist.is ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 Fæst í verslunum Maður Lifandi PH-ion Green Alkalizing Superfood er kraftmikið næringarríkt grænt duft sem hjálpar við að afeitra ristilinn og blóðið. Það inniheldur mikið af góðum vitaminum, steinefnum, ensýmum, söltum og snefilefnum, aminosýrum og andoxunarefnum. Inniheldur sérlega stóran skammt af blaðgrænu Hjálpar líkamanum að komast í jafnvægi og verða basískari Hreinsar blóðið og viðheldur réttu sýrustigi í líkamanum Dregur úr streitu, styrkir ónæmiskerfið og eykur orku Kemur jafnvægi á blóðsykurinn, meltinguna og sýrustigið í þörmunum Maður Lifandi veitir faglega ráðgjöf varðandi hreinsanir, erum með ýmsar lausnir fyrir þig. Frábær tilboð í verslunum okkar varðandi hreinsanir. Græna duftið sem allir eru að tala um! Borgartún 24 – Hæðarsmára 6 – Hafnarborg s. 58 58 700 www.madurlifandi.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.