Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.01.2010, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 05.01.2010, Qupperneq 27
ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010 9heilsa ● fréttablaðið ● Karítas Sif Halldórsdóttir hefur æft íshokkí síðan hún var fimmt- án ára. Hún heillaðist af sportinu löngu áður en hún byrjaði að æfa og nú getur hún ekki hætt. „Mér finnst þetta bara frábært. Þetta er hröð íþrótt og „kontakt- sport“ sem gerir það skemmti- legt,“ segir Karítas og útskýr- ir fyrir blaðamanni að hún hafi aldrei ætlað sér að fara í mark. „Það gerðist eiginlega; ég var eitt- hvað að leika mér og prófaði mark. Mér gekk geðveikt vel, varði mikið og þetta kom voða fljótt,“ segir Karítas, sem æfir með Birninum í Egilshöll. Að sögn Karítasar getur kostn- aðurinn við að byrja að æfa íshokkí verið mikill. „Fyrst var maður bara með lánsskauta og ég keypti notaðan galla. Það er geðveikt dýrt að starta þessu en svo þegar þú átt allt er þetta ekki jafn dýrt og fólk heldur,“ útskýrir hún. Kvennalið í íshokkí eru þrjú á Íslandi: Björninn í Reykjavík og Skautafélag Akureyrar sem skipt- ist í tvö lið, Junior og Senior. Kar- ítas er í landsliðinu en í fyrra var ekki haldin heimsmeistara- keppni. „Engin þjóð gaf sig fram til að halda keppnina, því þjóðin sem heldur hana lendir yfirleitt í mínus,“ segir Karítas og bætir við að konurnar fái helmingi lægri styrki heldur en karlarnir auk þess sem ekki sé hægt að selja inn á leikina. En hvað sem öllu óréttlæti líður er almennt góður andi í kvennaís- hokkíinu. „Við erum voða lítið í að meiða hver aðra, við erum svo sið- samlegar. Strákarnir eru miklu æstari á geði,“ segir Karítas. - nrg Góður andi í íshokkí Karítas í fullum herklæðum en búin að taka af sér hjálminn, búnaðurinn er algjör skylda ætli maður sér að fá pökk- inn í sig. Á æfingu í Egilshöll. Liðið getur aðeins treyst á markmanninn þegar andstæðingur- inn hefur sloppið í gegnum vörnina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Tinna Sigurðardóttir, skrifstofu- og sölustjóri hjá Arctic Advent- ures, er mikil ævintýrakona og stundar jaðarsport af ýmsu tagi. Hún hefur þó nokkra reynslu af ísklifri og stefnir að því að verða jöklaleiðsögumaður þegar fram líða stundir. „Ég er byrjuð í námi hjá Arctic Adventures og hef farið sem aukaleiðsögumaður í nokkrar ferðir en fyrirtækið býður upp á dagsferðir á Sólheimajökul.“ Tinna segir útiveruna heilla sig mest. „Mér finnst spennandi að klifra en álíka gaman að ganga um jökulinn á broddum og virða fyrir mér umhverfið og útsýnið.“ Tinna notast oftast við topp-línu en á léttari veggjum hefur hún prófað sig áfram með ísskrúfur. „Þetta er sport sem reynir mikið á og tekur til að mynda vel á hendurnar.“ Ísklifrið er langt frá því eina íþróttin sem Tinna leggur stund á. Hún hefur lengi stundað köfun á Þingvöllum auk þess að vinna sem leiðsögumaður í flúðasigl- ingum á sumrin. „Þá útskrifað- ist ég sem gönguleiðsögumaður úr Leiðsögumannaskólanum í vor auk þess sem ég hef verið að prófa mig áfram í brettasportinu. Hjóla- brettið lagði ég þó til hliðar þegar ég handleggsbraut mig á því fyrir nokkru en sneri mér þess í stað að að brimbrettaiðkun og stefni að því að fara til Filippseyja. Þar ætla ég að dvelja í mánuð og reyna að ná góðum tökum á brettinu. - ve Útiveran heillar mest Tinna er yfirleitt í topp-línu en á léttari veggjum prófar hún sig áfram með ísskrúfur. MYND/ÚR EINKASAFNI Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | www.veggsport.is Skokk – spinning – tækjasalur 2 sinnum í viku Áhersla : Þol – Styrkur – Liðleiki – Mikil brennsla Vikulegar mælingar og ráðleggingar um mataræði Tímar: kl.6:30 | 7:45 | 9:30 Upplýsingar og skráning í síma 577-5555 HÖRKU ÁTAKSNÁMSKEIÐ Hörku átaksnámskeið er að hefjast í Veggsport 5 vikna námskeið - 5 sinnum í viku Hentar konum jafnt sem körlum Kennari er Nadja Staðreyndir um dagblaðalestur Íslendingar yngri en 55 ára verja lengri tíma á virkum dögum til að lesa síður Fréttablaðsins en síður Morgunblaðsins. Heimild: Lestrarkönnun Capacent maí-okt 2009.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.