Fréttablaðið - 05.01.2010, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 5. janúar 2010 3
D-vítamín nýtir kalk og
fosfór, sem er nauð-
syn fyrir sterk bein
og tennur. Það fæst
til dæmis úr
laxi, síld,
sveppum,
eggjum
og mjólkur-
afurðum.
Ný og betri bæti-
efnabiblía.
Sex vikna lífsstílsnámskeið eru
nýjung í starfsemi fyrirtækisins
Maður lifandi. Arndís Thorar-
ensen framkvæmdastjóri lýsir
þeim.
„Við munum fjalla bæði um and-
lega og líkamlega næringu á nýju
sex vikna lífsstílsnámskeiði sem
hefst 18. janúar og horfa á heild-
arpakkann. Þar verður bæði farið
í hvaða fæðu við eigum að velja
okkur og hvernig hún virkar fyrir
líkamann en líka er lögð áhersla á
að við nærumst á mörgu öðru en
mat,“ segir Arndís og á þar greini-
lega við sálrænt fóður.
Nemendur mæta í níu skipti á
námskeiðstímabilinu og byrja og
enda á að fara í heilsufarsmat sem
fer fram með einstaklingsviðtöl-
um. Það telur Arndís hafa mikið að
segja. „Þá fær fólk yfirsýn og áttar
sig á því hvaða markmið það ætlar
að setja sér. Við erum öll svo föst í
vananum og gerum okkur ekki allt-
af ljóst hvar við erum stödd,“ segir
hún. „Þetta snýst ekki um að pína
sjálfan sig heldur um að breyta
venjum jafnt og þétt og tileinka
sér holla lífshætti.“
Aðalleiðbeinandi á lífsstílsnám-
skeiðinu verður Ingibjörg Stefáns-
dóttir, jógakennari, markþjálfi og
heilsuráðgjafi, að sögn Arndís-
ar. Einnig koma gestafyrirlesar-
ar við sögu, svo sem Ásdís Ólsen,
lektor í HÍ sem mun kenna fólki
jákvæða sálfræði. „Allt hefst jú í
huga okkar og fólk er oft með þrá
um bætta heilsu en veit ekki alveg
hvar á að byrja,“ bendir Arndís á.
Maður lifandi hefur hingað til
einkum verið með stutt námskeið
en Arndís segir lífsstílsnámskeið-
in eiga að veita fólki meira aðhald.
„Algengt er að fólk reyni að breyta
venjum upp á sitt eindæmi en vanti
eftirfylgnina. Aðhald er þekkt í lík-
amsrækt en við þurfum líka á því
að halda í sambandi við hugarfar
og mataræði,“ segir hún sannfær-
andi.
Arndís er nýráðin framkvæmda-
stjóri hjá Manni lifandi. Hún hefur
starfað í tíu ár hjá HR við kennslu
í viðskiptadeild og símenntun
og síðustu fjögur ár einnig sem
einkaþjálfari og heilsuráðgjafi í
World Class. Hún lítur hið nýja
starf björtum augum. „Það er
hlutverk okkar í Manni lifandi að
auka aðgengi fólks bæði að fræðslu
og góðri vöru enda erum við með
matstofur, verslun og fræðsluset-
ur,“ segir hún og tekur fram að
holl máltíð verði í hverjum tíma á
lífsstílsnámskeiðinu. „Rannsókn-
ir í kennslufræðum sýna að sadd-
ir nemendur læra meira og þeim
gengur betur á prófum en svöng-
um,“ segir hún að lokum. - gun
Næringin í lífi okk-
ar kemur víða að
„Það er hlutverk okkar að auka aðgengi fólks bæði að fræðslu og góðri vöru,“ segir
Arndís, nýr framkvæmdastjóri hjá Manni lifandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Rope Yoga
Námskeið hefjast í dag
www.elin.is • Bæjarhrauni 2 Hfj. • Sími: 696 4419