Fréttablaðið - 05.01.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 05.01.2010, Blaðsíða 38
BAKÞANKAR Júlíu Margrétar Alexanders- dóttur 22 5. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Pabbi, þegar ég ferðast á hraða ljóssins verð ég þá að gefa eitthvað merki? Þú munt taka eftir því að það kemur svolítið annað hljóð úr hátölurun- um núna. Það lægsta á tónlistar- sviðinu. Alvöru rokk og ról? Alltaf best. Alvöru stuff, þarna erum við að tala saman. Ætlar þú að gera einhverj- ar meiriháttar breytingar á staðnum nú þegar þú átt hann? Tja, ég veit ekki, hún Lolla elskaði jú Coldplay, U2 og Sálina, þú veist, þetta skelfilega leiðinlega stelpupopp. Það er mikil vinna sem liggur þarna að baki en svipur- inn á honum gerði þetta þess virði. Hvað ertu að gera? Heima-vinnuna. Hvers konar heimavinnu? Stærð-fræði. Ég er hræddur við heimavinnu. Hvers konar stærð- fræði? Ég-ætla-að-lemja- litla-bróður-minn- ef- hann-kemur-sér -ekki-í-burtu-og-leyfir- þér-að-gera-heimavinn- una-í-friði-stærðfræði. Algengur misskilningur kemur gjarnan upp þegar umræðuna um aðskilnað ríkis og kirkju ber á góma. Að þar standi trúleysingjar fremstir í flokki þeirra sem vilja kirkjuna úr ríkisrekstri. Sem trúuð manneskja og fullgildur meðlimur í þjóð- kirkjunni er ég viss um að vandamálin sem kirkjan glímir við í dag, doði og trúleysi, gætu kannski farið að leysast að einhverju leyti ef kirkjan tæki þá ákvörðun að hafna framlögum úr ríkiskassanum og kjósa frek- ar að standa á eigin fótum eins og önnur trúfélög á landinu. VANDI þjóðkirkjunnar sem ríkisstofnun- ar felst einmitt í því orði: ríkisstofnun. Guð er ekki ríkisstarfsmaður. Jesús var það ekki heldur á sínum tíma. Jesús var bylt- ingarmaður sem trúði því að hans ríki væri af öðrum heimi. En því miður eru prestar þjóðkirkjunnar í mínum huga fyrst og fremst ríkisstarfsmenn; vissu- lega mikil alhæfing og eflaust eru þeir til sem þessi lýsing á ekki við. En þegar ég hugsa um þjóðkirkjuna í heild sinni er hún ekki sveipuð þeim baráttuanda né sann- færingarkrafti sem ætti að vera eitt af aðalsmerkjum hennar og hrífur fólk til trúar. RÍKISKIRKJAN stuðar mig ekki sem mikið ástríðuapparat enda þarf hún ekki að hafa miklar áhyggjur af kirkjusókn, fjárlög- in taka vart tillit til þess hvort tíu eða hundrað mæta að meðaltali í kirkju um hverja helgi. Kirkjan þarf raunar held- ur ekki að hafa neinar áhyggjur af trúar- lífi landsmanna. Ríkið borgar hvernig sem staðan er. Á tímum efahyggju og vísinda hefur trúin átt undir högg að sækja. Og þá er stóra spurningin sú hvort mögulegt sé að sækja sína trúarsannfæringu til manna sem fá alltaf greidd laun í hverjum mánuði frá rík- inu. Að maður, sem hefur kvittað upp á að Guð eigi sinn þátt í sögunni, sem gaf son sinn svo að hann gæti frelsað mannkynið frá syndinni, skuli þiggja laun sín frá jafn óhelgri stofnun og ríkið er, getur varla tal- ist rökrétt. Jú, kannski í menningarsögu- legu tilliti en trúin á Jesú Krist hefur ekk- ert með „menningarsögulegt tillit“ að gera, trúin er ástríða, fullvissa þess að maður eigi fyrir höndum eilíft líf eftir dauðann. ÍSLENSK kirkja hefur húsnæði, starfsfólk, oblátur og messuvín. Sannfæringin fyrir tilvist Guðs, sem er einmitt svo mest heill- andi við það að vera kristinnar trúar, býr þó varla í ríkisbákni. Kirkjan virkar því miður fráhrindandi á mig en hún á hins vegar góðan möguleika á að ég öðlist trú á hana og þá helst ef hún berst fyrir eigin til- verurétti. Kirkjan ætti að taka ímynd sína og útgeislun til verulegrar endurskoðun- ar; hún virðist aðeins komast í umræðuna þegar hjónaleysi velja sér vinsælar tíma- setningar á borð við 10.10.10. Sannfærðir kirkjugestir Notuð tæki til líkamsræktar Vegna endurnýjunar og breytinga höfum við til sölu notuð tæki til líkamsræktar. Dæmi: • Matrix Treadmill - Hlaupabretti • Matrix Cross trainer - Skíðavél • Matrix X bike - Spinning hjól • Fjölmörg önnur fjölnota tæki Til sýnis og sölu í Egilshöllinni Nánari upplýsingar veita Gunnar í síma 664-9601, gunnar@egilshollin.is og Sigurgeir í síma 664-9602 Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík www.egilshollin.is Austurbergi 5 111 Reykjavík Sími 570 5600 Símbréf 567 0389 Tölvupóstur: fb@fb.is www.fb.is UPPHAF VORANNAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR Töfl uafhending kl. 9:00-13:00 í mötuneyti nemenda FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR Innritun í kvöldskóla 17:00-20:00 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR Kennsla hefst í dagskóla skv. stundaskrá. MÁNUDAGUR 11. JANÚAR Kennsla hefst í kvöldskóla skv. stundaskrá. Skólameistari

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.