Fréttablaðið - 13.01.2010, Síða 2

Fréttablaðið - 13.01.2010, Síða 2
2 13. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Gellur og kinnar nýjar og saltaðar Hrogn, lifur og kúttmagi Súr Hvalur OPNUM KL 8.00 HEILSA Kraftaverkaefni sem Landlæknisembættið hefur varað við hefur verið selt í Heilsubúðinni Góð heilsa gulli betri við Njálsgötu. Efnið nefnist MMS, Miracle Mineral Solution/Supplement. Eitrunarmið- stöð Landspítalans segir efnið geta valdið alvarleg- um veikindum og jafnvel dauða. Viktoría Áskelsdóttir, verslunarstjóri Heilsubúð- arinnar, segist hafa tekið MMS úr sölu meðan Heil- brigðiseftirlitið kannar málið. Hún áréttar um leið að MMS hafi verið notað með góðum árangri sé það rétt blandað. Þá verði ekki til natríum klórít sem eitrun- armiðstöð Landspítalans vari við. Samkvæmt upplýsingum úr heilsuvöruverslunun- um Heilsuhúsinu, Manni lifandi og Yggdrasil hefur efnið ekki verið í sölu hjá þeim. „Ég hef haft þá reglu að setja ekkert í sölu sem ég er ekki tilbúin að prófa á sjálfri mér,“ segir Ben ed- ikta Jónsdóttir, heilsuráðgjafi í Manni lifandi. Í tilkynningu landlæknis kemur fram að MMS- vökvinn innihaldi 28 prósent natríum klórít og sagt ætlað að lækna sjúkdóma allt frá alnæmi til berkla. Engin vísindaleg gögn styðji þó notkun við sjúkdóm- um. „Natríum klórít er eitur sem valdið getur met- rauðablæði, skemmdum á rauðum blóðkornum og nýrnabilun,“ segir í tilkynningunni og er eindregið varað við notkun efnisins. „Mikilvægt er að tilfelli þar sem grunur leikur á eitrun af völdum MMS séu tilkynnt til yfirvalda.“ - óká VIKTORÍA ÁSKELSDÓTTIR BENEDIKTA JÓNSDÓTTIR Hér á landi er vitað til þess að fólk hafi keypt og notað MMS: Varað við lífshættulegu efni STJÓRNSÝSLA Kjararáð hefur enn ekki lækkað laun þeirra starfs- manna ríkisins sem eru á hærri launum en forsætisráðherra, eins og kveðið er á um í lögum sem sett voru síðasta sumar. Á fimmta tug starfsmanna mun lækka í laun- um segir Guðrún Zoëga, formað- ur kjararáðs. Ákvörðun um launalækkun telst íþyngjandi ákvörðun samkvæmt stjórnsýslulögum, og því skylt að veita þeim sem lögin hafa áhrif á andmælarétt, segir Sigrún. Hún reiknar með að einhverjar vikur til viðbótar taki að lækka launin. Samkvæmt lögunum má enginn starfsmaður ríkisins eða ríkisfyr- irtækis, utan við forseta Íslands, vera á hærri launum en forsætis- ráðherra. Laun forsætisráðherra eru nú um 935 þúsund krónur. Spurð hversu margir starfs- menn muni lækka í launum segir Sigrún að í fyrstu verði laun ríf- lega tuttugu starfsmanna lækkuð. Væntanlega verði svo annar eins fjöldi í síðari lotunni, þegar fjall- að verði um dótturfélög ríkisfyrir- tækja. Fjöldinn verður því saman- lagt eitthvað á fimmta tuginn. Lögin voru sett síðastliðið sumar, en laununum hefur enn ekki verið breytt. Spurð hverju það sæti segir Guðrún málið snúið, og ýmis álita- efni sem taka þurfi á. Um töluvert marga einstaklinga sé að ræða, og stefnt að því að úrskurða um allan hópinn í einu. - bj Yfir fjörutíu ríkisstarfsmenn hafa ekki lækkað í launum þrátt fyrir lagasetningu: Ríkisforstjórar vefjast fyrir kjararáði LAUNAÞAK Engir ríkisstarfsmenn, utan forseta Íslands, eiga að hafa hærri laun en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra samkvæmt lögum sem sett voru í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Steinþór, er Borgin að borga sig? „Já, eða að minnsta kosti fyrir einum borgara í hádeginu.“ Hið tæplega ársgamla útgáfufyrirtæki Borgin seldi 35 þúsund plötur fyrir jól. Steinþór Helgi Arnsteinsson er einn eigenda Borgarinnar. RÚSSLAND, AP Sergei Lavrov, utanríkismálaráðherra Rúss- lands, segir að nýr kjarnorku- afvopnunar- samningur Bandaríkjanna og Rússlands verði líklega að veruleika síðar í mánuðinum. „Við vonum að þetta verði einhvern tím- ann í seinni hluta jan- úarmánaðar,“ sagði Lavrov í Moskvu í gær. Samningurinn á að koma í staðinn fyrir START-samning- inn frá 1991, sem rann út í byrj- un desember. Rússar og Banda- ríkjamenn höfðu stefnt að því að ná nýjum samningi fyrir árslok, en það tókst ekki. - gb Utanríkisráðherra Rússlands: Styttist í nýjan vopnasamning SERGEI LAVROV STJÓRNMÁL Forsenda þess að Bret- ar og Hollendingar hefji viðræð- ur við Íslendinga um nýja Icesave - samninga er að full samstaða takist með íslensku stjórnmála- öflunum. Í slíkri samstöðu myndi felast trygging fyrir að nýir samn- ingar myndu halda. Um leið þurfa, að mati Breta og Hollendinga, að liggja fyrir skýr samningsmark- mið af hálfu Íslands. Íslenskum stjórnmála- og emb- ættismönnum, sem átt hafa í sam- skiptum við starfsbræður sína í Bretlandi og Hollandi, hefur verið gert þetta ljóst. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins hafa þau samskipti verið stöðug síðustu daga. Upplýsingum er miðlað á báða bóga og þreifað á viðmælendum en engar form- legar yfirlýsingar verið gefnar. Þá hefur Steingrímur J. Sigfús- son fjármálaráðherra hitt að máli sendiherra nokkurra Evrópuríkja á Íslandi. Bretar og Hollendingar eru var- færnir enda forðast þeir íhlutun í íslensk innanríkismál. Þeim er bent á að mikil óvissa kunni að skapast um lyktir Icesave felli íslenska þjóðin lögin þar um í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í krafti þess er reynt að fá þá að samn- ingaborðinu að nýju. Lagt er upp með að nýjar við- ræður yrðu frábrugðnar hinum fyrri að því leytinu til að sátta- semjari yrði fenginn til að stýra þeim. Bretar og Hollendingar hafa sagt að eigi að koma til nýrra við- ræðna þurfi Íslendingar að óska eftir þeim með formlegum hætti. Þeir muni ekki biðja um viðræður að fyrra bragði. Jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra ræddi á mánudag, auk fjármála- og utanríkisráðherra, við forystumenn stjórnarandstöð- unnar. Þar var sammælst um að reyna að koma málinu í sáttafar- veg. Eftir fundinn sagði Jóhanna Breta og Hollendinga hafa lýst skilningi á stöðunni hér þótt þeir hafi um leið lýst vonbrigðum með hana. Auk þess að reyna að finna flöt á nýjum viðræðum við Breta og Hollendinga hafa íslensk yfirvöld átt í samskiptum við Norðurlönd- in vegna lánamála. Samningar um lánveitingar fóru í salt í framhaldi af ákvörðun forseta Íslands í síð- ustu viku. Eftir því sem næst verður kom- ist hefur ekkert nýtt gerst á þeim vettvangi en áfram er reynt að þoka málum. bjorn@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Íslensk samstaða er forsenda viðræðna Ekki kemur til nýrra samningaviðræðna um Icesave nema full eining ríki milli stjórnmálaflokkanna á Íslandi. Bretar og Hollendingar vilja tryggingu fyrir að nýir samningar haldi. Þeim er bent á mikla óvissu felli þjóðin lögin úr gildi. ODDVITARNIR Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafa átt í stöðugum samskiptum við erlenda ráðamenn síðustu daga. Myndin er frá fundi þeirra með blaðamönnum daginn sem forsetinn tilkynnti um ákvörðun sína um Icesave. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VINNUMARKAÐUR Vinnumála- stofnun áætlar að hátt í fjöru- tíu manns bætist á atvinnuleys- isskrá á hverjum degi út janúar. Þetta sagði forstöðumaður vinnu- málasviðs Vinnumálastofnunar á Bylgjunni í gær. Frá áramótum hafa 300 manns skráð sig atvinnulausa. Nú eru um sextán þúsund manns á atvinnu- leysisskrá og atvinnuleysi mælist 8,1 prósent. Mest var það 9,1 pró- sent í apríl í fyrra. Þá voru tæp- lega sautján þúsund manns skráð- ir án atvinnu. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysið nái áður óþekkt- um hæðum á næstu mánuðum og verði um eða yfir tíu prósent. - sh Atvinnuleysi í nýjum hæðum: Fjörutíu á dag missa vinnuna Ópíumrækt ræður úrslitum Tom Wilsnack, landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna, segir útkomu stríðsins í Afganistan ráðast af því hvort takast megi að fá afganska bændur til að hætta ræktun ópíumvalmúa. Banda- ríkjamenn ætla að verja 20 milljónum dala í þetta verkefni. AFGANISTAN Kínverjar leggja flugvöll Kínverjar ætla að opna nýjan flugvöll í Tíbet árið 2011 í rúmlega 4.400 metra hæð. Þetta verður sá flugvöll- ur í heiminum sem hæst stendur. Gagnrýnendur óttast að aukin umferð til héraðsins flýti fyrir eyðileggingu tíbetskrar menningar. TÍBET Sextán ára transgender Sextán ára piltur hefur undirgeng- ist kynskiptiaðgerð á Spáni, fyrstur Spánverja undir lögaldri sem fer í slíka aðgerð. SPÁNN BANDARÍKIN Tveir menn létust og þrír særðust þegar vopnaður maður hóf skotárás í gær í skrifstofubyggingu í úthverfi Atlanta í Bandaríkjunum. Byssumaðurinn flúði á pallbíl, en var handtekinn stuttu síðar. Hann var klæddur felubúningi að hætti hermanna. Bandarískir fréttamiðlar skýrðu frá þessu í gærkvöld. Maðurinn var fyrrverandi starfsmaður á bílaleigunni sem hann réðist á. Fjórir þeirra, sem urðu fyrir skotum hans, voru starfsmenn bílaleigunnar, en sá fimmti var viðskiptavinur. - gb Skotárás í Atlanta: Tveir látnir og þrír særðir ÞJÓÐKIRKJAN Náðst hefur sátt í máli séra Guðbjargar Jóhannes- dóttur og Biskupsstofu að því er kemur fram á heimasíðu Þjóð- kirkjunnar. Séra Guðbjörg vísaði til kæru- nefndar jafn- réttismála máli vegna stöðu- veitingar prests í Garðapresta- kalli frá 1. sept- ember í haust. Guðbjörg var ein umsækjenda en séra Hans Guðberg Alfreðsson var skip- aður. „Biskupsstofa telur að við skipun í embættið hafi verið brot- ið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 og að litið hafi verið fram hjá umframhæfi sr. Guðbjargar. Með sátt er málinu lokið af hálfu beggja aðila,“ segir á kirkjan.is. - gar Kirkjan semur við kvenprest: Játar brot við skipan prests SÉRA GUÐBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.