Fréttablaðið - 13.01.2010, Síða 4

Fréttablaðið - 13.01.2010, Síða 4
4 13. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR Mistök urðu við myndskreytingu greinarinnar Tækifærið er núna! eftir Vilmund Jósefsson, Tómas Má Sigurðsson og Helga Magnússon sem birtist í Fréttablaðinu á mánu- dag. Mynd af Vilmundi vantaði með greininni og var röng mynd birt í hennar stað. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. DÓMSMÁL Á annan tug meintra kaupenda vændisþjónustu á vegum Catalinu Mikue Ncogo á yfir höfði sér ákæru, þar sem slík kaup eru brot á ákvæði almennra hegning- arlaga. Í ákvæðinu segir að hver sem greiði eða heiti greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skuli sæta sektum eða fang- elsi allt að einu ári. Gæsluvarðhald yfir Catalinu var í gær framlengt í Héraðsdómi Reykjaness til 9. febrúar til að koma í veg fyrir áframhaldandi brotastarfsemi hennar. Hún er grunuð um aðild að mansali og að hafa haft milligöngu um vændi. Lögregla hefur verið að tína hina meintu vændiskaupendur inn til yfirheyrslu að undanförnu. Fyrstu málin verða send til ákæru- valdsins í næstu viku, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Kaup- endurnir greiddu um tuttugu þús- und krónur fyrir þjónustuna í hvert skipti. Catalina og samstarfskona henn- ar, sem er um tvítugt, voru hand- teknar fimmtudaginn 3. desember. Samstarfskonan hefur verið látin laus. Rannsókn á máli Catalinu miðar ágætlega og er farið að síga á síð- ari hluta hennar, samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglu. - jss Gæsluvarðhald yfir Catalinu Mikue Ncogo framlengt um fjórar vikur: Kaupendur eiga ákæru í vændum FYRIR DÓMI Catalina var leidd fyrir dómara í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Kyrrsetning eigna Bald- urs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, er fordæmalaus aðgerð, óvægin og óþörf. Þetta sagði lögmaður hans fyrir dómi í gær þegar hann fór fram á það að kyrrsetningunni yrði aflétt. Sérstakur saksóknari fór í nóv- ember fram á að eignir Baldurs yrðu kyrrsettar, eftir að Fjár- málaeftirlitið hafði vísað rann- sókn á meintum innherjasvikum hans til embættisins í sumar. Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti beiðnina og kyrrsetti 193 milljónir króna á tveimur bankareikningum Baldurs hjá Nýja Kaupþingi. Upphæðin jafn- gildir því fé sem Baldur fékk fyrir hlutabréf sín í Landsbank- anum þegar hann seldi þau rétt fyrir bankahrun í fyrrahaust, auk mögulegs sakarkostnaðar. Aðalmeðferð vegna kröfunnar um að kyrrsetningin verði felld úr gildi fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Arnar Þór Stefánsson, lögmað- ur Baldurs, færði þau rök fyrir máli sínu að kyrrsetningin stæð- ist ekki lög og því bæri að aflétta henni. Samkvæmt sakamálalög- um þyrfti minnst eitt þriggja skil- yrða að vera uppfyllt til að kyrr- setja mætti eignir; að hætta sé á að þeim yrði ella skotið undan, að þær glötuðust eða að þær rýrnuðu verulega. Arnar sagði ekkert af þessu eiga við í tilviki Baldurs. Engar vísbendingar væru um að Bald- ur myndi skjóta eignunum undan. Hann ætti enga erlenda banka- reikninga, ætti aðrar eignir til að ganga í og að engar hreyfing- ar hefðu verið á þessum reikn- ingum hans í nokkurn tíma fram að kyrrsetningunni. Ekki væri hætta á að eignirnar rýrn- uðu, enda lægju þær á öruggum bankareikningum. Björn Þorvaldsson saksóknari benti á að þetta ákvæði sakamála- laganna ætti bara við rannsóknar- aðgerðir lögreglu. Kyrrsetningin væri hins vegar ekki rannsóknar- aðgerð lögreglu, heldur úrskurð- ur sýslumanns og því bæri að vísa málinu frá. Yrði ekki fallist á það fór hann fram á að kröfu Baldurs yrði hafnað, enda væri kyrrsetning- in fyllilega réttmæt. Benti hann á að Baldur væri grunaður um að hafa komið undan gríðarleg- um fjárhæðum, 193 milljónum, með refsiverðum hætti. Stand- ist það hafi hann þar með sýnt af sér háttsemi sem gefi tilefni til að ætla að hann myndi freista þess að koma fénu undan. Auk þess væri kyrrsetning eitt vægasta úrræði sem í boði væri. Dómari hefur þegar hafnað kröfu Baldurs um að rannsókn- inni á hendur honum verði hætt. Sá úrskurður hefur verið kærður til Hæstaréttar. stigur@frettabladid.is Segir kyrrsetningu á eigum Baldurs óvægna og óþarfa Lögmaður Baldurs Guðlaugssonar segir kyrrsetningu eigna hans ólögmæta og krefst þess að henni verði af- létt. Meint háttsemi Baldurs gefur tilefni til að ætla að hann reyni að koma fé sínu undan, segir saksóknari. SAGÐI EKKI FRÁ Í þrjá mánuði þagði Baldur um það á opinberum vinnustað sínum að hann sætti lögreglurannsókn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 2° -2° 2° 3° 0° 1° 1° 1° 21° 1° 15° 4° 16° -1° 5° 14° -1° Á MORGUN Strekkingur við V- og A- ströndina, annars hægari. FÖSTUDAGUR Víða 5-10 m/s en hvassara SV-lands. 4 7 0 2 -2 -3 3 3 5 6 -4 8 8 6 4 5 6 7 8 11 18 10 4 02 6 7 7 6 1 -1 4 ÞURRT OG BJART NORÐAN TIL Næstu dagar munu einkennast af blautu og mildu veðri um sunn- anvert landið en norðanlands verður fl ott veður, yfi rleitt þurrt, hægur vindur og hitinn í kringum frostmark. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður LEYNDI RÁÐHERRA STÖÐUNNI Í 3 MÁNUÐI Baldri Guðlaugssyni var tilkynnt með bréfi sem sent var 9. júlí að rannsókn á máli hans hefði verið tekin upp að nýju hjá Fjármálaeft- irlitinu og jafnframt að það hefði verið sent sérstökum saksóknara. Þetta kemur fram vikugömlum í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem því er hafnað að rann- sókn málsins skuli hætt. Baldur hafði þá til skamms tíma gegnt stöðu ráðu- neytisstjóra í menntamála- ráðuneytinu. Hvorki Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra né aðrir embætt- ismenn í ráðu- neytinu vissu hins vegar af hinni nýju rannsókn fyrr en rúmum þremur mánuðum síðar, eða um miðjan október. Heim- ildir Fréttablaðiðsins herma að þá hafi staðan komið starfsfólki ráðuneytisins í opna skjöldu. „Það er rétt að hann greindi mér fyrst frá þessu þriðjudaginn 13. október, fjórum dögum áður en að RÚV flutti frétt um málið,“ segir Katrín, sem vill þó ekki tjá sig um það hvað henni finnst um að hafa ekki fengið að heyra af málinu fyrr. Niðurstaða liggur ekki fyrir í viðræð- um ríkisins og Reykjavíkurborgar um að fá hús Miðbæjarskólans í Reykjavík undir starfsemi Kvenna- skólans. Orðið „ekki“ féll niður úr setningunni í frétt blaðsins í gær en eins og fram kom í sömu málsgrein er óljóst hvort samningar munu tak- ast áður en skólastarf hefst næsta haust. LEIÐRÉTTING PALESTÍNA, AP Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, gefur lítið fyrir tilraunir Banda- ríkjamanna þessa dagana til að hleypa nýju lífi í friðarviðræður milli Ísraela og Palestínumanna. „Við munum ekki fallast á að hefja viðræður á ný nema land- tökur verði frystar algerlega, einkum í Jerúsalem, í ákveðinn tíma,“ sagði Abbas í gær. Ísraelar hafa fallist á að hætta landtökuverkefnum í tíu mánuði, en aðeins á Vesturbakkanum. Framkvæmdum landtökumanna í Ísrael verði haldið áfram. - gb Forseti Palestínustjórnar: Gefur lítið fyrir nýjar viðræður KATRÍN JAKOBSDÓTTIR FJÁRMÁL Breska fjármálaráðuneyt- ið vísaði í gær á bug fullyrðing- um fréttamiðilisins Citywire um að sá hluti innstæðna viðskipta- vina Icesave sem Íslending- ar greiði ekki fáist að fullu frá eignum þrota- bús Landsbank- ans. Í frétt City - wire er haft eftir ónefndum heimildarmanni innan fjármála- ráðuneytis Alistairs Darling að ráðuneytið gerði ráð fyrir að fá yfir 500 milljónir punda, jafnvirði 100 milljarða króna, úr þrotabúi Landsbankans. Það sé sú upp- hæð sem breska ríkisstjórnin hafi greitt til að brúa það sem á vant- aði – miðað við 50 þúsund punda tryggingarþak á hvern reikning – til að endurgreiða Icesave-við- skiptavinum að fullu. - gar Breska fjármálaráðuneytið: Vísar frétt um Icesave á bug ALISTAIR DARLING GENGIÐ 12.01.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 220,7511 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,79 124,39 199,9 200,88 179,5 180,5 24,119 24,261 21,98 22,11 17,555 17,657 1,3499 1,3577 194,65 195,81 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is – Þú finnur fjölda girnilegra uppskrifta að kvöldmatnum á www.gottimatinn.is Fór í gæsaveiði um daginn. Þið hefðuð átt að sjá nestið. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -1 6 0 8

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.