Fréttablaðið - 13.01.2010, Page 8
8 13. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR
Auglýsingasími
– Mest lesið
VIÐSKIPTI Mjög æskilegt væri að
taka upp í íslensk lög reglur um
afnám á takmörkun ábyrgðar
hluthafa í hlutafélögum undir til-
teknum kringumstæðum. Ólíkt
lögum erlendis er eingöngu treyst
á skaðabótalög hér á landi.
Þetta kom fram í máli Jóhann-
esar Rúnars Jóhannssonar, hæsta-
réttarlögmanns og aðjúnkts við
Háskólann í Reykjavík, á opnum
fundi um ábyrgð hluthafa í Háskól-
anum í Reykjavík í gær.
Almennt gildir sú regla að
ábyrgð hluthafa á því sem fram fer
í hlutafélaginu takmarkast af því
hlutafé sem hann hefur lagt félag-
inu til. Jóhannes tók fram að þessi
regla sem slík sé forsenda þess að
viðskiptalífið eins og við þekkj-
um það geti þrifist. Hlutabréfa-
kaup séu mikið hreyfiafl, og kerf-
ið myndi lamast bæri hver hluthafi
ábyrgð á gerðum þeirra félaga sem
hann ætti hlut í.
Víðast hvar í þeim löndum sem
við berum okkur saman við gilda
reglur þar sem takmörkunum á
ábyrgð hluthafa er aflétt undir
vissum kringumstæðum, sagði
Jóhannes. Engin slík ákvæði séu
í íslenskum lögum.
Í Bretlandi er til dæmis heim-
ilt að víkja frá takmörkunum á
ábyrgð hluthafa þegar sannað
þyki að móðurfélag stjórni í raun
öllu innan dótturfélags, eða þegar
framin hafa verið lögbrot innan
hlutafélags, sagði Jóhannes. Yfir-
leitt sé þar alltaf misnotkun á
hlutafélagaforminu að ræða.
Þar sem slík ákvæði eru ekki í
íslenskum lögum eiga kröfuhafar
gjaldþrota hlutafélags þann kost
helstan að leita réttar síns með
því að fara í skaðabótamál gegn
hluthöfum, sagði Jóhannes. Æski-
legt sé að setja í íslensk lög ákvæði
um niðurfellingu á takmörkun á
ábyrgð hluthafa undir afmörkuð-
um kringumstæðum.
brjann@frettabladid.is
Vill að hægt verði að
ganga að hluthöfum
Breyta ætti lögum svo hægt verði að ganga að hluthöfum í hlutafélögum undir
sérstökum aðstæðum að mati hæstaréttarlögmanns. Hefði getað breytt miklu
að hafa slíkan fælingarmátt í aðdraganda hrunsins, segir viðskiptasiðfræðingur.
Nýtt aðalskipulag - Ávarp
Júlíus Vífi ll Ingvarsson, formaður skipulagsráðs
Skipulag útivistarsvæða í
aðalskipulagi Reykjavíkur
Björn Axelsson, umhverfi sstjóri
skipulags- og byggingarsviðs
Austurvöllur - Hlemmur,
Auður Ottesen, Samtök um umhverfi og vellíðan
Bláþráðurinn og Græni trefi llinn
Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt
Hagrænt mat á gildi útivistarsvæða
Kristín Eiríksdóttir
Heildarskipulag opinna svæða 2010-2030
Björn Jóhannsson, landslagsarkitekt
Umræður
Fundarstjóri
Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri
Morgunfundur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu,
14. janúar kl. 08.30 - 10.00
Líta ætti til fælingarsjónarmiða þegar íhugað er hvort
heimila eigi afnám takmarkana á ábyrgð hluthafa,
sagði Stefán Einar Stefánsson, viðskiptasiðfræðingur við
Háskólann í Reykjavík, í erindi sínu á fundinum í gær.
„Flestir hefðu talið að óþarft væri að hafa áhyggjur
af mögulegri misnotkun hlutafélagaformsins,“ sagði
Stefán. Reiknað hafi verið með því að bankarnir neituðu
að lána hlutafélögum sem ekki hefðu trygg veð gegn
lánunum.
Því færa megi rök fyrir því að ábyrgðin liggi einnig hjá
lánastofnunum sem láni hlutafélögum fyrir hlutabréfa-
kaupum með veði í bréfunum sem keypt eru fyrir lánið.
Hefðu eigendur hlutafélaga sem tóku himinhá lán fyrir hlutabréfakaupum
í aðdraganda hrunsins vitað að hægt yrði að ganga að þeim persónulega
í einhverjum tilvikum hefði það að mati Stefáns haft mikinn fælingarmátt.
Þeir sem skáki í skjóli takmarkana á ábyrgð og misnoti hana ættu þar með
að fyrirgera rétti sínum til þess að vera í því skjóli.
FYRIRGERA RÉTTI SÍNUM TIL SKJÓLS
ÁBYRGÐ Takmarkanir á
ábyrgð hluthafa á skuld-
bindingum hlutafélags eru
forsenda þess að viðskipta-
lífið geti þrifist, en mögulegt
ætti að vera að takmarka þá
ábyrgð, segir Jóhannes Rúnar
Jóhannsson.
STEFÁN EINAR
STEFÁNSSON
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/STEFÁ
N
DÓMSMÁL Íslensk stjórnvöld hafa átt í viðræð-
um við brasilísk stjórnvöld að undanförnu um
flutning dæmdra fanga til afplánunar í föð-
urlandinu. Ástæða þessa er afplánun þriggja
Íslendinga í fangelsum í Brasilíu. Vitað er að
aðstæður þeirra og aðbúnaður er mismunandi,
að sögn Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra,
sem segir það hvatann að viðræðunum, en
samningur sé ekki frágenginn.
„Hingað til höfum við ekki neitað föng-
um um að koma heim til afplánunar,“ greinir
ráðherra frá. „Hins vegar er málum þannig
háttað að hér er plássleysi í fangelsum. Við veltum
fyrir okkur við hvað við ættum að styðjast þegar við
færum að taka afstöðu til beiðna um að vinna
að því að fá fanga heim.“
Ragna kveðst hafa lagt málið fyrir ríkis-
stjórn, sem hefði samþykkt tillögu sína
þess efnis að meginreglan væri sú að menn
afpláni þar sem þeir eru dæmdir.
„Hins vegar verður tekið tillit til aðstæðna
hverju sinni, og mæli þær eindregið með
því að íslenskir fangar komi heim þá beiti
íslensk yfirvöld sér fyrir því.“
Ragna segir að íslensk yfirvöld muni nú
leita eftir staðfestingu á aðbúnaði íslensku
fanganna og að því loknu verði tekin ákvörðun um
hvernig með málið skuli fara. - jss
RAGNA
ÁRNADÓTTIR
Íslensk stjórnvöld í viðræðum við Brasilíu um flutning fanga:
Fangar við slæman aðbúnað
afpláni refsingu sína heima