Fréttablaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 12
12 13. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR DÓMSMÁL Lögmaður um sjötugt, Páll Skúlason, hefur verið dæmd- ur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundna, fyrir umboðssvik. Páll seldi sumarbú- stað sem var í eigu annarrar mann- eskju og hirti ágóðann sjálfur. Forsaga málsins er sú að árið 1988 seldi Páll hjónum sumarbú- stað á 300 þúsund krónur. Eigenda- skiptin voru tilkynnt Fasteigna- mati ríkisins og síðan hafa hjónin, og konan ein eftir andlát mannsins, greitt öll opinber gjöld af lóðinni. Hins vegar láðist hjónunum að þinglýsa kaupsamningnum. Þegar kaupverðið hafði ekki verið að fullu greitt nær tuttugu árum síðar ákvað Páll að nýta sér þá staðreynd og selja bústaðinn aftur. Hann segist hafa litið svo á að ekki hafi verið staðið við kaupsamning- inn og að hann væri því fyrndur. Úr því að honum hafði aldrei verið þinglýst gat hann enn fremur þóst eiga eignina enn og þannig selt hana. Dómurinn kemst að því að engu máli skipti hvort kaupverðið var að fullu greitt eða ekki. Við kaup- samningsgerð hafi hjónin öðlast eignarétt á húsinu, og Páli hafi þá borið að nýta sér vanefndarúrræði til að rifta samningnum eða krefj- ast efnda væri hann óánægður. Það hafi hann ekki gert. Hann hafi misnotað aðstöðu sína og valdið konunni umtalsverðu fjárhagstjóni. - sh Lögmaður dæmdur fyrir að selja sumarbústað sem hann átti ekki: Í fangelsi fyrir umboðssvik SUMARBÚSTAÐUR Maðurinn hefur í tvígang selt sama sumarbústaðinn. Myndin er úr safni. EFNAHAGSMÁL Skattahækkanir ríkisstjórnarinnar og aðstæð- ur hér nú eru frábær efniviður fyrir djúpa og langvinna kreppu. Þetta er mat Ragnars Árnason- ar, prófessors við hagfræði- deild Háskóla Íslands. Ragnar benti á það í erindi sem hann hélt á þéttsetnum skattadegi á vegum Deloitte í gær, að þjóð- in stæði nú frammi fyrir dýpstu kreppu sem sést hafi hér frá stofnun lýðveld- isins, ef ekki frá byrjun síðustu aldar. Reikna megi með að sam- anlagður eignabruni þjóðarinnar á fasteigna- og hlutabréfamarkaði frá miðju ári 2007, þegar Úrvals- vísitala Kauphallarinnar náði hámarki, nemi á milli þrjú til fimm þúsund milljörðum króna, sem jafngildi tveimur til þrem- ur vergum landsframleiðslum. Á sama tíma glími þjóðin við meiri erlendar skuldaklyfjar en nokkru sinni. Ragnar sagði erfitt að komast upp úr þessum aðstæðum, í raun standi flestar aðgerðir stjórn- valda í vegi fyrir því. „Ef við sökkvum niður í kreppuna verð- ur æ erfiðara fyrir ríkið að afla tekna á komandi árum,“ sagði hann og lagði áherslu á að við þær aðstæður væri talsverð áhætta á greiðsluþroti ríkisins. Ragnar sagði einu sjáanlegu leiðina út úr vandanum að búa í haginn fyrir hagvöxt. Efla verði fjárfestingu í fjármunum sem muni skapa framleiðslugetu í framtíðinni og gera vinnu ábata- samari svo fólk leiti ekki í svarta atvinnustarfsemi. Ekki megi horfa til næstu fjögurra ára held- ur þrjátíu. Þetta megi ýmist gera með því að lækka skatta eða halda þeim óbreyttum frá því sem áður var og bæta rekstrarumhverf- ið svo fjárfestar sjái hag í því að færa fé í rekstur hér. „Lægri skattar ýta undir atvinnuþátttöku og hagvöxt. Þetta er klassískt ráð gegn kreppu og menn deila ekki um það,“ sagði Ragnar og bætti við að ofan á þetta verði að draga úr útgjöldum ríkissjóðs. „Þetta á við um velferðarkerfið. Við höfum ekki efni á að reka það af svipuð- um gæðum og á hinum Norður- löndunum. Það er að drepa okkur. Við verðum að skera það niður á eins mannúðlegan og hagkvæm- an hátt og við getum,“ sagði hann. jonab@frettabladid.is FRÁ SKATTADEGINUM Uppselt var á skattadag Deloitte í gær og setið í öllum sætum Grand Hótels. Þeir sem ekki fengu pláss í aðalrýminu gátu fylgst með ræðumönnum af skjávarpa í öðrum sal. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Höfum ekki efni á að reka norrænt velferðarkerfi Hagvöxtur er eina leiðin til að koma landinu úr kreppunni. Því er mikilvægt að halda sköttum lágum og lækka ríkisútgjöld. Dýpki kreppan aukast líkur á greiðsluþroti ríkisins, að mati háskólaprófessors. RAGNAR ÁRNASON VIÐSKIPTI Enginn áhugi er fyrir því á meðal umsvifamestu far- símafyrirtækja Póllands að kaupa farsímafyrirtækið P4 yrði það boðið falt á árinu. Þetta kom fram í gær í fréttabréfi Wireless Federation, alþjóðlegum samtök- um fyrirtækja í þráðlausum sam- skiptum. Novator, félag að mestu í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, á rétt tæpan helmingshlut í P4, sem er fjórða umsvifamesta far- símafyrirtæki Póllands. Í fréttabréfinu kemur fram að samkvæmt kaupréttarákvæðum stjórnenda P4 verði söluréttir ekki virkir fyrr en við sölu fyr- irtækisins, sem miðað er við að gangi í gegn á þessu ári. - jab Stefnt að sölu P4 á árinu: Enginn vill fyr- irtæki Björgólfs BJÖRGÓLFUR THOR Stærstu farsímafyrir- tæki Póllands hafa ekki sýnt þann áhuga á fyrirtæki Björgólfs Thors sem vænst var. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SKÓLAMÁL „Þessi breyting felur í sér mjög íþyngjandi skyldur fyrir þau sveitarfélög sem veita þessa þjónustu og telur nefndin að hagsmunir fósturbarna hafi ekki verið hafðir að leiðarljósi,“ segir fræðslunefnd Borgarbyggð- ar um þann úrskurð mennta- málaráðuneytisins að viðtöku- sveitarfélög eigi að greiða allan hefðbundinn kostnað af skóla- göngu fósturbarna sem þar dvelja tímabundið. „Breytingin fer gegn þeirri meginreglu að sveitarfélögum er ekki skylt að veita íbúum annarra sveitarfélaga þjónustu að kostn- aðarlausu,“ segir nefndin. - gar Fræðsluráð Borgarbyggðar: Vilja ekki borga fyrir fósturbörn SUNDSPRETTUR Í FROSTI Hópur fólks skrapp nýverið í hið árlega áramóta- sund í vatninu Halensee í austanverðu Þýskalandi, en ekki var synt lengi því frost var úti. Þessi mætti í gervi sjávar- guðsins Neptúnusar, með þrífork og kórónu. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.