Fréttablaðið - 13.01.2010, Page 14

Fréttablaðið - 13.01.2010, Page 14
14 13. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Í sínum stjórnmálafræðum hafa Frakkar hugtak sem ekki er laust við að hljómi líkt og mót- sögn, og þó reynist það oft nota- drjúgt til að varpa ljósi inn í myrkrið þar sem þjóðmálaskúm- arnir eru á flögri. Þetta hugtak er á frönsku „politique du pire“, og þýðir það eitthvað í áttina við „pól- itík á versta kanti“ eða „stjórn- málastefna norður og niður“, en ég held þó að íslenskan hafi í rauninni ekkert nothæft orð yfir það. En í stuttu máli táknar þetta hugtak þá stefnu í stjórnmálum að róa að því öllum árum að allt fari á versta veg, stuðla ekki að því að leysa þau vandamál sem kunna að vera fyrir hendi, heldur reyna þvert á móti að koma í veg fyrir að nokk- ur lausn finnist, hindra menn í að ráða bót á ástandinu, magna sem mest upp vandamálin og gera þau óleysanleg. Stefnu af þessu tagi eiga stjórnmálamenn til að taka upp þegar þeir húka valdalausir í stjórnarandstöðu, eða kannske þegar staða þeirra er á einhvern annan hátt tæp, og með því að fylgja henni sem fastast hyggjast þeir höndla það sem þeim er kær- ast, Völdin. Í sögu 20. aldar þekkja Frakkar nokkuð skýrt dæmi um stefnu af þessu tagi. Þegar de Gaulle sagði af sér í fússi rétt eftir heimsstyrj- öldina síðari eftir stutta setu í embætti forsætisráðherra, bjóst hann við því í fyrstu umferð að landar hans myndu grátbæna hann um að koma aftur, en þegar það gerðist ekki, og þeir létu afsögn hans sér í léttu rúmi liggja, fór hann að velta fyrir sér leiðum til að komast aftur til valda. „Og þær fann hinn demóníski hugur hans“ eins og einhver sagði síðar, hann sá sem sé að nýlenduvandamálið myndi verða sá stökkpallur sem hann gæti notað til að hoppa upp í valdastólinn. Fljótlega eftir að heimsstyrj- öldinni var lokið fór nefnilega að draga til mikilla tíðinda í þeim nýlendum sem Frakkar áttu í fjar- lægum heimsálfum, nýlenduþjóð- irnar tóku að rísa upp og krefjast sjálfstæðis, víða urðu óeirðir og blóðsúthellingar, svo kom til styrj- aldar í franska Indókína sem var Frökkum bæði erfið og kostnað- arsöm og eftir það hófst enn verri styrjöld í Alsír. Nú mátti ljóst vera, að þetta vandamál þyrfti að leysa á skjótan og róttækan hátt, það var ekki hægt að hunsa með öllu kröfur nýlenduþjóðanna, og styrjaldirnar voru of þungur baggi og kannske óvinnanlegar. En við ramman reip var að draga, fjöldi Frakka vildi enn lemja hausnum við steininn og halda í nýlenduveldið óbreytt, og á það lag gekk nú de Gaulle. Hann lét fylgismenn sína berjast með kjafti og klóm gegn öllu því sem gæti stuðlað að einhverri lausn á vand- anum. Grundvallarstefna hans var sú að væna valdhafa landsins um linkind, undanlátssemi ef ekki helber svik í nýlendumálunum, vegna eymdar og dugleysis eða jafnvel þjónkunar við einhverja annarlega hagsmuni væru þeir að glutra nýlenduveldinu úr hendi sér og gera Frakkland að engu, að smáríki sem ekki skipti leng- ur neinu máli í veröldinni. Hann gat þá stutt sig við þá algengu hugar óra herforingja að sigurinn í stríðinu sé alveg á næsta leiti, það þurfi aðeins nokkra hermenn til viðbótar og meiri og betri vopn, og þá sé björninn unninn. Og hann gat einnig stutt sig við þá Frakka sem voru reiðubúnir til að trúa herforingjunum og taka undir gagnrýni hans á valdhöfunum: hvað svo sem þeir gerðu var það aldrei nóg. Að lokum var ástandið komið í óleysanlegan hnút, agalaus- ir herforingjar gerðu uppreisn í Algeirsborg, og lafhræddir stjórnmálamenn afhentu de Gaulle völdin á silfurfati. Hann var búinn að ná markmiði sínu. En þá var hann kominn í þá lítt öfundsverðu stöðu að þurfa að gera það sem hann hafði ásak- að aðra um að geta ekki gert, og það var honum að sjálfsögðu ofviða. Hann varð að beygja sig fyrir veruleikanum, gefa Alsír- búum sjálfstæði, svo og öllum þeim nýlendum sem þá voru eftir. Það kostaði mikil átök, því ýmsir þeir sem áður höfðu trúað á de Gaulle snerust nú gegn honum, stundum með bombum og byssu- hólkum, en í Alsír brást flótti í menn af frönskum uppruna og fór allur þorri þeirra til Frakk- lands. Og því geta menn spurt sig hvort ekki hefði mátt leysa þetta vandamál á auðveldari hátt, og með minni skaða, með því að meta ástandið af skynsemi, sýna sveigjanleika í stað þess að for- herðast og umfram allt með því að segja almenningi sannleikann. En þá hefði de Gaulle ekki komist til valda. Fleiri dæmi mætti nefna, og kannske veltir einhver því fyrir sér hvort þessi útbreidda stjórn- arstefna norður og niður sé ekki kennd í einhverjum stjórnmála- skólum. En þess þarf ekki, hún er sennilega í pólitísku genunum. Líka á Íslandi. Norður og niður EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Pólitík á versta kanti UMRÆÐAN Jón Gunnarsson skrifar um atvinnu- mál Í þættinum Á Sprengisandi á sunnudag staðfesti iðnaðarráðherra, Katrín Júlíus- dóttir, að flótti væri brostinn í þá erlendu aðila sem iðnaðarráðuneytið hefur rætt við um fjárfestingu í íslensku atvinnulífi. Hún hefur á liðnum mánuðum gumað af því í umræðum á Alþingi að horfur væru bjartar í íslensku atvinnulífi og árangur af vinnu ráðuneytis- ins væri handan við hornið. Þessa stöðu skýrir ráðherrann með þeirri óvissu sem Icesave-málið veldur í íslensku efnahagslífi. Sú afstaða ber vott um grunnhyggni. Það er alvar- legt ef ráðherra gerir sér ekki grein fyrir því að ástæðan liggur í þeim skilaboðum sem ríkisstjórnin sendir atvinnulífinu og þeim aðilum sem hafa litið á Ísland sem mögulegan stað fyrir atvinnustarfsemi sína. Á þetta hefur ítrekað verið bent undanfarna mánuði og virðist ráðherrann ekki hafa skilið alvar- leika málsins. Þannig hafa ráðherrar ríkisstjórnar- innar verið iðnir við að leggja stein í götu orkufreks iðnaðar og er þar skemmst að minnast ákvarðana umhverfisráðherra vegna álvers á Bakka og lagn- ingar suðurlínu vegna álvers í Helguvík. Þá voru samfylkingarmenn í Hafnarfirði í for- ystu fyrir því að stöðva stækkun álversins í Straumsvík. Nýjasta útspil ríkisstjórnarinn- ar í skattamálum, þar sem sérstök áhersla er lögð á aukna skatta á atvinnulíf, er senni- lega alvarlegasta aðförin að eflingu atvinnu- lífs sem hún hefur gert fram að þessu. Forskot okkar hefur m.a. legið í traustri stjórnsýslu og þjóðfélagsgerð. Aðgerðir stjórnvalda virðast miða að því að eyði- leggja þann góða árangur sem náðst hefur. Yfirlýs- ing iðnaðarráðherra sýnir að Ísland er ekki lengur sá áhugaverði valkostur til uppbyggingar atvinnu- starfsemi sem áður var. Icesave-málið er eitt það alvarlegasta sem við höfum staðið frammi fyrir sem þjóð. En þessar frétt- ir iðnaðarráðherra staðfesta að atvinnustefna stjórn- valda hefur beðið hnekki. Það er eitthvað sem við megum ekki við og ef það er staðreynd að stjórnvöld gera sér ekki grein fyrir hvað veldur, verður skaðinn enn meiri en orðinn er. Í málefnum atvinnulífsins sem og í Icesave-málinu verður þessi ríkisstjórn að gera sér grein fyrir fyrirsjáanlegu skipbroti sínu og leiðrétta kúrsinn ef ekki á að fara enn verr. Höfundur er alþingismaður. Yfirlýsing iðnaðarráðherra JÓN GUNNARSSON Vatnið og lækurinn Stundum er sagt að fjölmiðlafólk sé sjálfhverft. Það sama er stundum hermt upp á stjórnmálamenn. En hvað skyldi gerast þegar stjórnmála- maður stýrir sjónvarpsþætti? Á sjón- varpstöðinni ÍNN stýra nokkrir stjórn- málamenn eigin sjónvarpsþætti, til dæmis Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, umsjónarmaður þáttarins Birkir Jón. Í Birki Jóni fjallar Birkir Jón um „það sem er efst á döfinni í stjórnmálum líðandi stundar“. Birkir Jón reið á vaðið á nýju ári á fimmtudaginn var. Og hver var þá mættur til að greina atburði líðandi stundar? Jú, Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Fram- sóknarflokksins. Hví að sækja vatnið yfir lækinn? Ekki vanþörf á Að sjálfsögðu bar Icesave-málið á góma í spjalli Birkis Jóns og Gunnars Braga. Ekki er vanþörf á því að Gunnar Bragi fái tækifæri til að reifa sjónarmið sín í því máli á opinberum vettvangi. Í byrjun desember var sagt frá því í fréttum að hann hafði ekki farið nema 229 sinnum í ræðustól í umræðunni um Icesave og talað í tæpar níu klukkustundir, lengst allra þingmanna. Vinalegur Einar Einar K. Guðfinnsson alþingismaður skrifaði grein í Fréttablaðið á dögun- um þar sem hann boðaði samstöðu. Henni væri ekki hægt að ná nema ríkisstjórnin hætti „að beina spjótum sínum inn á við. Henni ber að sameina en sundra ekki. Þarna hefur hún hins vegar brugðist veigamesta hlutverki sínu“ skrifaði Einar og bætti við að forsenda sátta væri sú „að ríkisstjórnin láti af þeim óvana sínum að efna sífellt til pólitísks innanlandsófriðar“. Einar K. teygði sáttahönd sína enn lengra í gær í pistli á AMX. Þar sagði hann stjórnar- liða taka gagnrýni á Icesave með blöndu forherðingar, ósvífni og óöryggis. „Það er ekki gott veganesti í stjórnmálaumræðu,“ skrifaði Einar. Annað en sá útbreiddi sáttafaðmur sem pistlar hans eru. bergsteinn@frettabladid.is lyf? Kynntu þér þinn rétt á lfi.is Þarft þú að nota lyf að staðaldri? Frumtök • Hjartaheill • Beinvernd • Lyfjafræðingafélag Íslands v U mræður og orðaskak um Icesave-samninginn, og allar þær vendingar sem það mál hefur tekið, gefa tilefni til vangaveltna um það plan sem samfélags- umræða á Íslandi er tíðum á. Opin ummælakerfi á Netinu hafa verið veita fyrir gífuryrði, persónulegar meiðingar og jafnvel hótanir. Þetta fer að miklu leyti fram í skjóli nafnleyndar en þó ekki eingöngu. Velta má fyrir sér hvort nafnlaus fúkyrðaflaumur hafi smám saman flutt til velsæmismörk í umræðunni og orðanotkun sem engum kom til hugar að beita á almennum og opnum vettvangi hafi smám saman orðið ásættanleg og jafnvel brúkleg undir nafni, í það minnsta ef notandinn situr einn fyrir framan skjá sinn. Það hefur löngum verið talið til dyggða að vera orðvar og sann- gjarn í umræðu. Vissulega fylgja margir þeirri ágætu hefð. Þó er sýnt að gífuryrði setja sífellt meiri svip á þjóðfélagsumræðuna ekki bara á Netinu heldur hvarvetna sem slík umræða fer fram, jafnvel í þingsölum. Auk stóryrða vill það einkenna umræðuna að snúa skoðunum fólks upp á lyndiseinkunn. Þeir sem eru á öndverðum meiði við mælandann, eða þann sem á lyklaborðið styður, fá yfir sig fúk- yrðagusuna og stimpla um laklegt vitsmunastig, ásamt fullyrð- ingum um illan ásetning sem viðkomandi er talinn afhjúpa með skoðunum sínum. Þarna er engu til sparað og notuð orð eins og landráðamaður og þjóðníðingur. Umræðukerfið á Netinu ætti að geta verið frjór vettvangur skoðanaskipta og dæmi eru um að slíkt sé raunin. Algengara er því miður að umræðukerfið sé veita sem notuð er til að fá útrás fyrir reiði, útrás sem betur væri fengin eftir öðrum leiðum. Það er eðlilegt að umrót undanfarinna mánaða kalli á snörp skoðanaskipti og það er heldur ekkert skrýtið að margir séu sár- reiðir yfir þeirri stöðu sem íslenskt samfélag komst í, nánast eins og hendi væri veifað, um haustið 2008. Við það breyttust einnig persónulegar aðstæður fjölmargra og sú framtíðarsýn sem við þeim blasti. Slíkar aðstæður koma róti á tilfinningalífið. Jafnmikilvægt er þó að skoðanaskipti séu málefnaleg og falli ekki á það plan að verða persónulegt skítkast. Á slíkri umræðu verður ekki reist nýtt og betra samfélag. Það er vænlegra til árangurs að færa málefnaleg rök fyrir skoðunum sínum, hlusta á rök þeirra sem eru á annarri skoðun, krefja þá um haldbetri rök ef manni sýnist svo og vera sjálfur tilbúinn til að útskýra mál sitt betur. Hitt, að ætla að þeim sem eru annarrar skoðunar en maður sjálfur gangi illt til eða að skoðun þeirra byggi á vitsmunaskorti, er meiðandi fyrir alla sem að koma og laklegt byggingarefni fyrir betra samfélag, auk þess að vera einstaklega óskemmti- legt. Hvöss og gagnrýnin samfélagsumræða er svo sannarlega mikilvæg, ekki síst í því umróti sem nú ríkir. Slík umræða fer á engan hátt saman um orðljóta umræðu og persónulegt níð. Stóryrt og persónugerð umræða: Fúkyrðaflaumur og níð STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.