Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.01.2010, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 13.01.2010, Qupperneq 22
BAKÞANKAR Kolbeins Óttarssonar Proppé 18 13. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Nýir skór. Ný jakkaföt. Fokdýrt hvítvín handa öllum. Og samt fer ég einn heim í kvöld. Samt, flottar græjur! Hmm... nærbuxur sem liggja á gólfinu. Hreinar eða skí- tugar? Hreinar eða skí- tugar? Hreinar eða skítugar? Ég hef sál áhættufíkils en ekki snefil af innsæi. Pabbi, hefurðu séð stærð- fræðibók Hannesar? Já, hún er frá- bær! Hann virðist skilja undirstöðuat- riðin miklu betur en Solla gerði á sama tíma. Ég heyrði að barnaskóla- stærðfræðin væri auðveldari um þessar mundir. Og það er byrjað á ný. Aftur hefur verið tekinn snúningur á Icesave og í hugum margra virðumst við vera komin á byrjunarreit. Nú á víst ekki að borga neitt, eða hvað? Samstaða sem fyrir nokkr- um dögum virtist vera fyrir hendi um eitthvert lágmark er horfin út í veður og vind. Þeir sem þráðu ekkert heitar – fyrir hönd lýðræðisins og íslensku þjóðarinnar, fráleitt sína eigin – en að þjóðin fengi að greiða atkvæði, sjá nú á því alla meinbugi. Og þeir sem einu sinni töldu bestu mögu- legu samningum náð telja að nú, einmitt nú, sé bestu mögulegu samningum náð. Og skynsemin liggur í valnum. HÆTTU, hættu áður að hálsi þér sjálf- um verði snaran snúin. Svo orti Jónas í kvæði sínu um galdraveiðina og þrúðga þrætudrauginn og svo var mælt í Lukku-Láka þegar orðgnóttin var orðin einum um of. Hættu, hættu. EFTIR maraþonumræður á Alþingi, eftir ótal viðtöl, eftir mýmargar greinar, eftir fjölda frétta, eftir gnótt fréttaskýr- inga, eftir útskýringar á útskýring- ar ofan, þá stöndum við … tja, hvar? Hvar er Icesave-málið statt í dag? Hvort er það að fara í þjóðarat- kvæðagreiðslu eða ekki? Og um hvað á þá að kjósa? Eða er loksins að nást pólitísk samstaða um … hvað? Lág- markstrygginguna? Að borga ekki neitt? RÉTT upp hönd sem halda að í þjóðarat- kvæðagreiðslu verði kosið um hvort borga eigi Icesave eða ekki? Neibbs, óekki. Um þetta verður kosið: „Lög nr. 1/2010 kveða á um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Trygg- ingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Alþingi sam- þykkti lög nr. 1/2010 en forseti synjaði þeim staðfestingar. Eiga lög nr. 1/2010 að halda gildi?“ Einfalt og öruggt. EN hvað ef lögin halda gildi? Hvað borg- um við þá og hvenær? Hverjum? En ef þau verða felld úr gildi? Eru þá gömlu lögin í gildi? En ríkisábyrgð þeirra tekur ekki gildi nema Bretar og Hollendingar sam- þykki fyrirvarana. Og þeir eru búnir að hafna þeim. Hvaða lög gilda þá? Þarf þá að skipa nefnd? Eða förum við þá að borga samkvæmt gömlu lögunum? Borgum við alltaf? Um það verður í það minnsta ekki kosið. UMRÆÐAN um Icesave hefur verið löng, flókin og leiðinleg. Það síðastnefnda skipt- ir sosum engu; þetta er mál sem verður að leysa og skemmtanagildi þess skipt- ir litlu. En stundum hvarflar að manni að kannski hafi tíminn og tækifærin til að leysa málin ekki verið nýtt. Frekar hafi menn þrúðgað þrætudrauginn í eiginhags- munaskyni. Þrúðgur þrætudraugur ENDUR- ÓMUN Miðasala er í síma 568 8000 og á borgarleikhus.is Viðvörun: Flogaveiku fólki er ráðlagt frá því að sjá sýninguna vegna notkunar blikkljósa (strobe) í sýningunni sem þekkt er að geti framkallað flog eða aðra vanlíðan hjá flogaveikum. Rómað útskriftarverk Leifs Þórs Þorvaldssonar úr Fræði og fram- kvæmd vorið 2009 nú á Litla sviðinu. Aðeins tvær sýningar – 13. og 14. janúar Endurómun er hrein skynupplifun sem tekst að bjaga og teygja á skynfærum áhorfandans um leið og sýningin veitir okkur innsýn í nýjustu kenningar um mannsheilann.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.