Fréttablaðið - 13.01.2010, Síða 26
22 13. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
Hornamaðurinn knái, Þórir Ólafsson, varð fyrir miklu áfalli
á æfingu í gærmorgun. Þá tóku sig upp hjá honum meiðsli
í kálfa sem hann hélt hann væri laus við. Meiðslin eru það
alvarleg að Þórir mun þurfa að fylgjast með mótinu úr
sófanum.
„Þetta er alveg hrikalega svekkjandi. Það er ekki
hægt að neita því. Ég hef farið varlega í sakirnar og
taldi mig vera orðinn góðan af meiðslunum. Það
reyndist því miður ekki vera þannig,“ sagði Þórir,
vitanlega súr og svekktur. Hann hafði verið að æfa
með Haukum um síðustu helgi án þess að kenna
sér meins.
„Ég lendi í smá samstuði og þá kemur einhver
stingur í þetta. Það er einhver blæðing í kálfanum
og málið nógu alvarlegt til þess að ég missi lík-
lega af EM,“ sagði Þórir sem meiddist uppruna-
lega á kálfanum í leik í Þýskalandi 8. febrúar.
„Ég var orðinn 90-95 prósent góður og afar
bjartsýnn að ná mótinu. Ég verð væntanlega ekk-
ert sérstaklega lengi frá og við sjáum eftir nokkra daga hvern-
ig þetta verður. Ég mun hugsanlega vera áfram í meðferð hér
heima enda fæ ég betri meðferð hér heldur en ytra,“ sagði
Þórir sem stefnir á að horfa á mótið á Íslandi í stað þess að
fara út og horfa á ofan úr stúkunni.
„Ég er búinn að stefna að þessu móti mjög lengi.
Það verður erfitt að kveikja á sjónvarpinu og horfa
á frekar en að vera á vellinum að spila. Það verður
alveg djöfullegt,“ sagði Þórir sem lék einstaklega
vel fyrir liðið í undankeppni EM og hefði klár-
lega verið í nokkuð stóru hlutverki í Austurríki.
„Ég fann það frá þjálfaranum að hann bar
traust til mín. Ég verð bara að stefna á HM í
Svíþjóð að ári. Það er ekkert annað að gera. Ég
neita því samt ekki að það hefði verið rosalega
gaman að vera með í Austurríki,“ sagði Þórir.
Hann leikur með TuS N-Lubbecke í þýsku úrvals-
deildinni en þar hefur hann farið mikinn í vetur og
líklega aldrei verið betri en núna.
HANDKNATTLEIKSKAPPINN ÞÓRIR ÓLAFSSON: MISSIR AF EM Í AUSTURRÍKI VEGNA MEIÐSLA
Hélt ég væri alveg laus við þessi meiðsli
HANDBOLTI Það verður fjör í Höll-
inni í kvöld þegar Ísland mætir
Portúgal í eina æfingalandsleik
liðsins á Íslandi fyrir Evrópumót-
ið sem hefst í Austurríki eftir rétt
tæpa viku. Ísland vann tvo sigra
í Þýskalandi um helgina og tekur
síðan þátt í hraðmóti í Frakklandi
um næstu helgi.
„Það hefur gefið okkur mikið að
spila þessa leiki. Það hefur mynd-
ast ótrúleg stemning í Höllinni og
í síðasta leik á móti Makedóníu
var stemningin ólýsanleg,“ segir
Guðmundur Guðmundsson lands-
liðsþjálfari og vísar þá í 34-26
sigur síðasta sumar sem tryggði
liðinu farseðilinn til Austurríkis.
Leikurinn á móti Portúgal hefst
klukkan 20.15 í Laugardalshöll-
inni í kvöld.
„Það gefur okkur svakalega
mikið og þess vegna væri frábært
að fylla höllina og fá þessa stemn-
ingu sem hefur verið. Það myndi
gefa okkur ákveðna næringu og
þá finnum við fyrir þessum stuðn-
ingi þjóðarinnar sem við vonumst
að verði áfram eins og alltaf. Þá
fáum við hann beint í æð sem væri
stórkostlegt,“ segir Guðmundur og
bætir við:
„Þetta er stórkostleg stemning
og bara upplifun þegar þetta hefur
verið best. Við stefnum á það að
gefa allt í þennan leik og spila
vel,“ segir Guðmundur.
Íslenska liðið vann Þjóðverja tví-
vegis um helgina og er greinilega
rétt gírað fyrir EM.
„Við fengum mjög gott próf á
liðið um helgina. Þetta voru mjög
erfiðir leikir sem reyndu mikið á
liðið en við fengum mjög góð svör.
Nú er bara að fá það sem upp á
vantar og það gerist í leiknum á
morgun,“ segir Guðmundur sem
segir það mikilvægt að halda lið-
inu á jörðinni. „Það þurfa allir að
gera sér grein fyrir því að þetta
voru fínir sigrar en þetta voru
bara æfingaleikir og þeir telja ekki
á EM,“ segir Guðmundur.
Logi Geirsson er tæpur fyrir
EM og það ræðst endanlega í kvöld
hvort hann fari með.
„Hann þarf að vera tilbúinn
að fara í gegnum erfitt mót og ef
ekki eru það bara aðrir sem taka
upp merkið. Hann var ekki með í
Þýskalandi og það voru aðrir menn
sem stóðu sig mjög vel þar. Svona
er þetta bara,“ segir Guðmundur
og bætir við:
„Við erum öllu vanir. Það er búið
að vera mjög erfitt eftir Ólymp-
íuleika þar sem við höfum verið
með allt frá fimm upp í níu menn
meidda. Við erum búnir að ganga
í gegnum ákveðna prófraun hvað
það varðar og það var kannski
þegar upp var staðið bara mjög
gott fyrir okkur að fá það,“ segir
Guðmundur sem tilkynnir endan-
legan hóp á morgun.
„Logi er síðasta spurningar-
merkið í þessu en síðan vel ég bara
liðið eftir leikinn. Það er ekki eftir
neinu að bíða með það,“ segir Guð-
mundur. ooj@frettabladid.is
Fáum stuðninginn beint í æð í kvöld
Strákarnir okkar kveðja þjóðina í Höllinni í kvöld þegar landsliðið mætir Portúgal fyrir framan vonandi
troðfulla höll. Guðmundur Guðmundsson landsliðþjálfari segir leik sem þennan vera næringu fyrir liðið.
BROSMILDUR Það var létt yfir Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara á blaða-
mannafundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Ef þú notar MasterCard kort frá Kreditkorti gæti barnið þitt upplifað ógleymanlega
stund. Tveir krakkar á aldrinum 7-9 ára fá að fara ásamt fylgdarmanni á leik í
Meistaradeild Evrópu í Englandi 2010 og leiða leikmann inn á völlinn.
Fjölmargir skemmtilegir aukavinningar
SKRÁÐU ÞIG TIL LEIKS Á WWW.KREDITKORT.IS
UPPLIFUN SEM ALDREI GLEYMIST
BARNIÐ ÞITT GÆTI LEITT HETJUNA SÍNA INN Á
VÖLLINN Í MEISTARADEILDINNI
Enska bikarkeppnin:
Coventry-Portsmouth 1-2 e. framlengingu
1-0 Leon Best (22.), 1-1 Stephen Wright, sjm
(90.), 1-2 Aaron Mokoena (120.)
Birmingham-Nott. Forest 1-0
1-0 Barry Ferguson (62.)
Bristol-Cardiff 1-1
Derby-Millwall 1-1 (6-4 e. vítaspyrnukeppni)
QPR-Sheff. Utd 2-3
FÓTBOLTI Fimm leikir fóru fram í
þriðju umferð ensku bikarkeppn-
innar í gær. Mesta athygli vakti
Íslendingaslagur Coventry og
Portsmouth.
Lengi vel leit út fyrir að mark
Leons Best myndi duga Coventry
til sigurs en Stephen Wright varð
fyrir því óláni að tryggja Port-
smouth framlengingu með sjálfs-
marki.
Það var síðan í uppbótartíma
framlengingar sem Aaron Moko-
ena tryggði Portsmouth sigurinn.
- hbg
Enski bikarinn:
Portsmouth
skreið áfram
MARKI FAGNAÐ Leikmenn Coventry
fagna marki Leons Best í gær.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
> Valsstúlkur unnu toppslaginn
Það var sannkallaður stórleikur í N1-deild kvenna í gær
þegar Fram tók á móti Val. Valsstúlkur
voru sterkari í leiknum og unnu
þriggja marka sigur, 25-22. Valur
náði um leið þriggja stiga forskoti á
toppi deildarinnar en stúlkurnar hafa
ekki tapað leik í vetur. Ágústa Edda
Björnsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir
voru atkvæðamestar í liði Vals með 5 mörk.
Stella Sigurðardóttir og Karen Knútsdóttir
skoruðu síðan báðar 6 mörk fyrir Framstúlk-
ur.