Samtíðin - 01.04.1941, Blaðsíða 35
31
SAMTÍÐIN
■•lllt VITRU
'.... ......... ......SÖGÐU:
Þrátt fyrir ríflegan heimanmund
°g litdýrð íslenzkrar orðlistar þarf
skáldið að bera glögg kennsl á bók-
menntir umheimsins og fylgjast vel
ttieð öllum nýjungum erlendra starfs-
bræðra. Þáð þarf að kneyfa af
oienntabrunnum fjarskyldra þjóða
°g dvelja meðal þeirra, til þess að
í*ra að skilja sitt eigið Iand og sína
eigin þjóð. Að öðrum kosti á það á
hættu að forpokast í hrokafullri ein-
angrun, þar sem þvermóðskuleg fá-
iræði er uppistaðan og aumkunar-
Verð sjálfsblekking ívafið. — Ólafur
Jóh. Sigurðsson.
Hithöfundurinn að eðlisfari er sá
maður, sem getur sagt með Esaias
Tegnér, að hann hafi „eiginlega að-
eins lifað, meðan hann var að yrkja“
eða skrifa. Slíkum mönnum er lífið
1 raun réttri of ófullkomið til þess að
Ur>a við það, jafnvel stundum nokk-
Urs konar skuggatilvera. í ímyndun
sinni skapa þeir sér nýjan himin og
nýja jörð, þar sem þeir eru konung-
ar í ríki sínu og þykir gott að vera.
~~ Sigurður Nordal.
Þýðing myndlistarinnar er stöðugt
að aukast og það mikið á kostnað
bin.s prentaða máls. Myndavélin hæf-
lr betur en penninn vélamennningu
tuttugustu aldarinnar. Það má deila
Ulri það, hversu æskileg þessi þróun
Cr- ■— Sigurður Þórarinsson.
Ellin framkvæmir það, sem æsk-
Una dreymdi um; það sjáum við á
Swift. Hann reisti í æsku vitfirringa-
bfeli cg settist þar að í elli sinni. —
Sören Kierkegaard.
Nýjar bækur
Ólafur Jóh. Sigurðsson: Liggur veg-
urinn þangað? (Skáldsaga). Verð
ób. kr. 8.00, íb. kr. 11.00.
Tómas Guðmundsson: Stjörnur
vorsins (ljóðabók). 94 bls. Verð
óárituð kr. 14.00, árituð kr. 20.00.
Steinn Steinarr: Spor í sandi (ljóða-
bók) 89 bls. Verð ób. kr. 8.00, árit-
uð kr. 12.00.
Johanne Grieg Cederblad: Ævintýri
Péturs og Grétu (Barnasaga). Sig-
urður Skúlason íslenzkaði. 86 bls.
Verð ób. kr. 2.50, ib. kr. 3.95.
Orð í tíma töluð (skopsögur o.þ.li.).
Verð ób. kr. 6.50.
Þingvellir í niyndum. Verð kr. 6.00.
Ljóti andarunginn eft'rr H. C. An-
dersen með litmvndum eftir Walt
Disney. Verð ób. kr. 3.00.
Ólafur Briem: Norræn goðafræði
(Tilvalin kennslubók, ágætlega rit-
uð og mjög fróðleg). 126 bls. Verð
íb. kr. 8,00.
Ólafur Lárusson: Landnám i Skaga-
firði (Skagfirzk fræði II.). Þetta
er ýtarlegt rit, þar sem mikill fróð-
leikur befur verið dreginn saman).
167 bls. Verð ób. kr. 5,00.
1TT¥EGCM
allar fáanlegar bækur, erlendar og
innlendar, og sendum þær gegn
póstkröfu um land allt.
Finnur Einorsson
Bókaverzlun, Austurstrœti i.
Reykjavík.