Samtíðin - 01.12.1951, Síða 34

Samtíðin - 01.12.1951, Síða 34
28 SAMTÍÐIN Wýjar (jaHAkat bœkur GYLDENDAL í Khöfn hefur sent „Samtíðinni“ þessar bækur: Hans Hartvig Seedorf Pedersen: Svanerne fra norden. Þetta er ný útgáfa af hinu virðulega, táknræna svanakvæði, sem skáldið orti til Norðurlandanna fimm 1. júní 1936 og fyrst birtist á hátíðisdegi Nor- rænu félaganna 27. okt. það ár. Skáldið skynjar Norðurlöndin i líki frjálsra svana. Kvæði þetta hefur orðið vinsælt um Norðurlönd. enda vel fallið til að glæða samnorræna kennd frændþjóðanna þar. Ernst Hansen hefur skreytt útgáfu þessa smekklegum myndum. Ób. d. kr. 4.75. Bjarni M. Gíslason: Stene pá stranden. Það er ávallt nokkur við- burður, er við fréttum til nýrrar hókar eftir íslending á erlendu máli. Bjarni M. Gislason, sem dvalizt lief- ur í Danmörku árum saman, hefur reynzt mikilvirkur við að kynna land sitt og þjóð þar, bæði í ræðu og riti. Hér er um að ræða ljóða- kver í 4 deildum eftir efni með sam- tals 18 kvæðum. Hugðnæmust eru þau kvæði, sem túlka náttúru ís- lands, og finnst mér kvæðið T<f> (Þeyr) einna veigamest. Höfundur- inn hefur náð býsna öruggum tök- um á dönsku máli. 52 bls., ób. d. kr. 7.75 Leitið upplýsinga um vátryggingu hjá Nordisk Brandforsikríng A/S. Aðalumboð á íslandi, Vesturgötu 7. Reykjavík. Sími 3569. Pósthólf 1013. Efnalaug Vesturbæjar h.f. Vesturgötu 53. — Sími 81353. Kemisk fatahreinsun og pressun Aðeins fullkomnasta hreinsunar- efni er notað, sem hvorki breytir lit eða lagi fatnaðarins. Sendum gegn póstkröfu um allt land. Sameinaða gufuskipafélagið Hagkvæmar ferðir fyrir farþega og flutning allt árið, með fyrsta flokks skipum frá Kaupmanna- höfn til Reykjavíkur, og þaðan til baka. SKIPAAFGREIÐSLA JES ZIMSEN Erlendur Pétursson.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.