Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 20
 27. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR2 Land Cruiser 150 var frumsýndur á Íslandi í upphafi árs. Hér er um að ræða töluvert endurhannaðan bíl bæði að utan og innan. Ytra byrðið er allt mun straum- línulagaðra en það var á Land Cruiser 120 bílnum. Brettakant- ar eru innfelldir og ljós að framan og aftan mun töffaralegri. Að inn- anverðu má einnig sjá töluverðar breytingar. Rými fyrir farþega er meira en áður þar sem bíllinn er aðeins stærri auk þess sem sætin eru nettari og taka minna pláss. Mælaborðið hefur fengið nýtt útlit og kannski má helst hnýta í hönn- unina þar, sem er heldur kassa- laga í svo fínan bíl, en hentar jú ef til vill ágætlega jeppafólkinu sem sækir í að eiga bílinn. Land Cruiser 150 er búinn þriggja lítra túrbódísilvél sem skilar 173 hestöflum. Vélin vinn- ur vel úr aflinu og slær ekki af í bröttum brekkum. Bíllinn er búinn sítengdu fjórhjóladrifi ásamt tregð- ulæsingu og auk þess nokkrum skemmtilegum eiginleikum á borð við DAC (stjórn hraða niður brekku og HAC (aðstoð við að taka af stað í brekku). Aðrar skemmtilegar nýjungar sem má nefna eru opnanleg aftur- rúða, 220 V rafmagnsinnstunga í farangursrýminu og lykla- laus opnun og ræsihnappur auk bluethooth-möguleika. Bíllinn fæst í þremur útfærslum LX, GX og VX. Reynslueknar voru GX- og VX-gerðirnar og var nokk- ur munur á þeim. Augljósasti mun- urinn er líklega verðið. Sjálfskiptur GX kostar 10,4 milljónir og VX dís- ilútfærslan kostar 12,3 milljónir. Hægt er að fá allar gerðir 150- bílsins með sjö sætum og er frá- gangurinn í kringum aukasæt- in ein þeirra nýjunga sem hefur heppnast einstaklega vel. Nú eru aukasætin í skottinu felld niður í gólfið. Það er því aðeins hærra en venjulega en varla þannig að tekið sé eftir því. Í VX útgáfunni eru sætin reist upp og felld niður með einum rafknúnum takka. Þá er einnig auðvelt að komast að öft- ustu sætunum öfugt við marga aðra bíla. Miðjusætin eru færanleg og er einnig hægt að fella niður í gólfið þannig að geymslurýmið er næstum ótakmarkað. Í VX útgáfunni er bakkmynda- vél sem fer af stað um leið og sett er í bakkgír. Þá er einnig rafknúin KDSS-fjöðrun sem gerir akstur á holóttum vegum mun þægi- legri. Tæknin gerir það að verk- um að bensíngjöfin, bremsurnar og spólvörnin aðlagast sjálfkrafa akstursskilyrðum hverju sinn. Þá setja smáatriði eins og kælibox í miðstokki punktinn yfir i-ið í VX- útgáfunni. Á heildina litið er ekki hægt að verða fyrir vonbrigðum með Land Cruiser. Hann stendur ávallt fyrir sínu en skemmtilegt er að sjá hve mikið hefur verið lagt í að koma með nýjungar inn í þennan klassíska bíl. solveig@frettabladid.is Beðið eftir Land Cruiser Land Cruiser-jepparnir hafa notið eindæma vinsælda á Íslandi í fjöldamörg ár. Margir hafa greinilega beðið spenntir eftir hinum nýja Land Cruiser 150 enda hafa 26 bílar selst frá frumsýningu 8. janúar. Bílinn má fá sjö manna og er hægt að fella aukasætin ofan í gólfið í skottinu. Í VX- útgáfunni er það gert með rafmagnstakka. Allt innra rými hefur fengið nýtt útlit. Sautján Land Cruiser 150 seldust strax eftir frumsýningu bílsins 8. janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA REYNSLUAKSTUR TOYOTA LAND CRUISER 150 Vélastærð: Túrbódísilvél 3,0 lítra sjálfskipt. Hestöfl: 173 Eyðsla, blandaður akstur: 8,1 0-100 km/klst: 11,7 sek. Þyngd: 280-2400 Stærð farangursrýmis: 621-1151 Plús: Ljúfur í akstri, gott pláss og kraftur. Mínus: Verð sem slagar upp í íbúða- verð. Vélahljóð í dísilvél sem venst þó furðu fljótt. BLOOMBERG -fréttaveitan hefur greint frá því að General Motors muni líklega selja fyrir- tækið Saab til Spyker Cars. Smáauglýsingar Fréttablaðsins eru einnig á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.