Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 34
22 27. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is „Ég held að þetta verði stór hátíð, um- fangsmikil og víðförul, enda kemur hún til með að teygja sig út um alla borgina,“ segir Skúli Gautason sem ásamt Guðríði Ingu Ingólfsdóttur heldur utan um Barnamenningarhátíð í Reykjavík sem haldin verður dagana 19. til 25. apríl næstkomandi. Hátíðinni er ætlað að fara fram víða um borgina, ofan í sundlaugum, uppi í Esjuhlíðum, á skólalóðum, á öldum ljósvakans, á götum úti og svo mætti lengi telja. Tilgangurinn er að beina sjónum að menningu barna, menningu með börnum og menningu fyrir börn. Matarmenning og málþing, íþróttir og innivera, leiklist og listdans getur verið innifalið í því. Í raun flestir flet- ir menningar sem skýra tengingu hafa við börn og barnamenningu. Höfuðborgarstofa hefur skipulagn- ingu og kynningarmál hátíðarinnar á sinni könnu. Að sögn Skúla koma þó ýmsir aðilar að undirbúningi hennar. Hann segir hugmynd að slíkri hátíð hafa verið í gerjun í nokkur ár. „Í fyrravor stóðum við fyrir litlum við- burði til að átta okkur á hvernig land- ið liggur. Svo kom að því að við feng- um grænt ljós á að halda stóra hátíð í vor og þá var bara rekið í gír og haf- ist handa við undirbúning. Þessa dag- ana vinnum við af fullum krafti til að freista þess að gera þetta eins vel og hægt er.“ Skúli segir hugmyndina hafa fengið góðar viðtökur. „Fólk hefur tekið þessu betur en við þorðum að vona. Margir eru með eitthvað í bígerð fyrir hátíð- ina. Það er mjög áhugavert þegar svona margir leggja hönd á plóg og gera eitt- hvað skemmtilegt. Einna skemmtileg- ast er að fylgjast með samstarfi alls kyns ólíkra aðila fara í gang; leikskól- ar eru í samstarfi við íbúasamtök og eldri borgara, fyrirtæki ætla að bjóða krökkum að setja upp myndlistarsýn- ingar á göngunum hjá sér og fleira. Kannski erum við að læra um mikil- vægi samvinnu á krepputímum.“ Þema þessarar fyrstu Barnamenn- ingarhátíðar í Reykjavík er forvitni. Spurður hvernig þemað komi til með að tengjast inn í dagskrá hátíðarinn- ar segir Skúli það verða að koma í ljós. „Við vorum dálítið lengi að velja þema, því eðli góðra þema er að kveikja á góðum hugmyndum en alls ekki að þrengja að og skerða hugmyndaflugið. Forvitni er sniðugt þema sem kemur til með að birtast í ótal myndum og sérstaklega á þann hátt sem fáa órar fyrir.“ Skúli og Guðríður leita nú logandi ljósi að góðum hugmyndum sem færa mætti í framkvæmd á hátíðinni í vor. Sett hefur verið á fót Facebook-síða þar sem áhugasamir geta kastað hug- myndum á milli sín. Þeim er einnig bent á að hafa samband við Skúla og Guðríði hjá Höfuðborgarstofu. kjartan@frettabladid.is BARNAMENNINGARHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK: VERÐUR HALDIN Í APRÍL Uppákomur úti um allan bæ HÁTÍÐ Skúli og Guðríður eru á höttunum eftir góðum hugmyndum fyrir hátíðina sem haldin verður í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Elskuleg mágkona mín, Guðrún Guðmundsdóttir frá Víkingavatni, Dalbraut 16, Reykjavík, sem lést 16. janúar sl., verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 28. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jónína Sigurborg Jónasdóttir. Ástkær móðir okkar, Guðrún Erla Jónasdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Eir 13. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum öllum auðsýnda samúð og hlýhug í okkar garð. Fyrir hönd ástvina, Vilborg Baldursdóttir Jónas Baldursson Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Jóhann Vilhjálmsson prentari, Ægisíðu 78, Reykjavík, andaðist á Borgarspítalanum sunnudaginn 24. janúar. Útförin fer fram frá Neskirkju, miðvikudaginn 3. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið – endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Margrét Ólafsdóttir Vilhjálmur Svan Jóhannsson Sesselja R. Henningsdóttir Valgerður Jóhannsdóttir Jakob H. Magnússon Ólafur Jóhannsson Helga Sigurðardóttir Laufey Jóhannsdóttir Jan B. Thomsen Þráinn Jóhannsson Erna Andreassen barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur og bróðir, Jónas Helgi Ólafsson pípulagningameistari, Tjarnargötu 20, Vogum, lést af slysförum, fimmtudaginn 21. janúar. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju, föstudaginn 29. janúar kl. 13.00. Guðrún Andrea Einarsdóttir Aron Sune Jónasson Einar Óli Jónasson Stefán Ingi Jónasson Andrea Helga Ósk Jónasdóttir Valgerður Stefánsdóttir Gunnar Ásgeir Jósefsson Jósef Karl Gunnarsson Ása Guðmundardóttir Einar Finnsson Rósa Hrönn og fjölskylda. Bróðir minn og frændi okkar, Kristinn Ólafsson fyrrverandi bóndi og landpóstur Hænuvík, verður jarðsunginn frá Sauðlauksdalskirkju föstudaginn 29. janúar kl. 13.30. Dagbjörg Una Ólafsdóttir Guðjón Bjarnason og fjölskylda og önnur systrabörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. MERKISATBURÐIR 98 Trajanus verður keisari Rómar við lát Nerva. 1606 Réttarhöld yfir samsær- ismönnum í Púðursam- særinu hefjast. 1880 Thomas Alva Edison sækir um einkaleyfi fyrir raflampa. 1888 National Geographic Society stofnað í Wash- ingtonborg. 1907 Bríet Bjarnhéðinsdóttir stofnar Kvenréttindafélag Íslands. 1940 Þjóðargrafreiturinn á Þingvöllum vígður við útför Einars Benedikts- sonar. 1957 Samsýning kvenna á lista- verkum og bókum opnuð í Þjóðminjasafninu í tilefni af 50 ára afmæli Kvenrétt- indafélags Íslands. LEWIS CARROLL FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Segðu alltaf sannleikann. Hugs- aðu áður en þú talar. Skrifaðu svo niður það sem þú segir.“ Lewis Carroll (1832-1889), sem raun- verulega hét Charles Lutwidge Dodg- son, var breskur heimspeking- ur, rökfræðingur, stærðfræðingur, ljósmyndari, prestur og rithöfund- ur. Þekktastur er hann fyrir að hafa skrifað bókina Lísu í Undralandi og framhald hennar Gegnum spegilinn. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur var stofnað á þessum degi árið 1891. Upprunalega var félagið stofnað af laun- þegum og atvinnurekendum í verslunar- stétt. Það hefur hins vegar verið hreint launþegafélag frá árinu 1955. Þá var nafni félagsins breytt í VR á aðalfundi þess þann 26. apríl 2006. Tilgangur þess hefur þó haldist óbreyttur allt frá upphafi, en hann er að vinna að breyttum kjörum og auknum réttindum félagsmanna. Þess má geta að Th. Thorsteinsson var fyrsti formaður félagsins. Núverandi for- maður er Kristinn Örn Jóhannesson, sem tók við starfinu 2009. Heimild: www.vr.is. ÞETTA GERÐIST: 27. JANÚAR 1891 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur stofnað Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.