Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 40
28 27. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR sport@fretta- EM í handbolta: MILLIRIÐILL II Slóvenía-Frakkland 28-37 Þýskaland-Spánn 20-25 Pólland-Tékkland 35-34 STAÐAN: Pólland 4 3 1 0 124-115 7 Frakkland 4 3 1 0 106-94 7 Spánn 4 2 1 1 112-101 5 Slóvenía 4 0 2 2 127-138 2 Tékkland 4 1 0 3 116-127 2 Þýskaland 4 1 1 3 101-118 1 Námskeið vorið 2010 Gítarnámskeið fyrir byrjendur Allir aldurshópar / 50 mín. á viku í 12 vikur. Gítarnámskeið fyrir lengra komna Allir aldurshópar / 30 mín á viku í 12 vikur Einkatímar Þeir sem hafa verið áður hjá okkur fá kennslu við hæfi miðað við framfarir. Söngur og framkoma 14 ára og eldri / 1 klst. á viku í 10 vikur. Söngur og framkoma - framhald 14 ára og eldri / 1 klst. á viku í 10 vikur. Kennarar: Margrét Eir, Erna Hrönn og Heiða Ólafsdóttir Upptöku- og útsetninganámskeið Tónvinnslunámskeiðið hefst í febrúar. Farið verður í ProTools 101 og ProTools 110. Prufuupptökugerð (demo) í Midi-umhverfi ProTools og forritin Reason og Melodine kynnt. Upptökur á frumsömdu lagi í hljóðveri með hljóðfæraleikurum. Masterclass í hljóðblöndun í ProTools (EQ, Compressors, Reverb, Delay, Chorus, o.fl.) Tónvinnsluskólinn er aðili að frístundakortakerfi Reykjavíkurborgar Þorvaldur - VignirSponsored Digidesign School Nánari upplýsingar og skráning á slóðinni www.tonvinnsluskoli.is eða í síma 5349090 Erna Hrönn - Margrét Eir KÖRFUBOLTI Pavel Ermolinski mun spila með KR út tímabilið eftir að topplið Iceland Express-deildar- innar fékk landsliðsbakvörðinn á láni út tímabilið frá spænska liðinu Caceres. Pavel er 23 ára og 203 sm leik- stjórnandi sem mun væntanlega styrkja KR-liðið mikið. Pavel hefur ekki fengið mikið að spila með Caceres á þessu tímabili en hann hefur leikið á Spáni frá 2003. Pavel lék síðast með ÍR- ingum hér á landi en hann hóf ferillinni með Skallagrími undir stjórn föðurs síns Alexanders Ermolinski. Pavel stóð sig vel með lands- liðinu í haust en hann var þá með 5,8 stig, 6,0 fráköst og 4,8 stoð- sendingar að meðaltali á 31,0 mínútu. „Þetta styrkir KR augljóslega og hjálpar KR að vera meðal þeirra bestu. Hann er sterkur leikmaður með mikinn leikskiln- ing og mun hjálpa okkur á báðum endum vallarins,” sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfu- knattleiksdeildar KR, í viðtali við heimasíðu KR. Vesturbæjarliðið situr í efsta sæti Iceland Express-deildar karla. Ekki náðist í Pavel í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. - óój Iceland Express-deild karla: Pavel lánaður til KR-inga AFTUR Á ÍSLANDI Pavel Ermolinski. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT Guðmundur Guðmundsson segir sigurinn á Rússum í gær hafa verið afar mikilvægan því það þýði að Ísland þurfi sem fyrr ekki að stóla á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að eiga möguleika á sæti í undanúrslitunum. „Við þurfum ekki að stóla aðra heldur bara einbeita okkur að okkar leik. Það er mjög gott. Við verðum þó að gera okkur grein fyrir því að við erum að fara í svakalegan leik á fimmtudaginn. Norska liðið er með frábært lið og ég hef ekki séð þá svona góða í mörg ár. Þetta verður mjög erfitt.“ Guðmundur sagði mikla undirbúningsvinnu hafa legið að baki leiknum í gær. „Við vissum ekki á hverju við ættum að eiga von. Við vorum því búnir að undir- búa okkur mjög vel og við eyddum miklum tíma í að greina þeirra leik,“ sagði Guðmundur. Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega góður en Rússar skoruðu aðeins sex mörk á fyrstu 25 mínútunum. Í þeim síðari missti liðið aðeins einbeitingu í vörninni enda liðið löngu búið að gera út um leikinn. „Það er vissulega erfitt að halda einbeitingu allan leikinn og það kom upp í undirmeðvitundinni að byrja að hvíla leikmenn og skipta inn á. Ég reyndi að gera það eins mikið og ég gat en það var ekki auðvelt. Rússarnir eru fljótir að koma til baka ef þeir fá tækifæri til þess.“ Þeir Sturla Ásgeirsson og Ólafur Guðmundsson spiluðu í fyrsta sinn á þessu móti í gær og stóðu sig mjög vel. „Sturla var frábær og ég er reyndar ánægður með allt liðið,“ sagði Guðmundur sem ákvað þó að láta Loga Geirsson ekki spila. „Þetta er bara spurning um að velja og hafna. Ég ákvað að gefa Óla [Guðmundssyni] tækifæri þar sem hann þarf að losa sig við ákveðinn skrekk. Logi býr hins vegar yfir mikilli reynslu.“ Íslenska liðið fær þó að hvíla sig í dag og fagnaði Guð- mundur því. „Þetta er búið að vera svakalega erfitt. Ég var kominn á fætur fyrir allar aldir í morgun til að fara yfir vinnu Óskars [Bjarna Óskarssonar] sem var búinn að vera að í alla nótt. Þetta er líka búið að vera mikið álag fyrir alla leikmenn og hefur krafist mikillar orku.“ GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI: FEGINN AÐ FÁ FRÍDAG Á EM Í HANDBOLTA Mjög gott að þurfa ekki að stóla á önnur lið > Vona að ég finni mér nýtt lið Ásgeir Örn Hallgrímsson er nú án félags eftir að það varð endanlega ljóst að danska handknattleiksfélagið GOG væri orðið gjaldþrota. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari liðsins. Ásgeir Örn veit ekki hvað tekur við hjá sér. „Ég þarf að finna mér nýtt lið og sú vinna byrjar strax í næstu viku. Ég var nú bara að heyra þetta rétt áðan og veit ekki hver mín staða er. Væntanlega eigum við rétt á launabótum frá ríkinu en ég vona að til þess komi ekki hjá mér og að ég geti fundið mér nýtt lið sem allra fyrst.“ HANDBOLTI Pólverjar urðu í gær- kvöldi fyrsta liðið til þess að bóka sig inn í undanúrslit á EM er liðið lagði Tékka, 35-34. Aðeins Spánverjar geta náð Póllandi og Frakklandi að stig- um og þar sem Pólland á innbyrð- isviðureignina á Spán er liðið komið áfram. Spánverjar eygja veika von um að komast áfram. Þeir þurfa að treysta á sigur Póllands gegn Frakklandi og vinna sigur á Slóveníu. Þá verða Frakkland og Spánn jöfn að stigum. Þar sem þau gerðu jafntefli fyrr í keppninni mun heildarmarkatala riðilsins ráða því hvort liðið fer áfram og þar standa Spánverjar betur að vígi. Frakkar verða því að fá eitt- hvað út úr leiknum gegn Pólverj- um til að vera öruggir áfram. - hbg Milliriðill II: Pólland komið í undanúrslit REIÐUR Dagur Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu í gær og var rekinn af velli. Hann lætur hér eftirlitsdómarann heyra það. MYND/DIENER FÓTBOLTI Það var heitt undir Rafa Benitez, stjóra Liverpool, fyrir leikinn gegn Úlfunum í gær og það sæti kólnaði alls ekki eftir enn eina lélegu frammistöðuna hjá liði Liverpool í vetur. Að þessu sinni náði liðið ekki einu sinni að skora gegn Úlfunum. Það ætlar því ekkert að ganga hjá Benitez að koma sínum mönn- um á beinu brautina og ef mið er tekið af leiknum í gær á hann enn langt í land með að koma liðinu á einhverja siglingu. Liverpool er þó fjarri því að vera úr leik í barátt- unni um Meistaradeildarsæti. Það var hart barist í botnbarátt- uslag Portsmouth og West Ham. Hermann Hreiðarsson var í byrj- unarliði Portsmouth sem lenti undir í upphafi síðari hálfleiks. Danny Webber kom Portsmouth aftur á móti til bjargar og jafn- aði leikinn stundarfjórðungi fyrir leikslok. Eitt stig á lið en þau vildu bæði klárlega fá þrjú stykki í gær enda veitir ekki af. Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton gegn Burnley og spilaði allan leikinn. Jóhannes Karl Guðjónsson var aftur á móti ekki í leikmannahópi Burnley að þessu sinni. Hinn sjóðheiti Chung-yong Lee skoraði enn á ný fyrir Bolton í leiknum og tryggði því öll stigin þrjú. Þetta var fyrsti deildarsigur Bolton síðan Owen Coyle tók við stjórnartaumunum hjá félaginu. Bolton var þess utan að halda hreinu í fyrsta skipti síðan í maí á síðasta ári. Eflaust súrsætur sigur fyrir hann enda yfirgaf Coyle her- búðir Burnley til þess að taka við Bolton. Hann faðmaði sína fyrrum lærisveina eftir leikinn og reyndi að hughreysta þá. Burnley er eftir leikinn í fallsæti en Bolton er einu stigi fyrir ofan fallsæti. Peter Crouch og David Bentley tryggðu Spurs síðan sigur á Fulham á heimavelli í gær. henry@frettabladid.is Vonbrigði á vonbrigði ofan Liverpool gengur lítið að rétta úr kútnum í ensku úrvalsdeildinni en liðið varð að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Wolves í gær. Leikur liðsins olli enn á ný vonbrigðum. Spurs og Bolton nældu í sigur en West Ham gerði jafntefli. GENGUR EKKERT Steven Gerrard og félagar eru enn í vandræðum í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Enska úrvalsdeildin: Portsmouth-West Ham 1-1 0-1 Matthew Upson (52.), 1-1 Danny Webber (76.) Wolves-Liverpool 0-0 Bolton-Burnley 1-0 1-0 Chung-yong Lee (35.) Tottenham-Fulham 2-0 1-0 Peter Crouch (27.), 2-0 David Bentley (60.) STAÐA EFSTU OG NEÐSTU LIÐA: Man. United 23 16 2 5 53-19 50 Arsenal 22 15 3 4 59-25 48 Chelsea 21 15 3 3 52-18 48 Tottenham 23 12 5 6 44-24 41 Liverpool 23 11 5 7 40-26 38 Man. City 21 10 8 3 42-30 38 ------------------------------------------------------------ Bolton 21 5 6 10 29-42 21 West Ham 22 4 8 10 29-38 20 Wolves 22 5 5 12 17-38 20 Burnley 22 5 5 12 22-44 20 Hull City 22 4 7 11 20-46 19 Portsmouth 21 4 3 14 19-33 15

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.