Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 22
 27. JANÚAR 2010 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Leikhúslífið í landinu er fjölbreytt og skemmtilegt um þessar mundir. Fjöldi frumsýninga er fram undan í leikhúsunum og tók Fréttablaðið saman þær frumsýn- ingar sem eru á döfinni hjá þrem- ur stærstu leikhúsum landsins. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 12. febrúar. Gerpla Halldórs Lax- ness í leikgerð Baltasars Kormáks verður frumsýnd á stóra sviðinu. Gerpla hefur aldrei áður verið sett á svið. Með hlutverk fóst- bræðranna Þorgeirs Hávarssonar og Þormóðs Kolbrúnarskálds fara þeir Jóhannes Haukur Jóhannes- son og Björn Thors. 26. febrúar. Ráðgert er að frum- sýna Hænuunga Braga Ólafssonar í Kassanum. Þetta er annað leikrit Braga fyrir leiksvið. Hið fyrra, Belg- íska Kongó, sem einnig var með Eggerti Þorleifssyni í aðalhlut- verki og leikstýrt af Stefáni Jóns- syni, var sýnt hundrað sinnum í Borgarleikhúsinu. 13. mars. Gleðisprengjan Fíasól eftir Kristínu Helgu Gunnarsdótt- ur verður frumsýnd í Kúlunni. Leikstjórn er í höndum Vigdísar Jakobsdóttur. Apríl. Íslandsklukkan eftir Halldór Laxness er síðasta frumsýningin á stóra sviðinu en hún er jafn- framt afmælissýning í tilefni af 60 ára afmæli Þjóðleikhússins 2010. Benedikt Erlingsson sér um leikstjórn. BORGARLEIKHÚSIÐ 6. febrúar. Skoppa og Skrítla á tímaflakki verður frumsýnt á litla sviðinu. Þessar vinkonur hafa verið eftirlæti ungra leikhús- og bíógesta undanfarin ár. 19. mars. Gauragangur er eftir Ólaf Hauk Símonarson unninn upp úr samnefndri skáldsögu sem fjallar um töffarann og erki- unglinginn Orm Óðinsson. Um leikstjórn sér Magnús Geir Þórðarson. 25. mars. Eilíf óhamingja verður frumsýnd á litla sviðinu. Leikritið er sjálfstætt framhald af verkinu Eilíf hamingja sem sett var upp í Borgarleikhúsinu 2007. Verkið er gamansöm en beitt ádeila á markaðshyggjuna. 10. apríl. Dúfur heitir gamanleik- ur eftir David Gieselmann í leik- stjórn Kristínar Eysteinsdóttur. Húmor Gieselmanns þykir nýstár- legur en þekktasta leikrit hans, Herra Kolbert, hefur farið sigurför um heiminn. LEIKFÉLAG AKUREYRAR 3. febrúar. Farið af stað með mánaðarlega leiklestra þar sem leiklesin eru fjölbreytt verk, ýmist gömul eða ný. Febrúar. Gestasýningin Munaðar- laus sett upp af leikhópnum Munaðarleysingjarnir. 19. mars. Rocky Horror í leik- stjórn Jóns Gunnars Þórðarsonar. Með aðalhlutverk fara Andrea Gylfadóttir, Magnús Jónsson, Bryndís Ásmundsdóttir og fleiri. Páskar. Fúlar á móti sem frum- sýnd var í fyrravetur verður aftur sett upp á Akureyri. Leik- konur eru Edda Björgvins- dóttir, Björk Jakobsdóttir og Helga Braga Jónsdóttir. Einnig kemur gestasýning- in Horn á höfði frá GRAL leikhópnum. Frumsýningar fram undan „Við ætlum að halda ótrauðir áfram þar sem þetta gekk svona glimmrandi vel á síðasta ári,“ segir Ölvir Gíslason, annar hugmyndasmiður Spurt að leikslokum, um fyrirhugaðar viðbætur á spurninga- spilinu sem munu líta dagsins ljós með vorinu. Óhætt er að segja að Spurt að leikslokum hafi átt miklum vinsældum að fagna hérlendis, en frá því að spilið kom á markað síðasta sumar hafa um sex þúsund eintök farið í prentun. Ölvi og félaga hans Steinþóri Steingrímssyni þótti því ástæða til að fjölga spurningunum og munu áhugamenn um knattspyrnu hafa sérstaka ástæðu til að gleðjast yfir uppátækinu þar sem hluti viðbótanna verður helgaður HM. „Þetta verður auka spurningabunki þar sem fjallað er um HM, í tilefni af því að heims- meistarakeppnin í fótbolta er í sumar,“ segir Ölvir. Hann upplýsir að hinir sem hafi síður áhuga á fótbolta þurfi þó ekki að örvænta. Einnig sé stefnt að því að bæta við spilið bunkum með almennum spurningum í vor og síðar spurningum sem lúta að tónlist og öðrum sem eru sérsniðnar fyrir börn. Spurður hvort stefnt sé að útrás með spilið í ljósi velgengninnar neitar Ölvir því. „Við ætlum ekki út með Spurt að leikslokum en höfum reyndar verið að velta fyrir okkur hugmyndum að ýmsum öðrum spilum. Spilum sem eru ekkert endilega spurninga- leikir. En það er allt saman á frumstigi. Nú er bara best að einbeita sér að því að þróa fyrrnefnda spurningabunka og koma þeim út.“ - rve Ætla að taka HM með trompi „Allt spilið er framleitt á Íslandi. Nema blýantarnir, þeir eru frá Nýja-Mexíkó,“ segir Ölvir, til vinstri ásamt Steinþóri. Það blundaði svo margt í Helgu Rakel Rafnsdóttur að hún lagði stund á leiklist í London og síðar bókmennta- fræði og mannfræði. Þetta sameinar hún nú í starfi sínu sem framleiðandi og heimildarmyndaleikstýra. „Áhuginn á kvikmyndagerð hefur þróast með tímanum en ég hef einnig verið að leika og leik- stýra,“ segir Helga Rakel, sem einbeitir sér nú einkum að kvik- myndafyrirtæki sínu Kung Fu Films. Fyrirtækið fékk nýlega hvatningarverðlaun á námskeið- inu Brautargengi, sem er ætlað konum og haldið á vegum Impru í Nýsköpunarmiðstöð. „Já, þetta þótti mikilvæg og fersk viðskiptahugmynd, þar sem Kung Fu Films er framleiðslu- fyrirtæki sem vinnur að því að gefa konum sterkari sess í kvik- myndagerð á Íslandi. Ekki síst þegar kemur að listrænni stjórn- un en við leggjum áherslu á stutt- og heimildarmyndir undir stjórn kvenleikstjóra. Það eru alltof fáir starfandi kvenleikstjórar hér á landi en á síðustu árum hafa aðeins tveir sent frá sér myndir í fullri lengd. Samt hefur kvikmyndagerð verið í miklum blóma. Við í Kung Fu Films staðsetjum okkur með- vitað úti á jaðrinum, erum konur og leikstýrum stutt- og heimildar- myndum. Það er ekki alslæmt því sýnin er oft skörpust úti á jaðrin- um og við höfum mikla trú á kven- legu innsæi og fyrirmyndum,“ segir Helga Rakel, sem leikstýrði hinni vinsælu heimildarmynd Kjötborg. En hvernig kom nafnið til? „Við vildum hafa nafnið grípandi og eftirtektarvert en einnig þannig að það gæti gengið erlendis. Nafn- ið Kung Fu Films hefur allt þetta til að bera. Allir þekkja Kung fu kvikmyndir, jafnvel þótt við fram- leiðum engar slíkar. Við fáum oft fyrirspurnir um nafnið og út frá því spinnast skemmtilegar um- ræður. Það er kraftmikil sveifla í því og það gæti allt eins þýtt að við ráðumst í hvaða verkefni sem er. “ Hvað er svo á döfinni hjá döm- unum í Kung Fu Films? „Á þessu ári er ætlunin að framleiða þrjár myndir en það veltur allt á úthlut- un Kvikmyndasjóðs. Yrsa Roca Fannberg, sem rekur fyrirtækið með mér, er að búa til mynd um móður sína sem kallast Mamma Salome. Þá er leikstjórinn Helena Stefánsdóttir að gera stuttmynd- ina Bon Appétit, sem er afar lit- rík. Sjálf er ég að vinna að handriti sem fjallar um kómíska hlið á sam- skiptum sveitunga á Vestfjörðum.“ - uhj Gefur konum sterkari sess í kvikmyndagerð „Þetta þótti mikilvæg og fersk viðskiptahugmynd,“ segir Helga Rakel um framleiðslufyrirtæki sitt Kung Fu films. Fyrir það hlaut hún nýverið hvatningarverðlaun á brautargengisnámskeiði Impru. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 FR ÉT TA BL A Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.