Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2010 5veljum íslenskt ● fréttablaðið ● Mörgum þykir skreyting þorra- borðsins ein erfiðasta áskor- un ársins hvað borðhald varðar. Enda ekki margt sem fer vel með brúnum, gráum og dauflit- uðum mat þorrans. Engan þarf því að undra að servíett- u r Hek lu Bjarkar Guð- mundsdóttur með íslenska lopapeysumynstrinu seljist vel þessi misserin enda fara þær vel með íslenska súrmatnum. Servíetturnar fást meðal annars hjá Kraum, Kokku, Safnbúð Þjóð- minjasafnsins og hjá Pottum og prikum á Akureyri. Hekla hefur einnig gert gjafapoka með sama mynstri. - jma Þorraborðið með íslensku ívafi Mörgum finnst erfitt að skreyta borðið á þorranum. Servíettur Heklu eru kjörnar. ● HRÚTSHÖFUÐ Á VEGGINN Svarti sauðurinn nefnist fatasnagi sem vöruhönnuðurinn Ragnheiður Tryggvadóttir hefur sett á markað. Ragnheiður segir hug- myndina hafa kviknað út frá þeirri hefð að hengja upp- stoppuð hrútshöfuð á veggi. „Snaginn er skorinn úr stáli og með því að beygja hann líkist hann hrútshöfði. Á hornin eru fötin svo hengd.“ Hún bætir við að framleiðslan sé alíslensk, unnin í samstarfi við Slippinn og Pólýhúðun á Akureyri. Sem stendur fæst snaginn eingöngu í svörtu en Ragnheiður reiknar allt eins með að bæta við nokkrum litum er fram líða stundir. Ragnheiður hannar undir merkjum ratdesign og hefur áður sent frá sér áhöld, það er fiskispaða og þeytara, úr snúnum stálvír. Þá hefur hún framleitt í samvinnu við móður sína, Svanhildi Sigtryggsdóttur litrík prjónanærföt á börn. Sjá www. ratdesign.is. Erna Lúðvíksdóttir á heiðurinn að þess- um skemmtilega bananastandi. Hraði og hreysti Bananastandurinn frá fyrirtæk- inu Erna design er nútímalegur nytjahlutur enda segir hönnuð- urinn, Erna Lúðvíksdóttir, hann hluta af hinum virka lífsstíl í dag sem einkennist af hraða og hreysti. Standurinn er úr glæru akrýlplasti og í honum ku banan- arnir haldast lengur ferskir en ef þeir liggja út af á diski eða í skál. Sölustaðir bananastands- ins eru Minja, Skólavörðustíg 12 og Pottar og prik á Glerártorgi á Akureyri.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.