Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.03.2010, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 10.03.2010, Qupperneq 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG MIÐVIKUDAGUR 10. mars 2010 — 58. tölublað — 10. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 ÚTIVIST ELDRI OG HELDRI BORGARA Ferðafélag Íslands stendur fyrir gönguferðum á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 14. Á þriðjudögum hittast þátttakendur við Árbæjarlaug og á fimmtu- dögum við Nauthól í Nauthólsvík. Í þessum ferðum er vegalengd og gönguhraði stillt í samræmi við virðuleika þátttakenda. „Ég gjörsamlega kolféll fyrir borg- inni, hef farið þangað fimm sinn- um síðan og ætla aftur í sumar. En fyrsta heimsóknin er alltaf eftir- minnilegust,“ segir Harpa Stef- ánsdóttir kennari um ferðalag sitt og Selmu vinkonu sinnar til New York fyrir tíu árum.Þær stöllur eiga góða vinkonu sem bjó í New York og býr reyndar enn og því hægur leikur að spara pening með frírri gistingu þegar þær eiga leið yfir hafið. En sum- arið 2000 ákváðu þær að skella sér í sannkallaða skvísuferð, eins og Harpa orðar það. „Þetta var í fyrsta skipti sem við vorum einar í Bandaríkjunum og mér er mjög minnisstætt hversulitla íslenska hj að halda okkur við viðurkennda leigubíla. Við vorum varla komnar út úr flugstöðvarbyggingunni fyrr en bílstjóri reif af okkur töskurn- ar, henti þeim í skottið á einum svörtum og benti okkur á að setj- ast inn. Við stóðum þarna skjálf- andi og töfsuðum í margar mínút- ur áður en við gátum stunið upp að við vildum ekki fara með leigu- bílnum og bílstjórinn var langt því frá ánægður með þau málalok, svo ekki sé meira sagt.“Þeim tókst þó að finna viður- kenndan leigubíl, en á leiðinni inn í borgina tók óöryggið völdin aftur. „Selma tók upp á því að rifja uppsöguþráð myndarinn TC ll in tók og segir Harpa að lítið hafi þurft að gerast til að þær hafi byrj- að að öskra og hlaupa, hræddar um að lenda í skotárásum eða ein- hverju þaðan af verra. „En samt var þetta ótrúlega gaman og við fengum iðulega hláturskast yfir þessari smáborgaralegu hræðslu í okkur. Þættirnir um Beðmálin í borginni voru upp á sitt besta á þessum tíma og við fengum okkur að sjálfsögðu Cosmopolitan-kokteil við hvert tækifæri, þótt ekki hefð- um við efni á að sækja sömu dýru staðina og Carrie og þær,“ segir Harpa og hlær.Við á Nötraði í Nýju-JórvíkHarpa Stefánsdóttir kennari féll fyrir New York í fyrstu heimsókn sinni fyrir áratug. Hún fékk iðulega hláturkast yfir „smáborgaralegri“ hræðslu sinni við ýmislegt sem helst sést í sjónvarpi og kvikmyndum. Hörpu þótti leikarinn Dennis Hopper nokkuð ráðvilltur á svip þegar hann rakst utan í hana í Soho-hverfinu í New York. Hún lagði þó ekki í að spjalla við hann, enda kurteis Íslendingur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UWAGA KIEROWCY Kurs na prawo jazdy kategorii C i CE dla Polaków rozpocznie sie 12 marca o godz 18.00. Kurs bedzie tlumaczony na jezyk polski. Hringdu í síma fermingarMIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2010 Hagsýni höfð að leiðarljósiEinföld ráð til að lækka útgjöld vegna fermingarveislu. SÍÐA 4 Engin ríkisábyrgð? „Þvert á móti var 100% ríkis- ábyrgð komið á allar innstæður hér á landi”, skrifar Guðni Th. Jóhannesson. Í DAG 14 Í fótspor Superman Hera Björk undirbýr Eurovisionför með rope yoga. FÓLK 26 FÓLK Einn færasti trommari landsins, Arnar Geir Ómars- son, þarf að taka sér hlé frá rokkinu vegna psoriasis- gigtar sem hefur plag- að hann í mörg ár. Hann hefur þó síður en svo hætt trommuleik og er þessa dag- ana að taka upp plötu með hljómsveitinni App- arat Organ Quartet. Arnar, sem er á batavegi, þykir einn högg- þyngsti trommari landsins. Hann vakti fyrst athygli í þungarokkssveitinni Ham og á síðasta ári spilaði hann vítt og breitt um landið með hljómsveit- inni Egó. Talið er að um 10 til 30 prósent þeirra sem greinast með psoriasis fái psoriasis-gigt, flestir á aldrinum 30 til 50 ára. - fb / sjá síðu 26 Arnar Geir Ómarsson: Hlé frá rokkinu vegna gigtar Leyni st þvo ttavé l eða þ urrka ri frá í þínu m pa kka MÁ LTÍÐ MÁN AÐA RINS HARPA STEFÁNSDÓTTIR Fylltist smáborgara- legri hræðslu í NY á ferðinni • árshátíð Í MIÐJU BLAÐSINS STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin stend- ur veikari eftir þjóðaratkvæða- greiðsluna á laugardag og þarf að eflast eigi hún að geta tekist á við mörg brýn og aðkallandi verkefni. Augljósasta og jafnframt besta leiðin til að styrkja stjórnina er að Ögmundur Jónasson verði ráðherra á ný. Líklegast verður það samhliða öðrum breytingum. Þetta er álit nokkurra viðmæl- enda Fréttablaðsins í þingliðum Samfylkingarinnar og VG. Herma heimildir að áform um endurkomu Ögmundar séu í smíðum og að hann muni að líkindum setjast í stjórn- ina fljótlega eftir páska. Þingmenn Samfylkingarinnar sem rætt var við sögðu að ríkisstjórnin væri í raun þriggja flokka stjórn. Það væri ófært og liður í að sameina þingflokk VG væri að gera Ögmund að ráðherra. Í „órólegu deildinni“ í VG er sagt að það skjóti skökku við, fyrir utan allt annað, að vinstri maðurinn Ögmundur Jónasson standi utan vinstri stjórnarinnar. Samkvæmt heimildum blaðs- ins hefur Ögmundur sjálfur ekki þrýst á um endurkomu í ríkisstjórn; þeirri kröfu sé haldið á lofti af nánu samstarfsfólki hans í stjórnmál- um. Ekki er frágengið hvaða aðrar breytingar verða á ríkisstjórninni. Óvíst er hvort hann sest aftur í sinn gamla stól í heilbrigðisráðuneytinu, en hann mun hafa hug á því. Alveg eins líklegt er að frekari breyting- ar verði og jafnvel stólaskipti. Þá er sú leið nefnd að utanþingsráðherr- arnir víki og Ögmundur komi inn ásamt einhverjum frá Samfylking- unni. Þá er allt eins líklegt að verk- efnaskrá stjórnarinnar verði tekin til endurskoðunar. Ögmundur Jónasson varð heil- brigðisráðherra í minnihluta- stjórninni sem tók við völdum 1. febrúar í fyrra en sagði af sér emb- ætti 30. september. Var það vegna óánægju með þróun Icesave-málsins og afar- kosta, sem hann sagði að sér væru settir. Leit hann svo á að hann hefði verið rekinn. „Mér finnst ég ekki vera heppilegur kandídat að tala fyrir hönd ríkisstjórnar sem nýver- ið hefur vísað mér á dyr,“ sagði Ögmundur við Fréttablaðið eftir að hann hafði fáum dögum eftir afsögn hafnað því að tala í þing- umræðum um stefnuræðu forsætis- ráðherra. - bþs, kóp / sjá síðu 12 Ögmundur aftur ráðherra Allt bendir til að Ögmundur Jónasson setjist á nýjan leik í ríkisstjórnina. Innan stjórnarflokkanna er talið að það muni styrkja stjórnina. Ögmundur sagði að sér hefði verið vísað á dyr í fyrrahaust. MILT Í VEÐRI Í dag verða suð- vestan 3-10 m/s. Dálítil rigning eða súld sunnan- og vestantil en bjart eystra. Hiti 2-10 stig. VEÐUR 4 6 4 6 6 5 Þykir hafa leitt ungviðið til árangurs Össur Geirsson útnefndur Eldhugi bæjarins. TÍMAMÓT 16 FERMINGAR Sparnaðarráð, ferðir og ólíkar athafnir Sérblað um fermingar FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG GRÍMSEY Grímseyingar munu samhliða sveitar- stjórnarkosningunum í vor kjósa um hvort bann við hunda- og kattahaldi eigi áfram að gilda í eynni. Slíkt bann hefur verið í Grímsey en eftir að sveitarfélagið sameinaðist Akureyri, þar sem aðrar reglur gilda, þótti nauðsynlegt að ganga sér- staklega til atkvæða um þetta mál í eynni. Til stóð að hafa sams konar atkvæðagreiðslu í Hrísey, sem einnig hefur verið sameinuð Akur- eyri, en hverfisráðið þar sagði það óþarft því full- komin sátt væri þar um málið. „Hér eru bara þrír kettir og þeir fara aldrei út nema í bandi,“ útskýrir Linda María Ásgeirsdóttir, formaður hverfisráðsins, sem kveður Hríseyinga einfaldlega líta svo á að þar gildi sömu reglur og í öðrum hverfum Akureyrar. Samstaða sé meðal íbúa í Hrísey um að taka sérstakt tillit til ríkulegs og viðkvæms fuglalífs í eynni. - gar Grímseyingar kjósa um gæludýrabann en Hríseyingar segja fulla sátt hjá sér: Kettirnir þrír í Hrísey bara út í bandi ARNAR GEIR ÓMARSSON MÓTMÆLA SAMNINGSLEYSI Lögreglumenn létu í sér heyra þegar samninganefnd þeirra gekk á fund ríkissáttasemjara í gær. Með því vildu lögreglumenn mótmæla því að kjarasamningar þeirra skuli ekki vera í höfn. FRÉTTABLAÐIÐ PJETUR Arsenal og Bayern áfram Nicklas Bendtner skoraði þrennu þegar Arsenal komst í átta liða úrslit Meistara- deildarinnar. ÍÞRÓTTIR 23

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.