Fréttablaðið - 10.03.2010, Síða 14

Fréttablaðið - 10.03.2010, Síða 14
14 10. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Hvernig verður réttlátri niðurstöðu náð í Icesave- deilunni? Fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna sögulegu um helgina stóðu vonir margra til þess að hún myndi auka samúð með mál- stað Íslendinga erlendis og sýna viðsemjendum íslenskra stjórn- valda að þeim bæri að ganga fram af minni hörku. Íslenska þjóðin viðurkenndi ábyrgð eigin stjórnvalda en krefðist sann- girni. Þetta getur gerst en auðvit- að er ekkert fast í hendi. Ytra geta menn til dæmis ákveðið að gefa ekki eftir og svo getur það líka gerst á Íslandi að meirihluti þingmanna og almennings gangi á lagið, hætti að krefjast sann- girni í samningaviðræðum og vilji frekar að þau skilaboð verði send til Bretlands og Hollands að Íslendinga varði í raun ekkert um Icesave-deiluna. Ný skoðana- könnun gefur þannig til kynna að 60% landsmanna telji að íslensku þjóðinni beri alls ekki að ábyrgjast greiðslur á Icesave- reikningunum til innstæðueig- enda í Bretlandi og Hollandi. Þess í stað er viðkvæðið oft að ekki hafi verið ríkisábyrgð á inn- stæðum í útibúum Landsbank- ans ytra heldur aðeins ábyrgð Tryggingarsjóðs innstæðueig- enda og fjárfesta. Icesave-reikn- ingshafarnir hafi ekki getað ætl- ast til þess að ávaxta fé sitt með hæstu vöxtum þegar allt lék í lyndi en neita svo að taka afleið- ingunum þegar banki þeirra fór á hausinn. Þetta getur auðvit- að hljómað harkalega í eyrum Icesave-reikningshafa sem und- irrituðu samning við Lands- bankann þar sem kveðið var á um ákveðna lágmarksábyrgð og voru þeir skilmálar með vel- þóknun hins íslenska Fjármála- eftirlits, og þar að auki gátu þeir kynnt sér ítrekaðar yfirlýsing- ar íslenskra embættismanna og stjórnmálamanna um þessa sömu ábyrgð. En við lifum jú í hörðum heimi. Samt verður að spyrja hvort það sé í raun og veru afstaða meirihluta Íslendinga að ríkið hafi ekki átt og eigi ekki að ábyrgjast innstæður í einka- reknum bönkum. Stóru bank- arnir þrír féllu jú allir í október 2008. Ekki var innstæðueigend- um þá vísað á nær galtóman Tryggingarsjóð. Þvert á móti var 100% ríkisábyrgð komið á allar innstæður hér á landi. „Auðvitað verða innstæður Íslendinga hér- lendis alltaf tryggðar, menn láta það aldrei henda sig að menn geti ekki treyst því að innstæð- ur í íslenskum bönkum séu ekki öruggar þar,“ sagði einn áhrifa- maðurinn til að mynda í byrjun október 2008. Reikningshafar á Íslandi þurftu ekki að bera tap bankanna þegar allt fór í handa- skolum. Þeir fengu sitt, fyrir til- stilli ríkisvaldsins. Mergur málsins er sá að hér hefði orðið upplausnarástand ef ekki hefði komið til ríkisábyrgð á innstæðum í íslensku bönkun- um. Um það voru gefnar sérstak- ar yfirlýsingar og neyðarlögin svokölluðu snerust einnig um það að nokkru leyti, „fu...k the foreigners-lögin“ eins og sumir þeirra sem sömdu þau kölluðu þau sín á milli. Nú má auðvitað benda á að íslenska ríkið hafi ekki haft lagalega skyldu til að ábyrgj- ast allar innstæður á Íslandi með þessum hætti. En það var nú samt gert og það er vissu- lega umhugsunarefni hvort ekki hefði mátt setja þak á ábyrgð ríkisins, til dæmis 25 milljón- ir króna, 50 milljónir eða 100 milljónir. Hefðu hinir vellríku ekki lifað það af? Þeir fengu skjaldborg um sig og sitt fé, með ærnum tilkostnaði annarra. Það má líka halda því fram að ríkinu hafi aðeins borið sið- ferðisleg og pólitísk skylda – einhvers konar neyðarrétt- ur – til að tryggja innstæður í útibúum bankanna á Íslandi. En þá er samt horfin sú rök- semd að ríkisvaldið eigi aldrei að ábyrgjast innstæður í einka- reknum bönkum. Eins og mar- goft hefur komið fram vakna líka ýmsar lagalegar, pólitísk- ar og siðferðislegar spurningar við þessa skiptingu milli fullr- ar ábyrgðar ríkisins innanlands en engrar ytra. Þannig bentu ráðamenn Landsbankans á fyrir hrun að „innlánaflóðið“ að utan væri komið „í vinnu“ hjá bank- anum og ekki síst á Íslandi. „Við vorum að taka peningana heim til Íslands“, sagði einn þerra svo eftir hrunið. „Innlánin á Icesa- ve-reikningunum hafa ekki bara verið notuð í útlán erlendis. Pen- ingarnir frá Icesave eru hér um allt þjóðfélagið.“ Niðurstaðan er þessi: Ætli menn að halda því fram að Íslendingar séu að reyna sýna umheiminum fram á óréttlæt- ið í því að ríkisvaldið þurfi að ábyrgjast innstæður í einka- reknum bönkum verða þeir að bæta við orðum sem gætu hljómað eitthvað á þessa leið: „það er að segja í útlöndum en á Íslandi hljóta aðrar reglur að gilda“. Höfundur er sagnfræðingur og höfundur bókarinnar Hrunið. Engin ríkisábyrgð? GUÐNI TH. JÓHANNESSON Í DAG | Icesave AlLt til fermingar- kortagerðar! Kæru vini verð fermd í Hal 11. apríl næstkoman að bjóða ykkur að gl eðj á Sólargötu mi Ef þið sjáið ykkur ek k láttu m Kær kvSpara spara Sjáðu verð dæmi UMRÆÐAN Hlynur Hallsson skrifar um listaverk í eigu Ar- ion-banka Fréttir berast nú af því að Listasafni Íslands hafi verið tryggður for- kaupsréttur á verkum sem hafa verið metin mikilvæg fyrir íslenska listasögu en eru nú í eigu Arionbanka. Það er hins vegar við- urkennt að bankinn (eða fyrirrennari hans) fékk listaverkin frítt frá íslensku þjóðinni þegar Bún- aðarbankinn var einkavinavæddur á sínum tíma. Það væri því mun eðlilegra að bankinn skilaði þessum verkum til þjóðarinnar en selji ekki þjóð- inni það sem hann fékk gefins á sínum tíma. Bankinn gæti aftur á móti keypt verk í safnið sitt af ríkinu en andvirðið ætti þá að renna til Listasafns Íslands sem hefur aðeins um 20 millj- ónir á ári til að kaupa myndlist. Það væri auðvit- að hægt að skrifa langa grein um þau hrapallegu mistök sem gerð voru á sínum tíma þegar ríkis- bankarnir voru einkavæddir án þess að mat væri lagt á verðmæti listaverkasafna þeirra. Síðar kom svo auðvitað í ljós að bankarnir voru alls ekki seldir heldur gefnir sérstökum vinum þáverandi ráðamanna. Það er vissulega jákvætt að nú hafi verið tryggt að mikilvægustu verkin úr safni Arionbanka geti komst aftur í eign þjóðarinnar en það er algerlega öfugsnúið að það þurfi að kaupa verkin af bank- anum. Þess vegna ætti bankinn að sjá sóma sinn í því að skila listaverkunum strax til þjóðarinnar. Höfundur er formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna. Listaverkin aftur til þjóðarinnar HLYNUR HALLSSON Mergur málsins er sá að hér hefði orðið upplausnarástand ef ekki hefði komið til ríkis- ábyrgð á innstæðum í íslensku bönkunum. Mótmælendur Um hundrað lögreglumenn mót- mæltu bágum kjörum fyrir utan skrifstofur ríkissáttasemjara í Höfða- borg í gær. Vonandi verður því kippt í liðinn. Mótmælin fóru friðsamlega fram í þetta sinn en hvað gerist ef lögreglumenn missa þolinmæðina og mótmælin fara úr böndunum? Hver á þá að koma með táragasið? Í hópi mótmælenda var Dúni Geirsson, sonur Geirs Jóns Þórissonar yfir- lögregluþjóns. Karl faðir hans vonar eflaust að Dúni sitji á strák sínum – annars þarf Geir Jón kannski að gera það, í öðrum skilningi þó. Samstaða Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún kallar eftir samstöðu á þing- inu. Það strandi hins vegar á stífni ríkisstjórnarinnar og kröfu hennar um „hörð, vinstri sjónarmið“. Þorbjörg bætir við að ýtrustu kröfur um „vinstri áherslur“ leiði til endalausra deilna. Það er rétt hjá Þorbjörgu að samstaða er betri en sundurlyndi. En hvaða afslátt eru sjálfstæðis- menn reiðubúnir að gefa af sínum hugsjónum, eða „hörðu, hægri sjónarmiðum“ eins og einhver gæti kallað þær, í þágu samstöðu? Ranghermi Á þessum stað í gær var fullyrt að þjóðaratkvæðagreiðslan á laugar- dag hefði verið fyrsta kosningin frá 1944, þar sem atkvæðavægi allra kjósenda væri jafnt. Þetta er vitaskuld rangt, eins og góður lesandi benti á. Í forsetakosn- ingum gilda öll atkvæði jafnt, hvort sem þau eru greidd á Grundarfirði eða í Garðabæ. bergsteinn@frettabladid.is D aginn sem konur tileinkuðu 8. mars baráttu sinni fyrir jafnrétti kynjanna í hundraðasta sinn féll tímamótadómur í Héraðsdómi Reykjaness. Í fyrsta sinn hér á landi hlutu menn dóma fyrir mansal þegar fimm Litháar fengu hver fimm ára dóm fyrir mansal. Þar með hefur verið staðfest í fyrsta sinn fyrir dómi á Íslandi að hér eigi sér stað mansal, tæpu ári eftir að ríkisstjórn Íslands samþykkti aðgerðaáætlun sína gegn man- sali. Mál stúlkunnar frá Litháen, sem var fórnarlamb hinna dæmdu, hefur vakið mikla athygli enda mátti í því sjá sterka samsvörun við kvikmynd sem margir hafa séð og hefur raunar einnig verið flutt á sviði hér á landi, Lilya4Ever. Birtingarmynd- ir mansals eru þó alls ekki allar á þennan veg. Mansal er talið vera þriðja umfangsmesta glæpastarfsemi í heimi á eftir vopna- og fíkniefnasölu. Fórnarlömb mansals koma úr ýmsum áttum en algengast er að ánauðin felist í vændi eða annarri kynlífsþjónustu. Talið er að 70 til 80 prósent þolenda mansals séu í kynlífsiðnaðinum. Ekki eru liðin nema átta ár frá því að íslensk stjórnvöld fjölluðu fyrst um mansal. Á þeim tíma hefur þungi mansals- umræðunnar aukist stöðugt um leið og vísbendingum hefur fjölgað um mansal á Íslandi. Þrátt fyrir það hefur sá hópur verið fyrirferðarmikill sem hefur viljað skella skollaeyrum við því að mansal sér hér fyrir hendi. Dómurinn í Héraðsdómi Reykjaness tekur vonandi af allan vafa um það þannig að ekki þurfi að eyða meiri tíma í að komast á sömu blaðsíðu um það hvort mansal sé fyrir hendi á Íslandi eða ekki. Síðastliðið haust var kynnt skýrsla um umfang og eðli man- sals á Íslandi. Fríða Rós Valdimarsdóttir vann skýrsluna fyrir Rauða kross Íslands í samstarfi við Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræði. Í skýrslunni kom fram að mansalsmál á Íslandi á því þriggja ára tímabili sem rannsóknin tók til væru að lág- marki 59 talsins en gætu verið allt upp í 128. Í skýrslunni voru líkur leiddar að því að sú staðreynd að ekki hafi verið komið upp vernd og öryggi fyrir fórnarlömb mansals hér á landi sé líkleg ástæða þess hversu fá slík mál hafi komið upp hér á landi. Dómurinn sem féll á mánudaginn, ásamt máli Catalinu Mikue Ncogo, sem nú er fyrir dómi, leiða vonandi til þess að skýra línur varðandi meðferð mála þar sem grunur leik- ur á að um mansal sé að ræða. Þrátt fyrir að Hæstiréttur eigi enn eftir að fjalla um mansals- dóminn sem féll á mánudag ber að fagna honum sem umtals- verðum áfanga í baráttunni gegn mansali. Líklegt verður að teljast að dómurinn gefi konum sem hér eru ánauðugar í kyn- lífsþjónustu von um frelsi. Það eru tímamót. Tímamótadómur féll þann 8. mars. Dæmt fyrir man- sal í fyrsta sinn STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.