Fréttablaðið - 10.03.2010, Page 15

Fréttablaðið - 10.03.2010, Page 15
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 ÚTIVIST ELDRI OG HELDRI BORGARA Ferðafélag Íslands stendur fyrir gönguferðum á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 14. Á þriðjudögum hittast þátttakendur við Árbæjarlaug og á fimmtu- dögum við Nauthól í Nauthólsvík. Í þessum ferðum er vegalengd og gönguhraði stillt í samræmi við virðuleika þátttakenda. „Ég gjörsamlega kolféll fyrir borg- inni, hef farið þangað fimm sinn- um síðan og ætla aftur í sumar. En fyrsta heimsóknin er alltaf eftir- minnilegust,“ segir Harpa Stef- ánsdóttir kennari um ferðalag sitt og Selmu vinkonu sinnar til New York fyrir tíu árum. Þær stöllur eiga góða vinkonu sem bjó í New York og býr reyndar enn og því hægur leikur að spara pening með frírri gistingu þegar þær eiga leið yfir hafið. En sum- arið 2000 ákváðu þær að skella sér í sannkallaða skvísuferð, eins og Harpa orðar það. „Þetta var í fyrsta skipti sem við vorum einar í Bandaríkjunum og mér er mjög minnisstætt hversu litla íslenska hjartað kom upp í okkur með mjög reglulegu milli- bili,“ segir Harpa. „Strax á JFK- flugvellinum urðum við gríðarlega hræddar. Við höfðum verið varað- ar eindregið við að taka svartan leigubíl og beðnar lengstra orða að halda okkur við viðurkennda leigubíla. Við vorum varla komnar út úr flugstöðvarbyggingunni fyrr en bílstjóri reif af okkur töskurn- ar, henti þeim í skottið á einum svörtum og benti okkur á að setj- ast inn. Við stóðum þarna skjálf- andi og töfsuðum í margar mínút- ur áður en við gátum stunið upp að við vildum ekki fara með leigu- bílnum og bílstjórinn var langt því frá ánægður með þau málalok, svo ekki sé meira sagt.“ Þeim tókst þó að finna viður- kenndan leigubíl, en á leiðinni inn í borgina tók óöryggið völdin aftur. „Selma tók upp á því að rifja upp söguþráð myndarinnar The Bone Collector, sem hafði verið frum- sýnd árið áður, og fjallar um leigu- bílstjóra sem ekur um og myrðir ferðalanga. Það hjálpaði ekki upp á taugaveiklunina,“ segir Harpa. Vinkonurnar voru mjög með- vitaðar um að þær voru staddar í stórborg alla tíu dagana sem ferð- in tók og segir Harpa að lítið hafi þurft að gerast til að þær hafi byrj- að að öskra og hlaupa, hræddar um að lenda í skotárásum eða ein- hverju þaðan af verra. „En samt var þetta ótrúlega gaman og við fengum iðulega hláturskast yfir þessari smáborgaralegu hræðslu í okkur. Þættirnir um Beðmálin í borginni voru upp á sitt besta á þessum tíma og við fengum okkur að sjálfsögðu Cosmopolitan-kokteil við hvert tækifæri, þótt ekki hefð- um við efni á að sækja sömu dýru staðina og Carrie og þær,“ segir Harpa og hlær. „Við sáum eitthvað nýtt á hverj- um degi, fórum í Central Park, Guggenheim-safnið, rákumst á leikarann Dennis Hopper í Soho- hverfinu, kíktum á hinn goðsagna- kennda skemmtistað Studio 54 og margt fleira. Það er allt æði í New York. Þetta er besta borg í heimi,“ segir Harpa Stefánsdóttir. kjartan@frettabladid.is Nötraði í Nýju-Jórvík Harpa Stefánsdóttir kennari féll fyrir New York í fyrstu heimsókn sinni fyrir áratug. Hún fékk iðulega hláturkast yfir „smáborgaralegri“ hræðslu sinni við ýmislegt sem helst sést í sjónvarpi og kvikmyndum. Hörpu þótti leikarinn Dennis Hopper nokkuð ráðvilltur á svip þegar hann rakst utan í hana í Soho-hverfinu í New York. Hún lagði þó ekki í að spjalla við hann, enda kurteis Íslendingur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVAUWAGA KIEROWCY Kurs na prawo jazdy kategorii C i CE dla Polaków rozpocznie sie 12 marca o godz 18.00. Kurs bedzie tlumaczony na jezyk polski. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.