Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.03.2010, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 12.03.2010, Qupperneq 2
2 12. mars 2010 FÖSTUDAGUR SAMGÖNGUR Formaður Félags flug- umferðarstjóra segist telja sig hafa „loforð um að eitthvað þokist“ á næstu dögum, í kjaradeilu félagsins við opinbera hlutafélagið Flugstoðir. Ríkisstjórnin hafi gefið fyrirheit um að „menn með óskorað samnings- umboð“ komi að borðinu. Þetta segir formaðurinn, Ottó Garðar Eiríksson, en flugumferðar- stjórar aflýstu í gær verkfalli, sem hefði haft áhrif á flugsamgöngur í dag og á mánudag, eftir að ríkis- stjórnin ákvað að setja lög á verk- fallið. Ottó tekur ekki undir að flug- umferðarstjórar hafi verið þvingað- ir til að hætta við verkfallið, enda hafi þeir fyrrgreint vilyrði. Spurður hver hafi lofað þessu, segir hann erfitt að gefa það upp. Hann segir aðspurður að það hafi ekki verið samgönguráðherra. Kristján Möller samgönguráð- herra var í gær ánægður með ákvörðun flugumferðarstjóra en kannaðist ekki við tilboð frá ríkis- stjórninni. Það væri viðsemjenda að svara fyrir samningaferlið: „Við höfum ekki lofað neinu. Það er ekk- ert svoleiðis í gangi.“ Kristján hafði rætt við stjórnar- andstöðuna um lagasetninguna og sagði formenn Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokka hafa ætlað að styðja hana. Hreyfinguna taldi hann hafa ætlað að sitja hjá. „Það var því víð- tækur stuðningur við þessa laga- setningu,” segir hann. - kóþ Flugumferðarstjórar eru óhressir með boðaða lagasetningu en bjartsýnir: Segjast hafa loforð um betri tíð KRISTJÁN L. MÖLLER SPURNING DAGSINS Er Jökullinn kominn aftur á skrið? „Hann hefur alltaf verið á fullu skriði og verður síðasti jökullinn til að hverfa.“ Trommuleikarinn Halldór Lárusson hefur haldið úti vefsíðunni trommari.is. Umfjöllun um goðsögnina Gunnar Jökul Hákonarson á síðunni hefur dregið dilk á eftir sér og stefnt er að minningartónleik- um í haust. SKEMMTANIR „Þetta er fáránlegt. Ég er ekkert smá reið,“ segir Anna Vallý Baldursdóttir sem komst að því að hún þurfti að greiða fullt verð fyrir aðgöngumiða handa níu mánaða dóttur sinni á fyrirhugaða Latabæjarhátíð. Anna segist hafa ætlað með fjög- urra ára dóttur sína á Latabæjar- hátíðina sem verður í Laugardals- höll síðar í þessum mánuði. Þar sem hún sjálf búi í Garðinum en foreldrar hennar á Akranesi hafi verið fyrirsjáanlegt að hún myndi lenda í vandræðum með pössun fyrir níu mánaða dóttur. „Ég hringi til að spyrja hvort ég þyrfti nokkuð að borga fyrir þessa níu mánaða og var þá strax sagt að ég þyrfti að borga fullt gjald, 2.900 krónur. Engu máli myndi skipta þótt ég my nd i h a fa hana í fanginu allan tímann,“ segir Anna sem er ósátt og kveð- ur fleiri á sömu skoðun. „Ég hef rætt þetta við fólk og það á enginn til orð.“ Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Bravó, sem skipuleggur Latabæjarhátíðina, segir um afar vandaðan og dýran atburð að ræða og að fyrirtækið þurfi að reyna að lifa af eins og önnur fyrirtæki. „Það þarf að borga fyrir allt í þessum heimi,“ segir Ísleifur. „Þetta er vara eins og önnur vara og það kostar inn á tónleikana. Þú getur ekki farið inn í Hagkaup og tekið barnamat fyrir sex mánaða barn úr hillunni án þess að borga fyrir það.“ Þess utan segir Ísleifur að Lata- bæjarhátíðin sé alls ekki ætluð fyrir níu mánaða gömul börn. „Það verður mikið sjónarspil og mikil læti. Þetta er rangur staður fyrir börn á þessum aldri,“ segir hann. Þá útskýrir Ísleifur að aðeins hafi verið gefið leyfi fyrir ákveðn- um fjölda inn í Höllina. Það séu um fimm þúsund manns sem selja megi inn. „Við værum að brjóta öll lög og reglur ef við værum að hleypa einni manneskju inn í húsið sem væri ekki með miða. Það skiptir engu máli hvort viðkomandi er sex mán- aða eða sextíu ára. Ef við værum að gefa barninu þennan miða þá værum við bara að gefa henni þrjú þúsund krónur af því að við getum ekki selt miðann eitthvert annað,“ segir Ísleifur sem kveðst búast við að það verði „pakkuppselt“ á Lata- bæjarhátíðina. Að sögn Ísleifs hafa fleiri en Anna gert athugasemdir við að þurfa að borga miða fyrir svo ung börn. „En það sem er einstakt í þessu tilfelli er að þessi kona vill ekkert hlusta á það sem við erum að útskýra heldur er bara hörð á því að hún eigi fullan rétt á að fá vöru frá okkur ókeypis.“ gar@frettabladid.is Níu mánaða borgi sig inn á Latabæjarhátíð Tveggja barna móðir sem ætlaði á Latabæjarhátíðina í Höllinni segir fáránlegt að þurfa að greiða fullt verð fyrir níu mánaða dóttur. Gefum ekki vörur, segir framkvæmdastjóri Bravó og ráðleggur fólki að koma ekki með svo ung börn. ÍSLEIFUR B. ÞÓRHALLSSON. ANNA VALLÝ BALDURSDÓTTIR hætti við að fara á Latabæjarhátíðina með dæturnar þegar hún áttaði sig á að greiða þurfti fullt verð fyrir þá yngri sem er aðeins níu mánaða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Karlmaður á fer- tugsaldri og tvær stúlkur um tví- tugt voru handtekin á Laugavegi í gærdag grunuð um stórfelldan þjófnað úr verslunum. Verslunareigendur og vegfar- endur gerðu lögreglu viðvart, þar sem atferli fólksins var talið grunsamlegt. Stúlkurnar og mað- urinn höfðu þá farið í nokkrar verslanir í miðborginni og lék grunur á að þau hefðu stolið vörum úr þeim. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er um síbrotafólk að ræða. Fólkið var handtekið og fært á lögreglustöð. - jss Handtekin á Laugavegi: Grunuð um búðaþjófnað ÞÝFI ÞJÓFAGENGIS Lögreglan með þýfi sem fannst hjá þjófagenginu. FRETTABLADID/PJETUR DÓMSTÓLAR Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að dæmdir man- salsmenn skuli sæta gæsluvarð- haldi þar til dómur í máli þeirra hefur gengið í Hæstarétti. Fimm Litháar, sem héraðsdóm- ur dæmdi í fimm ára fangelsi fyrir mansal, kærðu dóminn til Hæstaréttar. Þeir höfðu í hér- aði verið úrskurðaðir í gæslu- varðhald þar til dómur gengi í Hæstarétti. Tveir þeirra kærðu gæsluvarðhaldsúrskurð héraðs- dóms til Hæstaréttar, sem vísaði til hættumats greiningardeildar ríkislögreglustjóra þar sem fram kemur að vitnum í málinu stafi hætta af mönnunum. - jss Hæstiréttur vitnar í hættumat: Mansalsmenn áfram í gæslu ATVINNUMÁL Ríki og borg undirrituðu í gær vilja- yfirlýsingu um að blása til námskeiðahalds fyrir atvinnulaust fólk á aldrinum sextán til 24 ára. Sam- starfið byggir á áherslum Reykjavíkurborgar í atvinnumálum ungs fólks og stefnu félagsmálaráðu- neytisins „ungt fólk án athafna“. Markmið námskeiðanna er að stuðla að aukinni virkni þessa hóps og verður lögð áhersla á að efla sjálfstraust þeirra, styrkja félagsfærni og styðja við náms- og atvinnuleit. Þá verður horft til þess að þróa úrræði innan hverfa borgarinnar og verður Breiðholtshverfi prófsteinninn, en þar eru á þriðja hundrað manns í þessum aldurshópi án atvinnu. Íþrótta- og tómstundasvið, Vinnumálastofnun og þjónustumiðstöðvar skipuleggja námskeiðin í sam- ráði við Rauða kross Íslands og aðra samstarfsaðila í einstökum hverfum. Með samstarfinu opnast ný tækifæri til að styðja við ungmennin og nýta tæki- færi sem fyrir eru í hverfunum eins og tómstunda-, mennta-, menningar- og íþróttatilboð. Enn fremur verður leitað samstarfs við fyrirtæki og félagasam- tök. Námskeiðin eru tilraunaverkefni og verður árang- ur þeirra metinn með reglulegu millibili á fram- kvæmdatímanum sem er eitt ár. - shá Ríki og borg taka höndum saman um námskeiðahald fyrir ungt fólk: Virkja atvinnulaus ungmenni SAMSTARF RÍKIS OG BORGAR Oddný Sturludóttir, formaður atvinnumálahóps Reykjavíkurborgar, Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Króna stendur eins og í júní Gengi krónu styrktist í gær um 0,33 prósent og hefur hún ekki verið sterkari síðan snemma í júní í fyrra. Gengisvísitalan var í lok dags 228,7 stig. Evran kostaði 173,6 krónur, Bandaríkjadalur 126,9 og danska krónan 23,3. Þá kostaði sterlings- pundið 191,2 krónur. PENINGAMÁL JARÐVÁ Skjálfti af stærð 3,0 til 3,1 mældist í Eyjafjallajökli síð- degis í gær. „Er það með stærstu skjálftum sem mælst hafa í Eyja- fjallajökli frá áramótum,“ segir á vef Veðurstofu Íslands. Skjálftinn í gær er sagður hafa fundist vel við Gýgjökul, nærri skjálftamiðjunni. „Smáskjálfta- virknin er áfram stöðug og á 7 til 11 kílómetra dýpi,“ segir Veður- stofan. Að sögn lögreglunnar á Hvols- velli er enn í gildi óvissustig Almannavarna vegna óróans sem hefur verið í jöklinum frá því í síð- ustu viku. - óká Óvissustigi er viðhaldið: Enn skelfur í Eyjafjallajökli EYJAFJALLAJÖKULL Þar hafa fjölmargir jarðskjálftar mælst síðustu vikuna. SVÍÞJÓÐ Héraðsdómur Stokkhólms hefur úrskurðað að sænskur maður, Anders Hogstrom, skuli framseldur til Póllands vegna gruns um að hann hafi stuðlað að því að frægu skilti Auschwitz- fangabúðanna var stolið í lok árs. BBC segir að dómari hafi gert það að skilyrði framsals að Hog- strom afplánaði hugsanlegan dóm í Svíþjóð. Pólverjar féllust á það. Hogstrom er 34 ára fyrrum leiðtogi ný-nasista í Svíþjóð en neitar sök í málinu. Hann mun lík- lega áfrýja úrskurðinum. - kóþ Á að svara til saka í Póllandi: Auschwitz-Svíi framseldur

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.