Fréttablaðið - 12.03.2010, Síða 6

Fréttablaðið - 12.03.2010, Síða 6
6 12. mars 2010 FÖSTUDAGUR FJÁRMÁL Sparifé hefur aukist jafnt og þétt síðustu árin og frá mars 2007 til desember 2009 tvöfaldað- ist það. Um áramótin voru tæplega sextánhundruð milljarðar á ýmis konar reikningum, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum. Tæplega 710 milljarðar eru í bundnum innlánum og af því um 187 milljarðar í peningamarkaðs- sjóðum. Þeir rýrnuðu mjög við bankahrunið, fóru úr 236 milljörð- um í september 2008 í 99 í október sama ár. Engu að síður er hærri upphæð í þeim sjóðum nú en var í febrúar 2008. Á verðtryggðum reikningum eiga landsmenn 219 milljarða og um 74 á innlánsreikningum vegna viðbótar-lífeyrissparnaðar, svo dæmi séu tekin. Almennt sparifé landsmanna reiknast rúmlega 380 milljarð- ar króna. Um 238 milljarðar eru óbundnir og 142 milljarðar á inn- lendum gjald- eyrisreikning- um. Friðrik Már Baldursson, for- seti viðskipta- deildar Háskól- ans í Reykjavík, segir ástandið í raun dæmigert fyrir hagkerfi þar sem verðhjöðn- un ríkir. „Það má lýsa því þannig að þeir sem eiga peninga vilja sennilega halda öllum möguleik- um opnum og á meðan þeir gera það, og nota ekki peningana til fjárfestingar og neyslu, þá hlað- ast þeir upp á bankabókinni.“ Friðrik segir þetta líka endur- spegla hve fáa kosti fólk hefur til að ávaxta sitt pund. Í raun sé aðeins um innlánsreikninga og ríkisskuldabréf að ræða. „Flest- ir halda að sér höndum og eru hræddir við að fjárfesta í skulda- bréfum fyrirtækja, að ég tali nú ekki um hlutabréf. Markaðurinn er náttúrulega ekki svipur hjá sjón. Þetta eru því annars vegar bankarnir og hins vegar ríkis- skuldabréfin.“ Þá séu vextir á ríkisskuldabréf- um ekki það háir, þannig að fólk haldi peningunum á innlánsreikn- ingum. Það eigi einnig við um fyrirtæki. Þá megi ekki gleyma því að hluti upphæðar sem áður var í jöklabréfum, í eigu erlendra aðila, sé inni í þessari tölu. Friðrik segir að kannanir Seðla- bankans bendi til að flest heimili séu ágætlega stödd. Atvinnuleysi hafi vissulega aukist og greiðslu- vandræði einnig, en flestir séu þokkalega staddir. kolbeinn@frettabladid.is Sparifé í íslenskum bönkum hleðst upp Inneignir á ýmis konar reikningum í íslenskum bönkum nema um sextán- hundruð milljörðum. Hagfræðingur segir að fólk haldi að sér höndum í verð- hjöðnun. Spariféð hefur aukist jafnt og þétt og hefur kreppan engin áhrif haft. FRIÐRIK MÁR BALDURSSON Peningamagn og tengdir liðir 2.000 1.500 1.000 500 0 de s. ´0 7 fe b. ´0 8 ap r. ´0 8 jú n. ´0 8 ág ú. ´0 8 ok t. ´0 8 de s. ´0 8 fe b. ´0 9 ap r. ´0 9 jú n. ´0 9 ág ú. ´0 9 ok t. ´0 8 de s. ´0 8 M ill jó ni r kr ón a 1.200 1.000 800 600 400 200 0 de s. ´0 7 fe b. ´0 8 ap r. ´0 8 jú n. ´0 8 ág ú. ´0 8 ok t. ´0 8 de s. ´0 8 fe b. ´0 9 ap r. ´0 9 jú n. ´0 9 ág ú. ´0 9 ok t. ´0 8 de s. ´0 8 M ill jó ni r kr ón a Peningamagn og sparifé Bundin innlán Annað bundið sparifé Peningamarkaðsreikningar Verðtryggð innlán Innlán v/viðbótarlífeyrissparnaðar Orlofsreikningar Peningamagn og almennt sparifé Almennt sparifé Óbundið sparifé Innlendir gjaldeyrisreikningar Peningamagn og sparifé Peningamagn og almennt sparifé Athygli skal vakin á að um sitthvorn kvarðann er að ræða á lóð- rétta ásnum. Tölurnar frá september 2008 eru bráðabirgðatölur. Upphæðirnar á línuritinu til hægri eru hluti af línuritinu til vinstri. Þá er inni í báðum upphæðum grunnfé, sem var í desember 2009 92 milljarðar í innstæðum innlánsstofnana og 29 milljarðar í seðlum og mynt. HEIMILD: SEÐLABANKI ÍSLANDS HUMAR 1 kg SKELBROT 999 kr/pk. m ar kh on nu n. is Tilboð gildir meðan birgðir endast Birt með fyrirvara um prentvillur Dalshrauni 13, Hafnarfi rði - sími 578 9700 TILBOÐ HELGARINNAR Grísalundir fylltar með sælkerafyllingu Hamborgarar brauð og sósa fylgja Okkar frábæru grísarif Helgardesertinn, Sælkeradraumur BRETLAND Bresk yfirvöld hafa beðið tvær konur á fertugsaldri opinberlega afsökunar á því að hafa brugðist þeim. Þegar kon- urnar voru á barnsaldri í kring- um 1980 hóf faðir þeirra að beita þær líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, sem stóð yfir fram á haustið 2008. Konurnar gátu föður sínum níu börn. Í nýrri skýrslu kemur í ljós að rúmlega hundrað eftirlitsaðilar hins opinbera höfðu afskipti af fjölskyldunni en hunsuðu tilkynn- ingar um misnotkun. - jab Breskur „Fritzl“ kominn fram: Eignaðist börn með dætrunum VIÐSKIPTI Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur að nýsett laga- ákvæði um kynjahlutföll í stjórn- um hlutafélaga og einkahluta- félaga stríða gegn rétti minnihluta í hlutafélögum. Bent hafi verið á þá annmarka við meðferð Alþing- is á frumvarpi um málið en litið hafi verið fram hjá sjónarmiðum samtakanna. „Við höfum gengið mjög langt í að tryggja rétt minnihluta í hlutafélögum og það er gert með atkvæðagreiðslum,“ segir Vil- hjálmur. „Á sama tíma er ekki hægt að ákveða útkomu úr slíku ferli með tilliti til kynja.“ Stjórnarkjör verði því að vissu leyti marklaus því ekki sé víst að niðurstaða úr slíkum atkvæða- greiðslum standist ákvæði nýsettra laga um kynjahlutföll. Óljóst sé hver eigi að bera ábyrgð á að niðurstaða leynilegrar atkvæða- greiðslu samræmist kynjahlut- fallalögunum. Vilhjálmur segir að sama eigi við um hugmyndir um persónu- kjör til Alþingis. Engin leið sé að tryggja fyrirfram tiltekið kynja- hlutfall. „Við viljum að konum fjölgi í stjórnum hlutafélaga. Það þarf hins vegar að gerast með öðrum hætti en lagasetningu og þá helst með því að hvetja til þess og gera um það samkomulag. - bþs Framkvæmdastjóri SA segir kynjahlutfallaákvæði ganga gegn rétti minni hluthafa: Stjórnarkjör verða marklaus VILHJÁLMUR EGILSSON Framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins. DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega þrítugan mann í annað sinn fyrir að hafa slegið lög- reglumann á Fáskrúðsfirði í andlit- ið með flötum lófa. Héraðsdómur Austurlands hafði vísað fyrri ákærunni í málinu frá dómi, þar sem hann taldi emb- ætti lögreglustjórans á Eskifirði vanhæft til að rannsaka það þar sem lögreglumaðurinn sem fyrir árásinni varð vann hjá því emb- ætti. Hæstiréttur staðfesti frá- vísunina. Í kjölfar þess var aftur hafin rannsókn á málinu, nú hjá lögreglunni á Seyðisfirði. Það er á grundvelli niðurstöðu þeirrar rann- sóknar sem ríkissaksóknari ákær- ir manninn nú. Eins og Fréttablað- ið hefur fjallað mun fjölskipaður Hæstiréttur eyða í maí óvissu um það hvort eðlilegt sé að brot gegn lögreglumönnum séu rannsökuð af samstarfsmönnum þeirra hjá sama embætti. Hæstiréttur hefur kveðið upp fjóra misvísandi dóma um þetta atriði og fór ríkissaksóknari vegna þess fram á að fimm manna dómur myndi dæma í enn einu slíku máli til þess að fyrir liggi skýr afstaða réttarins í eitt skipti fyrir öll. Við því hefur verið orðið. -jss HÆSTIRÉTTUR Mun á næstunni eyða réttaróvissu varðandi rannsóknir á brot- um gegn lögreglumönnum. Lögreglurannsókn á broti gegn lögreglumanni var færð milli embætta: Ákært í annað sinn í sama máli Vilt þú að Ögmundur Jónas- son setjist aftur í núverandi ríkisstjórn? Já 49,6 Nei 50,4 SPURNING DAGSINS Í DAG: Myndir þú styðja lagasetningu gegn hugsanlegu verkfalli flug- umferðarstjóra? Segðu skoðun þína á Vísi.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.