Fréttablaðið - 13.03.2010, Page 2

Fréttablaðið - 13.03.2010, Page 2
2 13. mars 2010 LAUGARDAGUR DÓMSMÁL „Við börnin fljúgum heim á miðvikudag- inn,“ segir Borghildur Guðmundsdóttir, sem í gær fékk fullan umgengnisrétt yfir sonum sínum tveim- ur fyrir dómstóli í Kentucky í Bandaríkjunum. Samkvæmt dómnum deilir Borghildur forræðinu með föður drengjanna, Richard Colby Busching. Borghildur hefur verið með strákana í Kentucky síðan í ágúst í fyrra, eftir að Hæstiréttur úrskurð- aði að hún hefði ekki mátt fara með þá frá Banda- ríkjunum til Íslands, í kjölfar lögskilnaðar hennar og mannsins árið áður. „Ég fékk allt sem ég bað um“, segir Borghildur. Hún telur þetta vera í fyrsta skipti sem íslensk kona fær álíka niðurstöðu í sambærilegu máli. Þetta kunni að hafa fordæmisgildi, að minnsta kosti í Bandaríkjunum. Dómarinn hafi sérstaklega fært rök fyrir því að hægt væri að leyfa henni að fá börnin í ljósi aðildar Íslands að alþjóðasamningum. „Þetta er stórmál fyrir íslenskar konur, því það er fullt af konum sem þurfa að vera hér bara út af börnunum sínum,“ segir hún. Borghildur segir að álagið á fjölskyldunni hafi verið afar mikið. „Og sonur minn sagði áðan: „Mamma, guð hlustar,“ en hann hafði daginn áður beðið til guðs að fá að fara til Íslands. - kóþ Sigurgeir, kemur þetta Lands- björgu til bjargar? „Já, það má segja það. Þetta fjár- framlag sem annað kemur félaginu og málstað þess til góða.“ Slysavarnafélagið Landsbjörg hlaut Sam- félagsverðlaun Fréttablaðsins og milljón í verðlaunafé. Sigurgeir Guðmundsson er formaður Landsbjargar. FÓLK „Það er lifandi fiskur úti í móa,“ kallaði Eva Dögg Stein- arsdóttur Röver, 10 ára stúlka, í Stekkjarhvammi í Hafnarfirði þegar hún kom hlaupandi inn um dyrnar heima hjá sér í fyrrakvöld. Foreldrar hennar trúðu ekki eigin eyrum og varla eigin augum þegar þeir sáu fiskinn. Allt bendir til að þetta sé styrjutegund. Eva Dögg segist hafa heyrt eitt- hvað skella til jarðar fyrir aftan sig þegar hún var að leika sér í móanum, rétt hjá heimili sínu. „Það voru fugl- ar fyrir ofan mig og ég var að leika mér og heyrði eitthvað fyrir aftan mig,“ segir hún. Þar var spriklandi fiskur. Eva Dögg telur líklegast að hann hafi fallið úr fuglsgoggi niður í móann. Hún hljóp heim til sín og sótti skál með vatni til að reyna að halda fisknum lifandi; „en hann dó á leiðinni,“ segir hún. Jónbjörn Pálsson, sérfræðing- ur hjá Hafrannsóknastofnun, fékk fiskinn í hendur í gær. Hann segir að þetta sé einhvers konar styrja. Hann ætlar að greina tegundina um helgina til að taka af allan vafa. „Það hafa nokkrum sinnum fund- ist styrjur hér við land,“ segir Jón- björn. Hingað til hafa þær komið í veiðarfæri skipa. Hvar fuglinn fann styrjuna sem hann missti ofan í móann þar sem Eva Dögg var að leika sér er ráð- gáta, sem óvíst er hvort leysist í bráð. Fjölskylda Evu Daggar hefur velt þessu mikið fyrir sér. Til eru tugir tegunda af styrju. Sumar geta orðið nokkrir metrar að lengd. Þær hrygna í ferskvatni og gefa af sér styrjuhrogn, öðru nafni kavíar. Hafnfirska styrjan er aðeins um 25 sentimetra löng. Kristín Röver, móðir Evu Daggar, las á Netinu að til eru dvergstyrjutegundir sem eru ræktaðar í tjörnum. Hvort sú stað- reynd skiptir máli við lausn þessar- ar gátu er óljóst, að svo stöddu. peturg@frettabladid.is Fann lifandi furðu- fisk á þurru landi Eva Dögg Steinarsdóttir Röver heyrði eitthvað skella til jarðar þegar hún var að leika sér úti í móa í Hafnarfirði. Henni brá þegar hún sá spriklandi fisk liggja í grasinu. Sérfræðingur hjá Hafró telur að um styrjutegund sé að ræða. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI FURÐUFISKUR Systurnar Eva Dögg og Elín Sif Steinarsdætur Röver. Eva heldur á styrjunni, sem hún fann í móanum við Stekkjarhvamm í Hafnarfirði í fyrradag. BANDARÍKIN Fall bandaríska stór- bankans Lehman Brothers, sem hratt af stað heimskreppunni haustið 2008, stafaði af mistökum bæði stjórnenda og endurskoð- enda bankans. Mistökin eru allt frá röngum ákvörðunum til vísvitandi rang- færslna í reikningum bankans til að fegra stöðu hans skömmu fyrir fallið. Í nýrri skýrslu sem bandarísk- ur gjaldþrotadómstóll lét gera kemur einnig fram að viðskipta- stefnan sem stjórnendur bankans fylgdu hafi hvatt þá til að taka mikla áhættu og þannig átt mik- inn þátt í því hvernig fór. - gb Fall Lehman-bræðra: Röð mistaka og falsað bókhald HÖFUÐSTÖÐVAR HRUNSINS Bygging Lehman-bræðra í New York. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Hrun íslensku krón- unnar árið 2008 má rekja beint til íslensku viðskiptabankanna sem gengu allt of langt í kaupum á erlendum gjaldeyri mánuðina fyrir hrun. Seðlabankinn hafði ekkert eftirlit með viðskiptum bankanna, heldur þvert á móti rýmkaði heim- ildir um kaup á gjaldeyri þegar eðlilegt hefði verið að þrengja þær. Bankinn hefði átt að kaupa gjaldeyri á þessum tíma til að verjast stöðu- töku bankanna, en skellti skollaeyr- um við varúðarmerkjum. Þetta er niðurstaða Bjarna Kristj- ánssonar, hagfræðings og fyrr- verandi gjaldeyrismiðlara Lands- bankans, í skýrslu um orsök og aðdraganda falls krónunnar sem Kastljósið fjallaði um á fimmtu- dagskvöld. Skýrsluna hefur Bjarni boðið útgerðarfyrirtækjum og lífeyris- sjóðum sem standa í málaferlum við skilanefndir bankanna um uppgjör gjaldeyrisskiptasamninga. Í skýrslu Bjarna segir að bank- arnir hafi leikið tveimur skjöldum. Á sama tíma og þeir gerðu fram- virka samninga við sjóði og fyrir- tæki tóku þeir stöðu gegn krónunni með fyrrgreindum hætti. Bjarni segir að hagnaður bank- anna mánuðina fyrir hrun verði rak- inn beint til þessara viðskipta og á aðeins 1000 dögum hafi bankarnir keyrt krónuna í kaf, eins og Bjarni orðar það í skýrslunni. - shá Bankarnir báru höfuðábyrgð á falli krónunnar segir í skýrslu gjaldeyrismiðlara: Eftirlitið brást hjá Seðlabanka KAUPÞING Bjarni segir bankana hafa keypt upp allt sitt eigið fé í gjaldeyri, og gott betur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HJÁLPARSTARF Rauði kross Íslands og Slökkviliðið senda í dag Sig- urjón Valdimarsson, sjúkra- flutninga- og slökkviliðsmann, til starfa á Haítí. Sigurjón verður að störfum við tjaldsjúkrahús norska Rauða krossins, um sjötíu kíló- metra fyrir utan höfuðborgina Port-au-Prince, en Rauði kross- inn heldur þar úti tveimur skurðlækningateymum. Hann mun starfa við sjúkraflutninga og sem bráðatæknir. - kóþ Rauði krossinn og Slökkviliðið: Senda mann til starfa á Haítí EFNAHAGSMÁL Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra fundaði í gær með sendinefnd frá Evrópu- nefnd þýska þingsins. Nefnd- in mun fjalla um umsókn Íslands um aðild að Evr- ópusambandinu. Á fundinum var rætt um stöðu mála gagnvart aðildarumsókn og afgreiðslu hennar, stöðu efnahagsmála og samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Jóhanna áréttaði að staða mála varðandi Icesave-viðræður ætti ekki að hafa áhrif á öðrum vett- vangi. - jhh Jóhanna ræðir við Þjóðverja: Icesave-málið á ekki að smita JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir peninga- fals. Hann var ákærður fyrir að hafa sett í umferð tvo fimm þús- und króna seðla sem hann vissi að voru falsaðir. Seðlana notaði hann til þess að greiða mat. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði sýknað manninn en sá dómur var kærður til Hæsta- réttar, sem vísaði málinu aftur í hérað. Að þessu sinni var maður- inn sakfelldur. - jss Notaði falsaða seðla: Dæmdur fyrir peningafals Skjálfti við Bárðarbungu Jarðskjálfti sem mældist 3,4 á Richter reið yfir Vatnajökul um kaffileytið í gær. Hann átti upptök sín við Bárðarbungu. Fjöldi smáskjálfta hefur skekið jörð undir Eyjafjallajökli að undanförnu. JARÐHRÆRINGAR SAMFÉLAG Fjallað verður um íbúa- kosningar og aukin afskipti og áhrif hins almenna borgara í ákvarðanatöku, í fyrirlestri sem Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, heldur í Þjóðmenn- ingarhúsinu í dag. Ræddar verða tilraunir sem gerðar hafa verið til að efla lýð- ræði í nágrannalöndunum, eink- um íbúakosningar í sveitarfélög- um. - kóþ Vísindafélag Íslendinga: Fjallað um íbúakosningar BORGHILDUR OG SYNIRNIR Borghildur telur þetta í fyrsta sinn sem íslensk kona nær slíkri niðurstöðu á erlendri grundu. Vann forræðismál í Bandaríkjunum í gær og flýgur til Íslands á miðvikudaginn: Fær að koma heim með börnin SPURNING DAGSINS Auður Capital veitir ábyrga fjármálaþjónustu Opinn kynningarfundur þriðjudaginn 16. mars kl. 17:15 að Borgartúni 29. Allir velkomnir Hverjum treystir þú fyrir þínum sparnaði? Eignastýring og séreingarsparnaður

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.