Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.03.2010, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 13.03.2010, Qupperneq 4
4 13. mars 2010 LAUGARDAGUR Í frétt blaðsins í gær var rætt um pen- ingamarkaðssjóði. Þar er ranghermt, hið rétta er peningamarkaðsreikn- ingar. LEIÐRÉTTING SAMFÉLAG Það eru góðar fréttir að ríkisstjórnin hefur samþykkt frum- varp um „sanngirnisbætur“ til handa þeim sem orðið hafa fyrir misgjörðum á stofnunum fyrir börn. Mikilvægust er þó viðurkenn- ingin sem í þessu felst fyrir fórnar- lömbin, á aðstæðum þeirra og mis- réttinu sem þau máttu þola. Svo segir Bárður Ragnar Jónsson, for- maður Breiðavíkursamtakanna. „Við erum sáttir og finnst að helstu áherslur okkar hafi verið samþykktar,“ segir hann. Einnig séu fyrrverandi vistmenn á Breiða- vík fegnir því að málinu fari nú að ljúka, eftir svo langan tíma. Gert er ráð fyrir að frumvarp- ið verði lagt fyrir Alþingi í næstu viku, en samkvæmt því geta börn sem hlotið hafa varanlegan skaða, hvort sem það er líkamlegur, and- legur eða félagslegur skaði, fengið allt að sex milljónir króna í bætur. Þá verður hægt að fara fram á bætur vegna „missis tækifæra“, að því er segir í tilkynningu frá for- sætisráðuneyti. Sönnunarbyrði í slíku máli verð- ur minni en gengur og gerist í skaðabótamálum. „Við hefðum kannski viljað sjá hærri bætur en við verðum að horfa til þess að við búum á Íslandi og að þetta er samt betra en það sem hefur viðgengist. Þessar bætur gætu reyndar hækkað í meðförum þingsins,“ segir Bárður og tekur fram að frumvarpið hafi verið unnið í samvinnu við samtökin, sem sé fagnaðarefni út af fyrir sig. Lögin gilda um fyrrverandi skjólstæðinga ýmissa vistheim- ila ríkisins. Bárður býst við því að nánast allir sem voru vistað- ir á Breiðavík á árunum 1952 til 1978 sækist eftir sanngirnisbót- um. Þetta gætu verið 160 manns, en af þeim eru um 35 látnir. Börn látinna vistmanna kunna einnig að eiga rétt á bótum, en Bárður vill ekki giska á hversu mikið verði um að þau reyni það. Hinir látnu hafi margir hverjir svipt sig lífi á unga aldri og ekki skilið eftir afkomend- ur. Umboðsmaður barna María Mar- grét Sigurðardóttir, segir jákvætt að farið sé að takast á við slík mál og að ríkið axli ábyrgð í þeim. „Þetta er auðvitað hræðilegt mál, en það er gott að umræðan hefur verið tekin. Þetta hefur von- andi þau áhrif að réttarstaða barna verði betri í framtíðinni,“ segir hún. klemens@frettabladid.is Breiðavíkurdrengir eru sáttir og fegnir Formaður Breiðavíkursamtaka segist sáttur við væntanlegt frumvarp um bæt- ur til Breiðavíkurdrengja og feginn að biðinni sé að ljúka. Hann telur að nánast allir drengirnir reyni að fá bætur. Umboðsmaður barna fagnar einnig. ÚR BREIÐAVÍK Breiðavíkurheimilið á Snæfellsnesi var skilgreint sem heimili fyrir afvegaleidda drengi. Það var rekið af ríkinu á árunum 1952 til 1978. Forstöðumenn voru Björn Loftsson, Hallgrímur Sveinsson og Þórhallur Hálfdánarson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MARGRÉT MARÍA SIGURÐARDÓTTIR BÁRÐUR RAGNAR JÓNSSON TAÍLAND, AP Taílendingar búa sig enn á ný undir fjöldamótmæli sem óttast er að geti snúist upp í óeirðir og átök við lögreglu og her. Að þessu sinni eru það hinir rauðklæddu stuðningsmenn Thaksins Shinawatra, fyrrver- andi forseta, sem ætla að fjöl- menna um helgina til að krefj- ast þess að núverandi stjórn segi af sér. Fyrstu mótmælaaðgerðirnar voru í gær en skipuleggjendur stefna á mótmælagöngu milljón manna í höfuðborginni Bangkok á sunnudag. - gb Átakahelgi í Taílandi: Milljón manna mótmælaganga EINN MÓTMÆLENDA Með höfuðbúnað í líkingu minnismerkis um lýðræði í Bangkok. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 13° 12° 4° 6° 6° 1° 4° 4° 19° 10° 13° 10° 23° 1° 7° 13° -2°Á MORGUN Heldur vaxandi vindur þegar líður á daginn. MÁNUDAGUR Víða fremur hægur vindur. 3 5 3 3 24 6 3 2 -1 6 6 4 3 2 -1 -1 6 6 7 1 4 6 1 1 5 2 3 5 4 3 10 1 KÓLNAR Það kóln- ar heldur á landinu nú um helgina og má búast við snjó- komu eða slyddu á Norðausturlandi í dag og aftur seinni- partinn á morgun. Sunnanlands verð- ur úrkomulítið í dag en rigning eða slydda á morgun. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður STJÓRNMÁL Viðurkennt lögbrot Ásbjörns Óttarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, verður ekki rann- sakað af efnahagsbrotadeild ríkis- lögreglustjóra, enda gera refsi- ákvæði kröfu um að ásetningur hafi legið að baki, svo refsa megi fyrir brotið. Ásbjörn hefur skýrt brotið fyrir sitt leyti og erfitt er að hrekja þær útskýringar, segir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra. „Það voru gefnar þær skýringar að þetta hefði verið gert í samráði við endurskoðanda félagsins, sem lést síðastliðið haust. Ég vil taka það fram að ég er ekki að leggja neitt mat á þá staðhæfingu eða að segja að látinn endurskoðandi beri ábyrgð á þessu. En í þessu tilfelli verður staðhæfingunni ekki hrund- ið án þess að ræða við endurskoð- andann,“ segir Helgi. Um er að ræða ólöglega arð- greiðslu sem Ásbjörn greiddi sjálf- um sér úr Nesveri, útgerðarfyrir- tæki þingmannsins. Þegar Ásbjörn viðurkenndi þetta opinberlega sagð- ist hann ekki hafa vitað betur. Helgi Magnús segir jafnframt að lögin geri ráð fyrir því að hægt sé að leiðrétta slík mistök eftir á með endurgreiðslu að viðlögðum vaxta- bótum, sem Ásbjörn mun hafa gert. - kóþ Saksóknari efnahagsbrota segir erfitt að hrekja útskýringar þingmanns: Brot Ásbjörns ekki rannsakað ÁSBJÖRN ÓTTARSSON HELGI MAGNÚS GUNNARSSON FJÖLMIÐLAR Allir leikirnir í heims- meistarakeppni landsliða í knatt- spyrnu karla í ár verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 og í Sjónvarpinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu, en það hafði áður tryggt sér sýningarréttinn á öllum leikjunum. Einnig segir þar að með sam- starfi stöðvanna sé aðgengi Íslendinga að mótinu í hámarki. Stöð 2 Sport fái góða viðbót við dagskrána og RÚV létti á fjár- hagsskuldbindingum. - kóþ Sjónvarpið og Stöð 2 Sport: Fótboltaleikir HM í beinni Viðræður flugvirkja Samningaviðræðum á milli flugvirkja og Icelandair var slitið í gær. Flugvirkj- ar felldu samning Icelandair í janúar og boða verkfall 22. mars. KJARAMÁL SUÐURLAND Sveitarstjórnarmenn sem standa að Sorpstöð Suður- lands virðast samstíga í því að vilja urða sorp í Nesi, nærri Þor- lákshöfn. Frá þessu er greint í Sunnlenska fréttablaðinu. Sorp af Suðurlandi er nú urðað í Reykjavík með ærnum tilkostn- aði eftir að hætt var að nota ruslahaug í Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi. Landið í Nesi er að hluta sagt í eigu Landgræðslunnar, sem hafi tekið hugmyndinni vel. Nú sé beðið svars frá bæjaryfirvöldum í Ölfusi um málið. - óká Urða rusl nærri Þorlákshöfn: Sorpstöð vill nota land í Nesi LÖGREGLUMÁL Lögreglumenn stöðv- uðu kannabisræktun í bílskúr í austurborginni í fyrradag. Lagt var hald á tæplega hundrað kanna- bisplöntur, 30 grömm af marijú- ana og lítilræði af hassi. Á sama stað lagði lögregla jafnframt hald á tvölvubúnað og skjávarpa sem grunur leikur á að sé þýfi. Starfsemi annarrar kannabis- verksmiðju var stöðvuð í iðnaðar- húsnæði í Kópavogi í fyrradag. Um fimmtíu kannabisplöntur voru fjarlægðar og nokkrir gróðurhúsa- lampar. - jss KANNABIS Lögregla stöðvaði starfsemi í tveimur kannabisverksmiðjum. Kannabisræktun stöðvuð: Tóku 150 plönt- ur, hass og þýfi AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 12.03.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 227,5494 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,22 125,82 189,82 190,74 172,60 173,56 23,192 23,328 21,537 21,663 17,781 17,885 1,3868 1,3950 192,49 193,63 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Nóatúni 4 · Sími 520 3000 i i A T A R N A í dag frá kl. 10 til 16. Sölusýning Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Verið velkomin í verslun okkar að Nóatúni 4.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.