Fréttablaðið - 13.03.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.03.2010, Blaðsíða 8
8 13. mars 2010 LAUGARDAGUR NÁM Nemendum í Menntaskólanum við Sund verður gert kleift að ljúka námi til stúdents- prófs á þremur árum í stað fjögurra frá og með næsta hausti. Þá verður tekið upp lotubundið bekkjarkerfi í stað hins hefðbundna. Önnum verður fjölgað úr tveimur í fjórar. Það þýðir, að sögn Más Vilhjálmssonar skólastjóra, að nem- endur eru í færri námsgreinum á önn en eru í fleiri kennslustundum í greininni á meðan námið stendur yfir. Breytingin felur jafnframt í sér að dugleg- um nemendum gefst kostur á að ljúka náminu á þremur árum, meðalnemendum verði auð- velt að ljúka á þremur og hálfu, hinir geti farið hægar yfir. Með breytingunni fækkar brautum í skól- anum, verða tvær, náttúrubraut og samfé- lagsbraut. Aukið framboð verður hins vegar á tungumálakennslu og nem- endum gefist kostur á krefj- andi málanámi á hvorri brautinni sem er. Sem fyrr þurfi nemar að ljúka ákveðn- um kjarna en svo þurfi þeir að fara dýpra í nokkur fög. Nýbreytni sé að þeir geti valið til að mynda að sérhæfa sig í erlendu tungumáli með stærðfræði og eðlisfræði. Nýnemar næsta haust munu hefja nám samkvæmt þessu nýja kerfi en hinir ljúka námi í gamla kerfinu. - sbt Breytingar á námsskipan í Menntaskólanum við Sund gerir nemum kleift að stytta framhaldsskólanám: Bjóða upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs MÁR VILHJÁLMSSON Með breytingunum í MS kemst skólinn í hóp framhaldsskóla þar sem nemendum gefst kostur á að taka nám til stúdentsprófs á skemmri tíma en fjórum árum. Í áfangaskólum geta nemendur bætt við sig einingum og stytt þannig námið. Lárus H. Bjarnason, skólastjóri MH, segir það verða æ algengara að nemendur fari þá leið. Í Kvennaskólanum var síðastliðið haust tekið upp kerfi sem gerir nemendum kleift að ljúka námi á þremur árum. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir skóla- stjóri segir að það muni koma í ljós hversu margir muni nýta sér það. Menntaskólinn Hraðbraut býður svo upp á stúdentspróf á tveimur árum. FLEIRI FLÝTA SÉR 1 Hver hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins á fimmtudag? 2 Hver titlar sig sem jafnréttis- hönnuð í símaskránni? 3 Hvaða sjónvarpsþáttur gengur í endurnýjun lífdaga á leiksviði? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 58 Óskast í 101 Reykjavík Einbýlishús Staðgreiðsla fyrir vandað hús á góðum stað Svar sendist á hus101reykjavik@gmail.com Það er minna mál að skipta um banka en þú heldur. Kynntu þér málið á mp.is eða hafðu samband í síma 540 3200. Borgartúni 26 · Ármúla 13a Varfærni, einfalt þjónustuframboð og örugg vinnubrögð skipta öllu máli fyrir fólk og fyrirtæki. Þannig á banki að vera. Gjaldeyrisreikningar Erlend viðskipti Innheimtuþjónusta Fyrirtækjaráðgjöf Netbanki & þjónustuver Kreditkort Ávöxtun innlána Veltureikningur Fjármögnun Ábyrgðir Þeir sem kunna að meta stuttar boðleiðir og skjóta ákvarðanatöku ...eru fljótastir að flytja sig til okkar. Ágústa Finnbogadóttir, viðskiptastjóri Ármúla VIÐSKIPTI Af viðskiptavinum Lands- bankans og Íslandsbanka hafa 60 prósent nýtt sér sjálfvirka greiðslu- jöfnun íslenskra íbúðalána, sam- kvæmt upplýsingum frá bönkunum. Heldur fleiri hafa farið þá leið hjá Arion banka, eða 68 prósent. Að auki bjóða bankarnir upp á sér- tækar leiðir fyrir fólk sem lendir í greiðsluvanda, en þær eru misjafnar eftir bönkum. Stóru bankarnir þrír bjóða þó allir upp á höfuðstólslækk- un erlendra lána í einhverri mynd og einhverja aðlögun íbúðalána. Þá hafa Landsbankinn og Arion banki jafnframt boðið sérstakar lausnir á borð við tímabundna fasta greiðslu afborgana og vaxtagreiðslur ein- vörðungu í eitt ár. Hermann Björnsson, fram- kvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, hafnar því að „ekkert sé að gerast“ eins og vilji bregða við að heyrist í almennri umræðu um bankana. Á annað þúsund manns hafi nýtt sér sérstakar lausnir bank- ans þær níu vikur sem þær hafi stað- ið til boða. Þá sé rangt að lausnirn- ar henti helst hátekjufólki sem farið hafi offari í neyslu. Meirihluti þeirra sem nýtt hafi sér úrræði bankans sé ungt fólk með sína fyrstu íbúð, eða nálægt 70 prósentum. Þá hafi um 35 prósent viðskiptavina með erlend íbúðalán nýtt sér höfuðstólsleiðrétt- ingu Arion banka. Samtals hafi um 14 þúsund viðskiptavinir bankans nýtt sér lausnir hans eða opinberu úrræðin sem í boði séu. Í tilkynningu sem Arion banki sendi frá sér í gær er frá því greint að starfsfólk Arion banka hafi að jafnaði afgreitt um 150 lánabreyt- ingar á viku síðustu vikur. Hermann segir markmiðið að finna fyrir sumarið hentugar lausnir með öllum þeim sem búi við skuldavanda, en lausnir bank- ans standa viðskiptavinum til boða fram til 1. júlí. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að Arion hafi ákveðið að krefj- ast ekki uppboða vegna vangoldinna húsnæðislána til loka ársins 2010. „Það er óháð því hvort um er að ræða innlend eða erlend lán.“ Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum hafa um 1.650 manns nýtt sér úrræði bankans, en þá er ekki litið til sjálfvirkrar greiðslujöfnunar innlendra lána. Hjá Íslandsbanka fengust þær upplýsingar að í lok janúar hafi 1.100 viðskiptavinir nýtt sér höf- uðstólslækkun íbúðalána og 10.000 greiðslujöfnun. 810 manns hafi nýtt sér sérstaka niðurgreiðslu yfirdrátt- ar. Hjá ISB Fjármögnun hafi hins vegar 2.900 einstaklingar nýtt sér höfuðstólslækkun bílalána og bíla- samninga og 1.110 greiðslujöfnun. Þá hafi 520 rekstraraðilar fengið höfuðstólslækkun. Samtals hafi því rúmlega 16 þúsund nýtt sér einhver af þeim almennu úrræðum sem í boði séu hjá bankanum. olikr@frettabladid.is Hátt í 40 þúsund hafa nýtt sér úrræði í boði Milli þrjátíu og fjörutíu prósent lántakenda sögðu sig frá sjálfvirkri greiðslujöfnun íslenskra íbúðalána hjá bönkunum. Í hverjum stóru bankanna þriggja hafa á annað þúsund manns nýtt sér sérstök úrræði. Arion afgreiðir 150 lánabreytingar á viku. BANKAVIÐSKIPTI Bankarnir bjóða upp á sértækar leiðir fyrir fólk sem glímir við greiðsluvanda en þær eru mismunandi eftir bönkum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NÝTA SÉR ÚRRÆÐI BANKA Fjöldi þeirra sem nýtt hefur sér greiðslujöfnun og sérstakar lausnir sem stóru bankarnir þrír bjóða. Banki Fjöldi lána Íslandsbanki 16.000 Arion 14.000 Landsbankinn 8.000 Alls: 38.000 ATH: Fjöldi og gerð lánasamninga er misjafn eftir bönkum. Fjölda þeirra sem nýtt hafa sér úrræði stóru bankanna ber því að skoða í því ljósi að Arion (áður Kaupþing) og Íslandsbanki (áður Glitnir) voru stórtækari en Landsbankinn á sviði íbúðalána. Þá eru inni í tölum Íslandsbanka fjöldi bílalánasamninga ISB Fjármögnunar. Auglýsingasími Allt sem þú þarft… VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.