Fréttablaðið - 13.03.2010, Síða 18

Fréttablaðið - 13.03.2010, Síða 18
18 13. mars 2010 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Jón Óttar Ragn- arsson skrifar um fæðubótarefni Faðir minn kenndi mér ungum að gleðjast aldrei yfir óförum annarra. Ég verð þó að játa að ég átti erfitt er ég las grein dr. Magnúsar Jóhannssonar um fæðubótarefni í Læknablaðinu í fyrri viku! Fjöregg þjóðar Allt frá landnámstíð héldu fæðu- bótarefni lífinu í Íslendingum. Ástæðan var sú að kalt loftslag er óhagstætt fyrir matjurtarækt og innflutt korn var dýrt og oft skemmt. Fyrir bragðið kom fæðið að mestu úr dýraríkinu. Af þess- um sökum áttu Íslendingar um aldaraðir heimsmet í prótínn- eyslu. Á hinn bóginn er slíkt fæði snautt af andoxurum á borð við C-vítamín, sem er helsta afeitrun- arefni („detox“) lifrarinnar, yng- ingarbrunnur líkamans og margt fleira. Yfir sumartímann lögðu Íslendingar því allt kapp á að safna vetrarforða af fæðubótar- efnum á borð við fjallagrös, blóð- berg, ætihvönn, ber og söl sem gáfu þeim gnægð af C-vítamíni og öðrum mögnuðum andoxun- arefnum. Mikilvægast var lýsið sem gaf þrjú dýrmæt fjörefni: ómega-3, D- og A-víta-mín. Skýr- ir þessi einstæða blanda dýra- fæðis og villijurta annálaða feg- urð íslenskra kvenna og ótrúlega lífsgleði og hreysti Íslendinga í aldanna rás þrátt fyrir hallæri og faraldra. Náttúruperla og heilsu- paradís Fæðubótarefni og krydd voru löngum eft- irsóttasta auðlind jarð- ar. Í dag eru fæðubótar- efni, ásamt líkamsrækt og óhefðbundnum lækn- ingaaðferðum, kjölfesta hollustu- byltingarinnar sem nú breiðist út um heiminn. Þessi bylting hefur nú þegar byggt nýtt heilbrigðis- kerfi við hlið þess gamla. Spáir þekktasti heilsuhagfræðingur heims, Paul Zane Pilzer prófess- or, að auðsköpun á þessu sviði á næstu árum verði eins hröð og gerðist í tölvugeiranum í lok 20. aldar! Þetta er okkar tækifæri! Íslendingar eiga fegursta landið, bestu fiskimiðin og lýsið, ómeng- aðasta vatnið, loftið og jarðveginn auk urmul villijurta, en umfram allt heitar laugar og jarðhita sem undirstöðu stóriðju á ylræktuðum kryddum og lækningajurtum. Andspyrnan Þrátt fyrir áratugarannsókn- ir okkar fremstu vísindamanna og lækna á íslenskum fæðu- bótarefnum – með dr. Sigmund Guðbjarnason prófessor í farar- broddi – hefur harðsnúinn hópur afturhaldsseggja unnið mark- visst gegn útbreiðslu þeirra. Þótt ótrúlegt sé hefur æðsti prestur- inn, dr. Magnús Jóhannsson, varðgæslumaður hins alþjóðlega lyfjaiðnaðar, einkum ráðist á það næringarfyrirtæki sem stend- ur fremst vísindalega og er eitt örfárra sem setur allar vörur í ströngustu skoðun yfirvalda. Er ofstækið slíkt að í meira en ára- tug hélt hann úti svæsnu níði um Herbalife á vefsíðu Háskóla Íslands! Er þetta þeim mun furðulegra í ljósi þess að inn í landið flæða nú fæðubótarefni af geysi misjöfnum gæðum nær eftirlits-laust! Um árabil kenndi hann heilli kynslóð íslenskra lækna lyfja- fræði og ól á andúð og þar með fáfræði þeirra á fæðubótarefn- um, náttúrulækningum og öllu öðru sem gat dreift huga þeirra frá „kjarna málsins“: gervilyfjun- um. Áhrifin létu ekki á sér standa og árið 2002 var svo komið að yfir 75% ungra manna og 85% ungra kvenna á Íslandi voru hætt að taka lýsi með skelfilegum afleið- ingum fyrir lífslíkur þeirra og lýðheilsu þjóðarinnar! Sem betur fer sjá æ fleiri í gegnum hræðsluáróður aftur- haldsaft lanna. Breiðist hollus- tubyltingin nú hratt út, ekki síst meðal ungs fólks, á sama tíma og æ fleiri ungir læknar losa sig undan kverkataki fulltrúa gamla tímans. „Stóra bomban!“ Eftir að hafa margtilkynnt að brátt sjái rannsóknir hans á skað- semi fæðubótarefna dagsins ljós birtust þær loks í Læknablaðinu í síðustu viku. Er ekki ofsögum sagt að margir hafi orðið þrumu lostnir. Í fyrsta lagi reyndist sjúklingafjöldinn ótrúlegur: 5 manns á tíu árum (af yfir 10.000 manns sem neyttu vörunnar)! Þar sem flestar Herbalife-vörur innihalda öfluga náttúrulega and- oxara bendir þetta til einstaklega lágrar skaðsemisvirkni. Staðfestir það sem áður var vitað að andoxarar eru ekki skað- valdur, heldur besta vörn lifrar- innar gegn eitrun og bólgum af öllu tagi. Þar við bætist að Herba- life leiðir nú heimsátak gegn ill- vígasta lifrar-bólgufaraldri allra tíma, offitulifrarbólgunni. Strax næsta morgun viður- kenndi dr. Magnús að af 5 sjúk- lingum hefðu allir nema 1 (!) líka tekið inn gervilyf eða verið með undirliggjandi sjúkdóm og full- yrti um leið að langflestar vörur Herbalife væru vitameinlausar, enda „bara matur“. Í öðru lagi: Enda þótt grein hans sé tileinkuð Herbalife reyndust fimm af þeim átta jurt- um sem tilgreindar eru aldrei hafa verið í vörum Herbalife á Íslandi! Og hverjar voru hinar þrjár sem voru það og hljóta því að vera sökudólgarnir! Þær voru (haldið ykkur!): (a) ein þekktasta lækningjaurt heims, aloe vera, (b) eitt algeng- asta krydd jarðar, negull, og loks (c) þjóðardrykkur ¼ mannkyns, grænt te, sem WHO* hvetur alla fullorðna jarðarbúa til að drekka daglega í heilsuskyni! Til að kóróna skrípaleikinn er aðalorsök lifrareitrunar vel þekkt, en það eru einmitt skjól- stæðingar hans, gervilyfin (sjá t.d. grein í sama Læknablaði), en það er þeim að þakka að a.m.k. 100 Íslendingar deyja árlega (og a.m.k. tífalt fleiri fárveikjast)! Hygg ég, eftir öll þessi endemi, að ekki sé of djúpt tekið í árinni þegar sagt er að ef dr. Magnús á sér enn þá einhverja fylgismenn á Íslandi er ólíklegt að þeir láti mikið sér kræla næstu áratugina, hvað þá árin! Á meðan getum við hin aftur einbeitt okkur að því að stemma stigu við offitufárinu, bæta nær- ingar-ástand þjóðarinnar, afeitra í okkur lifrina og á sama tíma að hjálpa dr. Sigmundi og félögum að endurreisa fjárhag íslensku þjóðarinnar! Höfundur er doktor í næringar- fræði og fyrrverandi yfirmaður matvæla- og næringarbrautar Háskóla Íslands. Fæðubót: Böl eða blessun? JÓN ÓTTAR RAGNARSSON Fæðubótarefni og krydd voru löngum eftirsóttasta auðlind jarðar. Í dag eru fæðubótar- efni, ásamt líkamsrækt og óhefðbundnum lækninga- aðferðum, kjölfesta hollustu- byltingarinnar sem nú breiðist út um heiminn. Þessi bylting hefur nú þegar byggt nýtt heilbrigðiskerfi við hlið þess gamla.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.