Fréttablaðið - 13.03.2010, Síða 19
LAUGARDAGUR 13. mars 2010 19
UMRÆÐAN
Viðar Örn Eðvarsson skrifar
um tengsl offitu við nýrna-
og hjartasjúkdóma
Alþjóðleg samtök nýrnalækna og nýrnasjúklinga hafa frá
árinu 2006 valið annan fimmtu-
dag í mars (http://www.worldkid-
neyday.org/) ár hvert til þess að
vekja athygli á nýrnasjúkdóm-
um, þjónustu við nýrnasjúklinga
og aðgerðum til að fyrirbyggja
nýrnabilun. Mikil fjölgun hefur
orðið á fjölda þeirra sem þurfa
meðferð vegna nýrnabilunar á
lokastigi síðustu áratugina sem
skýrist meðal annars af hækk-
andi meðalaldri, auknum lífslík-
um sjúklinga og bættu aðgengi
að meðferð við lokastigsnýrnabil-
un, bæði skilun (blóðhreinsun) og
ígræðslu nýra. Árlega hefja um
20-25 Íslendingar blóðhreinsun-
armeðferð við nýrnabilun á loka-
stigi og um það bil 10 einstakling-
ar gangast undir ígræðslu nýra en
algengustu orsakir nýrnabilunar
hjá fullorðnum eru háþrýstingur
og sykursýki.
Á Íslandi er tíðni lokastigs-
nýrnabilunar í börnum undir 18
ára svipuð og gerist meðal ann-
arra vestrænna þjóða en á árun-
um 1997-2006 greindust 6 börn á
aldrinum 0-17 ára (óbirtar niður-
stöður: H. M. Jónsson). Algeng-
ustu orsakir lokastigsnýrnabilun-
ar hjá börnum og unglingum eru
meðfæddir sjúkdómar í nýrum og
þvagfærum en ólíkt því sem við
á um fullorðna þá greinast börn
sjaldnast það ung með háþrýsting
og sykursýki að þeir sjúkdómar
leiði til nýrnabilunar í æsku. Land-
spítalinn (Barnaspítali Hrings-
ins) er eina heilbrigðisstofnunin á
Íslandi sem býður upp á sérhæfða
þjónustu fyrir börn með nýrna-
sjúkdóma. Þar fer fram grein-
ing og meðferð nýrnabilunar og
margvíslegra nýrnasjúkdóma,
bæði meðfæddra og áunninna,
svo sem bólgusjúkdóma í nýrum,
meðfæddra galla á þvagfærum,
nýrnasteina, þvagfærasýkinga,
og háþrýstings.
Offita og yfirþyngd eru mikil-
vægir áhættuþættir langvinnara
sjúkdóma svo sem háþrýstings,
sykursýki 2, hjarta- og æðasjúk-
dóma og nýrnasjúkdóma hjá bæði
börnum og fullorðnum en áætlað
er að 2-6% útgjalda til heilbrigðis-
mála í vestrænum löndum fari til
meðferðar á sjúkdómum tengdum
offitu (http://www.who.int/hpr/
NPH/docs/gs_obesity.pdf).
Á undanförnum árum og áratug-
um hefur yfirþyngd og offita barna
og unglinga aukist að því marki að
talað er um faraldur. Í Bandaríkj-
unum hefur algengi offitu 6-11 ára
barna rúmlega tvöfaldast frá sjö-
unda áratugnum og samkvæmt
niðurstöðum úr rannsókn Erlings
Jóhannssonar og félaga frá árinu
2006 gætir sömu tilhneigingar
hérlendis. Athyglisvert er að tíðni
háþrýstings í börnum og ungling-
um hefur farið vaxandi undan-
farna tvo áratugi, að því er virðist
í beinum tengslum við aukna yfir-
þyngd og offitu. Fyrstu niðurstöð-
ur íslenskrar rannsóknar sem nú
er í gangi á blóðþrýstingi 1000 níu
til tíu ára barna (S. Steinþórsdótt-
ir, S. B. Elíasdóttir) sýna algengi
háþrýstings 2,6% og umtalsverð
tengsl við yfirþyngd og offitu.
Byrjandi skemmdir á hjarta- og
æðakerfi og nýrum voru til stað-
ar hjá nokkrum þeirra barna sem
voru með staðfestan háþrýsting.
Líklegt er að vaxandi algengi
yfirþyngdar, offitu og háþrýstings
hjá börnum og unglingum muni
valda alvarlegum æðaskemmd-
um og fylgikvillum eins og hjarta-
og nýrnasjúkdómum hjá yngra
fólki en áður hefur þekkst. Er það
umhugsunarefni að lífslíkur ungs
fólks í dag gætu í fyrsta skipti í
sögunni orðið lakari en næstu kyn-
slóðar á undan.
Vaxandi algengi offitu og
háþrýstings hjá börnum og ungl-
ingum er alvarlegur lýðheilsu-
vandi sem mikilvægt er bregðast
við. Með því að draga úr algengi
yfirþyngdar og meðhöndla
háþrýsting hjá börnum og ungl-
ingum snemma á ævinni má koma
í veg fyrir umtalsverða aukningu
á algengi alvarlegs æðasjúkdóms
í hjarta, nýrum og heila á næstu
áratugum. Nauðsynlegt er að yfir-
völd heilbrigðis- og menntamála í
samvinnu við Landlæknisembætt-
ið, Lýðheilsustöð og aðrar stofn-
anir sem koma að stefnumörkun
lýðheilsumála komi sér saman um
leiðir til þess að sporna við þessum
alvarlega lýðheilsuvanda svo fyr-
irbyggja megi ótímabæran heilsu-
brest hjá komandi kynslóðum, þar
á meðal nýrnabilun.
Höfundur er sérfræðingur í
nýrnalækningum barna og
umsjónarmaður líffæraígræðslu
barna á Barnaspítala Hringsins,
Landspítala.
Aukin offita hjá börnum
35% viðskiptavina okkar
með erlend íbúðalán hafa
nýtt sér höfuðstólslækkun.
Hafðu samband
Hefur þú kynnt þér lausnir Arion banka?
Við hjá höfum lagt mikla vinnu og metnað í að koma til móts við þarfir
viðskiptavina okkar með íbúðalán. Á annað þúsund viðskiptavinir hafa þegar nýtt sér
lausnir bankans til höfuðstólslækkunar. Þar af er ungt fjölskyldufólk með sína fyrstu
íbúð í miklum meirihluta.
Við hvetjum viðskiptavini að koma til okkar og skoða hvaða lausnir standa þeim til boða.
Arion banki vill árétta að fái greiðendur erlendra lána sér dæmdan betri rétt í Hæstarétti, missa
þeir ekki þann rétt þó að þeir nýti sér lausnir bankans.
Nánari upplýsingar fást hjá þjónusturáðgjöfum í útibúum eða á .
UMRÆÐAN
Magnús Orri
Schram skrifar um
ríkisstjórnina
Fjölmiðlar ræða nú „uppstokkun“ í rík-
isstjórn Samfylkingar
og Vinstri grænna og
eitthvað er rætt um
breytingu í ráðherra-
liði.
En gætum að. Víða leynast óró-
legar deildir í þingflokkum.
Brýnustu verkefni ríkisstjórn-
ar á Íslandi í dag eru skýr og
skiptir þá engu hverjir skipa þá
ríkisstjórn.
1. Ljúka þarf Icesave-málinu
sem allra fyrst. Það er hægt að
gera í anda þeirrar stefnu sem
ný samninganefnd undir stjórn
Lee Buchheit er að marka en nú
er mál að linni. Icesave-samn-
ingum þarf að loka.
2. Halda þarf áfram endur-
reisn efnahagslífsins
í samstarfi við AGS.
Samstarfið er lykilat-
riðið til að hingað leiti
erlent fjármagn, vext-
ir lækki, höft verði
afnumin og króna
styrkist.
3. Gera þarf enn
betur til að aðstoða
heimili í skulda-
vanda.
4 . Koma þarf
atvinnulífinu í gang með öllum
tiltækum ráðum og minnka
þannig atvinnuleysi.
5. Halda skal áfram á þeirri
leið að laga útgjöld ríkisins að
tekjum þess. Næstu stóru skref í
þeim efnum verða útgjaldamegin
en ekki í gegnum hækkun skatta
á fyrirtæki eða einstaklinga.
Fleira mætti nefna en ofan-
greind atriði þurfa að sæta for-
gangi. Um leið verða til stað-
ar réttar forsendur til að styðja
ríkisstjórn.
Höfundur er alþingismaður.
Uppstokkun hjá
ríkisstjórninni
MAGNÚS ORRI SCHRAM
SEND IÐ OKK UR LÍNU
Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um
málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á
móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna
má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða
Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga
og til að stytta efni.