Fréttablaðið - 13.03.2010, Síða 28

Fréttablaðið - 13.03.2010, Síða 28
28 13. mars 2010 LAUGARDAGUR S agan um Lísu í Undralandi byrjaði einn indælan eftirmiðdag 4. júlí árið 1862 þegar ungur maður að nafni Charles Dodgson reri þrem- ur litlum stúlkum niður ána Tham- es frá borginni Oxford til Godstow. „Segðu okkur sögu,“ sagði hin litla Alice Liddell og úr þessu spannst ein frægasta saga allra tíma. Lísa féll ofan í kanínuholu, rétt eins og holurnar sem stúlkurnar sáu á árbakkanum þennan sumardag með manninum sem síðar varð þekktur sem Lewis Carroll. Alice Lidd- ell minntist þess þegar hún var orðin eldri að Dodgson hefði ferðast með þær til ævin- týraheima þennan dag. Hún bað hann þrá- faldlega um að skrifa niður söguna um nöfnu hennar í Undralandi og tveimur og hálfu ári eftir að sagan fæddist þá færði hann henni skáldsöguna Lísu í Undralandi innbundna í grænu leðri. Feiminn stærðfræðingur Dodgson var hávaxinn, grannvaxinn og fölur með næstum kvenlega andlitsdrætti. Hann stamaði, var heyrnarlaus á öðru eyra og þjáðist af mígreni og flogaveiki. Stamið átti eftir að birtast í líki dódófuglsins í sögunni um Undraland en Dodgson stamaði einmitt do-do þegar hann reyndi að segja nafnið sitt. Hann klæddist aðeins svörtum fötum, nema þegar hann fór út að róa og þótti alvörugef- inn og sérvitur. Dodgson, sem hafði vakið nokkra athygli fyrir limruskrif sín sem ungl- ingur, var fyrst og fremst framúrskarandi stærðfræðingur og fékk hæstu einkunnir í faginu bæði í skóla og háskóla og endaði sem stærðfræðiprófessor við Christ Church í Oxford-háskóla. Dodgson skrifaði verk um algebru fyrir Viktoríu Englandsdrottn- ingu, bók um tennisreglur og fann upp vélina Nyctograph sem gerði honum kleift að skrifa í myrkri án þess að tendra ljós. Dodgson verður Carroll Vinir Dodgsons sannfærðu hann um að fara með handritið að Lísu í Undralandi til útgefanda og bókin kom út árið 1865. Lewis Carroll var nafnið sem Dodgson hafði notað sem höfundarnafn á nokkur ljóð og fylgdi honum alla tíð eftir útgáfu Lísu. Hann kaus hins vegar að opna aldrei eitt einasta bréf sem var stílað á Lewis Carroll. Sagan um Lísu var myndskreytt á fagurlegan hátt af teiknaranum John Tenniell og bókin fékk lofsamlega dóma og seldist í himinháum upplögum. Hún var ein fyrsta skemmti- sagan skrifuð fyrir börn og var uppfull af húmor og skringilegheitum sem þau kunnu að meta. Lísa í Undralandi sameinar hetju- sögu og fantasíur og er uppfull af skopstæl- ingum, barnavísum og söngvum. Margir fræðimenn sjá uppruna Lísu í stærðfræði- legum pælingum ýmis konar og aðrir bera hana til dæmis saman við miðaldaljóð þar sem dýr eru gædd mennskum eiginleikum. Bókin þykir uppfull af duldum táknum og leyndum meiningum sem eru enn óendan- leg uppspretta bókmennta og fræðigreina um heim allan. Barnaást eða barnagirnd? Charles Dodgson naut sín best í félagsskap lítilla stúlkna. Liddell-systurnar þrjár voru dætur yfirprófessorsins við Christ Church í Oxford og vinskapur Charles við þær var mikill, sérstaklega við Alice og hann virt- ist heillaður, jafnvel ástfanginn af henni. Kannski varð hann aðeins of hrifinn af henni því að á tímabili þegar hún var ell- efu ára hélt hann sig fjarri Liddell-fjölskyld- unni líkt og eitthvað hefði mögulega þótt óviður-kvæmilegt í ást hans á stúlkunni. Ekkert þykir sannað um að Dodgson hafi haft neitt nema eðlilegan áhuga á börnum þrátt fyrir að ýmsir haldi öðru uppi. Þessi feimni maður naut sín best meðal barna, hann hætti að stama í návist þeirra og hafði í heiðri hina rómantísku hugmynd um hrein- leika barna sem birtist hjá fleiri skáldum þessa tíma. Það þykir líklegt að Dodgson hafi sjálf- ur lent í einhvers konar áreiti sem barn í heimavistarskóla því í skrifum sínum talar hann um að þau þrjú ár hafi verið óbæri- leg vegna „næturtruflana“. Dodgson hafði mikinn áhuga á ljósmyndun og myndaði oft naktar litlar stúlkur sem mörgum hefur þótt rökstyðja sögur um barnagirnd hans. Mynd- irnar voru þó allar teknar með leyfi foreldra barnanna sem voru viðstaddir myndatök- urnar. Tengingar við eiturlyfjaneyslu? „Guð gefi mér heilagan anda til að hreinsa mig og gera mig góðan,“ skrifaði Dodgson í dagbækur sínar og hver svo sem uppspretta angistar hans var þá þykir ljóst að einhvers konar sálarkreppa og sorg sé undirliggjandi í sögunni um Lísu sem af mörgum bók- menntafræðingum þykir uppfull af vísunum í þroska barns yfir í heim hins fullorðna. Sumir þykjast sjá mikið af vísunum í kyn- ferðislega óra í bókinni með hinum sífelldu lýsingum af stækkunum og minnkun, hnerr- um og barsmíðum, ostrum og flamengó-fugl- um. Þrautir, púsluspil og alls kyns heilabrot voru Dodgson hugleikin og mynda stóran hluta af sögunni um Lísu. Deilt hefur verið um hvað flöskurnar sem Lísa drekkur úr og kökurnar sem hún borðar til að stækka og minnka tákna. Þetta, ásamt pípureykjandi lirfu á sveppi og síbrosandi ketti, þykir mörgum vera vísun í eiturlyfja- neyslu og sannarlega var skáldsagan Lísa í Undralandi í hávegum höfð af hippum sjöunda áratugarins sem tengdu hana við sýrutripp og hassreykingar. Ekkert er sannað um hvort Dodgson hafi sjálfur neytt skynörvandi lyfja eða reykt ópíum eða hass þó að það sé ekki ólíklegt. Margir samtímarithöfundar hans neyttu ópíums og sumir vilja meina að hin reykjandi lirfa sé háð á þá og hinar ópíumreykjandi hefð- arstéttir. Skynörvandi lyf voru sannarlega til á þessum tíma og getgátur hafa verið uppi um að Carroll hafi mögulega neytt sveppa eða jurtarinnar Belladonna sem var notuð í lækn- ingaskyni og svipar að mörgu leyti til efnis- ins LSD. Morfín hefur Carroll líklega tekið við mígreniverkjum og öðrum kvillum líkt og margir á þessum tímum. Carroll-mýtan hrakin Umdeildar hugmyndir hafa einnig verið uppi um að Dodgson hafi ekki verið strangkrist- inn eins og áður var talið heldur hafi hann verið á kafi í dulspeki, guðspeki og spírit- isma og tengst endurvakningu nýplatónism- ans á nítjándu öld og þetta geti útskýrt tákn- fræði í sögum hans. Rithöfundurinn Karoline Leach skrifaði bókina In the Shadow of the Dream Child: The Myth and the Reality of Lewis Carroll og hrekur með henni ýmislegt sem áður var talið víst um rithöfundinn eða „The Carroll Myth“, og þá sér í lagi að hann hafi verið barnaníðingur. Dodgson hélt áfram ljósmyndun sinni og hóf að umgangast listamennina sem aðhyllt- ust Pre-Rafaelita-stefnuna eins og málarana Dante Gabriel Rossetti og John Everett Mill- ais og varð góður vinur Johns Ruskin. Þau tuttugu árum sem hann átti ólifuð eftir sig- urgöngu Lísu í Undralandi breyttist daglegt líf hans lítið. Hann hélt áfram að kenna við Christ Church þar til ársins 1881 og gaf út síðustu skáldsögur sínar, Sylvie og Bruno, árin 1889 og 1893. Eina skiptið sem hann ferðaðist til útlanda var til Rússlands árið 1867. Dodgson lést 65 ára gamall af lungnabólgu heima hjá systur sinni í Guildford sunnan höf- uðborgarinnar. Lísa í Undralandi hefur verið þýdd á um 120 tungumál og sagan endurgerð í sjónvarpi, kvikmyndum og leikhúsi. Ný ævisaga um Lewis Carroll, The Mystery of Lewis Carroll eftir Jenny Woolfe, rekur bankareikninga hans og telur sannað að hann hafi gefið óspart af eigum sínum til yfir 30 góðgerðafélaga sem hjálpuðu börn- um sem höfðu orðið fyrir kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Litla stúlkan í Undralandi Hver var maðurinn á bak við bókina heimsfrægu um Lísu í Undralandi og hver var uppspretta sögunnar? Anna Margrét Björns- son rifjar upp ævi og hugarheim stærðfræðiprófessorsins Charles Dodgsons sem betur er þekktur undir nafninu Lewis Carroll. LÍSA TIMS BURTON Kvikmynd leikstjórans Tim Burton er nú í kvikmyndahúsum og skartar leikkonunni Miu Wasikowu í hlutverki Lísu. Í kvikmyndinni blandar Burton saman bókunum Lísu í Undralandi og framhaldi hennar, Gegnum spegilinn, og útkoman verður nokkuð ólík hinum upprunalegu verkum. TEIKNING AF LÍSU Charles Dodgson rissaði upp Lísu í Undralandi þegar hann sat við skriftir á bókinni. Í efra vinstra horni má sjá teikningu af hinni raunverulegu Lísu, stúlkunni Alice Liddell sem var honum innblástur að sögunni. LJÓSMYND AF ALICE Stúlkan Alice Lidd- ell (1852 - 1934) en hér er ljósmynd af henni í hlutverki betlarastúlku sem Dodgson tók. NORDICPHOTOS/GETTY LÍSA Í ÓTAL MYNDUM Þessi teikning úr Lísu í Undralandi var gerð af Charles Folkard. HVÍTA KANÍNAN Hljómsveitin Jefferson Airplane samdi lagið White Rabbit innblásið af Lísu í Undralandi og tengdi söguna við neyslu LSD. TEIKNING ÚR BÓKINNI John Tenniell myndskreytti upprunalegu útgáfuna með fallegum og skringilegum teikning- um sem áttu vel við efnið. ➜ FRÆG VERK EFTIR LEWIS CARROLL MAÐURINN Á BAK VIÐ LÍSU Charles Lutwidge Dodgson, betur þekktur sem Lewis Carroll. Sjálfs- mynd tekin árið 1865, sama ár og bókin um Lísu kom út. ■ Lísa í Undralandi (e. Alice’s Adventures in Wonderland) ■ Gegnum spegilinn (e. Through the Looking Glass) ■ The Hunting of the Snark ■ Jabberwocky ■ Phantasmagoria ■ Symbolic Logic ■ Euclid and his Modern Rivals ■ The Alphabet Cipher ■ What the Tortoise Said to Achilles ■ Hiawatha’s Photographing
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.