Fréttablaðið - 13.03.2010, Page 31
fjölskyldan
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ]
mars 2010
Gramsað í læknatösku pabba
„Ég var lengi í uppreisn gagnvart
því að verða læknir því allir í fjöl-
skyldunni bjuggust við að ég fetaði
í fótspor föður míns og föðurafa.
En svo þegar ég stóð frammi fyrir
námsvali í háskólanum fannst mér
ekkert nema læknisfræðin áhuga-
verð og sé ekki eftir því námsvali
í dag,“ segir Eva Albrechtsen sem
útskrifaðist sem læknir úr Háskóla
Íslands vorið 2007. Faðir hennar er
Jörgen Albrechtsen röntgenlækn-
ir.
„Eins og önnur læknabörn þótti
mér súrt í broti að fá ekki að vera
eins oft veik heima og hinir krakk-
arnir. Ég var alltaf send í skólann
um leið og ég varð hitalaus, en
læknar hafa eðlilega umframvitn-
eskju um veikindi og sparka í rass-
inn á sínum börnum þótt kvartað
sé undan einhverjum krankleika.
Hins vegar er ekki mælt með að
læknar meðhöndli sín börn eða
sína nánustu,“ segir pabbastelpan
Eva sem ávallt hefur litið upp til
föður síns í starfi og leik.
„Pabba hefur alltaf fundist mjög
gaman í vinnunni og það skín af
honum enn þann dag í dag. Ég varð
snemma spennt fyrir læknatösk-
unni og fékk iðulega að gramsa í
henni. Seinna, þegar pabbi hafði
sérhæft sig, þótti mér gaman að
fara með honum til að sjá hvað
hann aðhafðist í vinnunni,“ segir
Eva sem nýlega byrjaði sérhæf-
FRAMHALD Á SÍÐU 4
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/V
ILH
EL
M
Gaman
að kenna
börn um
jóga
Ágústa og Drífa
segja börn hafa
ánægju af jóga
SÍÐA 2
Símtal af hafsbotni
Ásgeir Einarsson kafari og synir hans hafa það
orð á sér að vera mikið neðansjávar SÍÐA 2
Fetað í fótspor pabba Eva með
föður sínum, Jörgen Albrechtsen á
læknastofu hans í Domus Medica.
Fetað í fótspor foreldranna
Hvað ætlarðu að verða? eru
börn stundum spurð. Strák-
ar svara þá gjarnan með
hetjustarfi og stelpur öllu
kvenlegri starfa, en þegar
aldur hækkar kjósa fleiri
starfsvettvang pabba eða
mömmu.