Fréttablaðið - 13.03.2010, Side 36

Fréttablaðið - 13.03.2010, Side 36
 13. MARS 2010 LAUGARDAGUR2 Poppplata ársins ● Umsagnir dómnefndar Don’t be a stranger Feldberg. Útgefandi: Cod Music. Samstarf Einars „Eberg“ Tönsberg og Rósu Ísfeld úr Sometime skilaði einni af bestu poppplötum ársins. Grípandi lagasmíð- ar, flottur hljómur og karakterríkur söngur. Þau eru líka tilnefnd fyrir lag ársins og Einar sem höfundur ársins. Amanita Muscaria Lights on the Highway. Útgefandi: Lights on the Highway. Með Aman- ita Musc aria sannar hljóm- sveitin, að hún hefur frá útkomu fyrri plötu sinnar (2005) þroskast frá því að vera efnileg og upp í efsta gæðaflokk í íslenskri dægurlagatónlist. Tónlistin er einhvers konar blanda af hippatónlist 6. og 7. áratugarins og gruggtónlist Seatt- le-sveitanna frá þeim 9. og 10.; lagasmíðar og útsetn- ingar eru fjölbreyttar, hljóðfæraleikur til fyrirmyndar og söngur einstaklega góður. Dry land Bloodgroup. Útgefandi: Record Records. Með Dry Land hætti Bloodgroup að vera efnileg og varð góð. Þau hafa ekki glatað smekknum fyrir stuðmiklu raf- poppi, en á Dry Land er hljóðheimurinn ríkari og laga- smíðarnar þróaðri. Easy music for difficult people Kimono. Útgefandi: Kimi. Eins og áður eru sérkenni Kimono á Easy music for difficult people góðar laga- smíðar og flottar pælingar í hljóðfæraleik og útsetn- ingum. Hljómsveit með sterk karaktereinkenni, en samt í þróun. Get it together Dikta. Útgefandi: Kölski. Dikta fetar sig áfram upp á við í einkennandi lagasmíðum, þéttri spilamennsku og firnagóðri framsetningu á Get it together. Hljómur- inn er til stakrar fyrirmyndar og allt yfirbragð plötunn- ar mjög sannfærandi. Sing along to songs you don’t know Múm. Útgef- andi: Borgin. Sing along to songs you don’t know sýnir að Múm er hljómsveit í stöðugri þróun. Tón- listin er mun fjölbreyttari en áður, en jafn framsæk- in. Hugmyndaauðgi Múm-liða kemur fram í hljóðfæra- skipaninni, útsetningunum og sjálfum lagasmíðunum. Terminal Hjaltalín. Útgefandi: Borgin. Á Terminal heldur Hjaltalín áfram að vinna með kammerpoppið sem þau kynntu til sögunnar á Sleepdrunk Seasons. Á Term- inal eru lögin fágaðri og meira unnin auk þess sem á plötunni má greina áhrif frá söngleikjatónlist og eðal- poppi sjöunda áratugarins. Sérstaklega heilsteypt og öflug plata. IV Hjálmar. Út- gefandi: Borg- in. Eftir þrjár vel heppnaðar alíslenskar reggíplötur fóru Hjálmar til höfuðborgar reggítónlistar- innar, Kingston á Jamaíka til að vinna plötu númer fjög- ur. Það heyrist á IV. Lagasmíðarnar eru jafn traustar og áður, en nú er hljóðheimurinn litaður af ósviknum hljóðversgöldrum frá Kingston. Hljómgrunnur 3. tölublað, mars 2010 Útgefandi: Samtónn Ritstjórn: Pétur Grétarsson og Þorgeir Tryggvason Ábyrgðarmaður: Ásmundur Jónsson Ljósmyndir: Fréttablaðið Hljómgrunnur er umræðuvettvangur um íslenska tónlist og tónlistarlíf. Hugmyndir, efni og athugasemdir sendist á hljomgrunnur@gmail.com. Í desember síðastliðnum, á Degi íslenskrar tónlistar, fögnuðum við Tón- listarhúsinu og í dag vörpum við sviðsljósinu á margt af því sem þykir standa upp úr á liðnu ári. Íslensk tónlist á stóran þátt í að skapa þjóðinni jákvæða ímynd. Ljóst er samkvæmt ýmsum könnunum að íslensk tónlist er ofarlega í huga ferðamanna þegar þeir ákveða að koma til Íslands. Að margra mati hefur íslensk tónlist ákveðna sérstöðu sem ef til vill má rekja til góðrar undirstöðu í tónlistarmenntun. Það er mikilvægt að hlúa að þessari sér- stöðu. Framlag tónlistar til landsframleiðslu er nú áætlað um 1,4 prósent, sem þýðir að hagrænt gildi tónlistarmenningar er nokkuð meira en landbúnaðarins. Þetta er því ein af mörgum stoðum í íslensku hagkerfi. Það hefur sýnt sig að stuðningur við nýsköpun í menningargreinun- um hefur skilað sér margfalt til baka inn í þjóðarbúið. Þessi stuðningur hefur jafnframt margföldunaráhrif yfir í aðrar tengdar greinar eins og ferðamannaiðnaðinn, verslun og þjónustu. Skýr dæmi um þetta eru tón- listarhátíðir á borð við Iceland Airwaves, Aldrei fór ég suður, Djasshá- tíð Reykjavíkur og Myrka músíkdaga svo aðeins fjórar af þrjátíu árleg- um tónlistarhátíðum séu nefndar. Mikilvægt er að auka verulega framlög í Tónlistarsjóð svo betur megi vinna að markaðssetningu á íslenskri tónlist. Slík fjárfesting stuðlar að efnahagslegri fjölbreytni, styrkir menningarlega innviði og er tvímælalaust ein áhugaverðasta fjárfesting sem völ er á nú á tímum. Tónlistargeirinn hefur á undanförnum árum tekist á við stórfelld- ar breytingar í gegnum stafræna byltingu. Þetta hefur breytt neyslu- mynstri og miðlun tónlistar og felur bæði í sér ögrun og tækifæri. Ögrunin felst í að standa vörð um að greiðslur fyrir notkun á tónlist skili sér til tónlistarmanna. Þeirri baráttu miðar vel enda hafa rétthafar í tónlist og kvikmyndum snúið bökum saman til að sporna við ólöglegu niðurhali. Tækifærin felast í því að internetið skapar markað án landa- mæra. Það ber að skoða hvernig styrkja má frekari sókn á þessu sviði. Skapandi atvinnugreinar og menningariðnaður geta orðið stóriðja 21. aldarinnar eins og haft hefur verið eftir Ágústi Einarssyni, doktor í hagfræði og rektor Háskólans á Bifröst. Þessi fullyrðing fellur vel að sjónarmiðum og trú stjórnarmanna Samtóns, samstarfsvettvangs tón- listarrétthafa á Íslandi. Góða skemmtun á Íslensku tónlistarverðlaunun- um 2010. Ásmundur Jónsson, formaður Samtóns TÓNLIST SKIPAR STÓRAN SESS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.