Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.03.2010, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 13.03.2010, Qupperneq 36
 13. MARS 2010 LAUGARDAGUR2 Poppplata ársins ● Umsagnir dómnefndar Don’t be a stranger Feldberg. Útgefandi: Cod Music. Samstarf Einars „Eberg“ Tönsberg og Rósu Ísfeld úr Sometime skilaði einni af bestu poppplötum ársins. Grípandi lagasmíð- ar, flottur hljómur og karakterríkur söngur. Þau eru líka tilnefnd fyrir lag ársins og Einar sem höfundur ársins. Amanita Muscaria Lights on the Highway. Útgefandi: Lights on the Highway. Með Aman- ita Musc aria sannar hljóm- sveitin, að hún hefur frá útkomu fyrri plötu sinnar (2005) þroskast frá því að vera efnileg og upp í efsta gæðaflokk í íslenskri dægurlagatónlist. Tónlistin er einhvers konar blanda af hippatónlist 6. og 7. áratugarins og gruggtónlist Seatt- le-sveitanna frá þeim 9. og 10.; lagasmíðar og útsetn- ingar eru fjölbreyttar, hljóðfæraleikur til fyrirmyndar og söngur einstaklega góður. Dry land Bloodgroup. Útgefandi: Record Records. Með Dry Land hætti Bloodgroup að vera efnileg og varð góð. Þau hafa ekki glatað smekknum fyrir stuðmiklu raf- poppi, en á Dry Land er hljóðheimurinn ríkari og laga- smíðarnar þróaðri. Easy music for difficult people Kimono. Útgefandi: Kimi. Eins og áður eru sérkenni Kimono á Easy music for difficult people góðar laga- smíðar og flottar pælingar í hljóðfæraleik og útsetn- ingum. Hljómsveit með sterk karaktereinkenni, en samt í þróun. Get it together Dikta. Útgefandi: Kölski. Dikta fetar sig áfram upp á við í einkennandi lagasmíðum, þéttri spilamennsku og firnagóðri framsetningu á Get it together. Hljómur- inn er til stakrar fyrirmyndar og allt yfirbragð plötunn- ar mjög sannfærandi. Sing along to songs you don’t know Múm. Útgef- andi: Borgin. Sing along to songs you don’t know sýnir að Múm er hljómsveit í stöðugri þróun. Tón- listin er mun fjölbreyttari en áður, en jafn framsæk- in. Hugmyndaauðgi Múm-liða kemur fram í hljóðfæra- skipaninni, útsetningunum og sjálfum lagasmíðunum. Terminal Hjaltalín. Útgefandi: Borgin. Á Terminal heldur Hjaltalín áfram að vinna með kammerpoppið sem þau kynntu til sögunnar á Sleepdrunk Seasons. Á Term- inal eru lögin fágaðri og meira unnin auk þess sem á plötunni má greina áhrif frá söngleikjatónlist og eðal- poppi sjöunda áratugarins. Sérstaklega heilsteypt og öflug plata. IV Hjálmar. Út- gefandi: Borg- in. Eftir þrjár vel heppnaðar alíslenskar reggíplötur fóru Hjálmar til höfuðborgar reggítónlistar- innar, Kingston á Jamaíka til að vinna plötu númer fjög- ur. Það heyrist á IV. Lagasmíðarnar eru jafn traustar og áður, en nú er hljóðheimurinn litaður af ósviknum hljóðversgöldrum frá Kingston. Hljómgrunnur 3. tölublað, mars 2010 Útgefandi: Samtónn Ritstjórn: Pétur Grétarsson og Þorgeir Tryggvason Ábyrgðarmaður: Ásmundur Jónsson Ljósmyndir: Fréttablaðið Hljómgrunnur er umræðuvettvangur um íslenska tónlist og tónlistarlíf. Hugmyndir, efni og athugasemdir sendist á hljomgrunnur@gmail.com. Í desember síðastliðnum, á Degi íslenskrar tónlistar, fögnuðum við Tón- listarhúsinu og í dag vörpum við sviðsljósinu á margt af því sem þykir standa upp úr á liðnu ári. Íslensk tónlist á stóran þátt í að skapa þjóðinni jákvæða ímynd. Ljóst er samkvæmt ýmsum könnunum að íslensk tónlist er ofarlega í huga ferðamanna þegar þeir ákveða að koma til Íslands. Að margra mati hefur íslensk tónlist ákveðna sérstöðu sem ef til vill má rekja til góðrar undirstöðu í tónlistarmenntun. Það er mikilvægt að hlúa að þessari sér- stöðu. Framlag tónlistar til landsframleiðslu er nú áætlað um 1,4 prósent, sem þýðir að hagrænt gildi tónlistarmenningar er nokkuð meira en landbúnaðarins. Þetta er því ein af mörgum stoðum í íslensku hagkerfi. Það hefur sýnt sig að stuðningur við nýsköpun í menningargreinun- um hefur skilað sér margfalt til baka inn í þjóðarbúið. Þessi stuðningur hefur jafnframt margföldunaráhrif yfir í aðrar tengdar greinar eins og ferðamannaiðnaðinn, verslun og þjónustu. Skýr dæmi um þetta eru tón- listarhátíðir á borð við Iceland Airwaves, Aldrei fór ég suður, Djasshá- tíð Reykjavíkur og Myrka músíkdaga svo aðeins fjórar af þrjátíu árleg- um tónlistarhátíðum séu nefndar. Mikilvægt er að auka verulega framlög í Tónlistarsjóð svo betur megi vinna að markaðssetningu á íslenskri tónlist. Slík fjárfesting stuðlar að efnahagslegri fjölbreytni, styrkir menningarlega innviði og er tvímælalaust ein áhugaverðasta fjárfesting sem völ er á nú á tímum. Tónlistargeirinn hefur á undanförnum árum tekist á við stórfelld- ar breytingar í gegnum stafræna byltingu. Þetta hefur breytt neyslu- mynstri og miðlun tónlistar og felur bæði í sér ögrun og tækifæri. Ögrunin felst í að standa vörð um að greiðslur fyrir notkun á tónlist skili sér til tónlistarmanna. Þeirri baráttu miðar vel enda hafa rétthafar í tónlist og kvikmyndum snúið bökum saman til að sporna við ólöglegu niðurhali. Tækifærin felast í því að internetið skapar markað án landa- mæra. Það ber að skoða hvernig styrkja má frekari sókn á þessu sviði. Skapandi atvinnugreinar og menningariðnaður geta orðið stóriðja 21. aldarinnar eins og haft hefur verið eftir Ágústi Einarssyni, doktor í hagfræði og rektor Háskólans á Bifröst. Þessi fullyrðing fellur vel að sjónarmiðum og trú stjórnarmanna Samtóns, samstarfsvettvangs tón- listarrétthafa á Íslandi. Góða skemmtun á Íslensku tónlistarverðlaunun- um 2010. Ásmundur Jónsson, formaður Samtóns TÓNLIST SKIPAR STÓRAN SESS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.