Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.03.2010, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 13.03.2010, Qupperneq 41
LAUGARDAGUR 13. mars 2010 3 MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir barnaleikritið Langafi prakkari, sem byggt er á sögum Sigrúnar Eldjárn, í menningarmiðstöð- inni Gerðubergi í dag klukkan 14. Í aðalhlutverkum eru Pétur Eggerz og Aino Feyja Järvelä. „Það er ofboðslega gleðilegt að sjá þessa persónu öðlast nýtt líf og hverfa úr minni umsjá, ef svo mætti segja. Fíasól er farin í sitt eigið ferðalag,“ segir Kristín Helga Gunnarsdóttir, höfundur bókanna vinsælu og nýrrar leik- gerðar um hina glaðværu Fíusól, sem frumsýnd er í dag í Kúlunni, barnaleikhúsi Þjóðleikhússins. Kristín Helga vann leikgerðina að verkinu ásamt Vigdísi Jakobs- dóttur, sem einnig er leikstjóri sýningarinnar. Þær hafa unnið að sýningunni frá því í haust. „Ég er að taka þátt í leikhúsi í fyrsta sinn og það þýðir heilmik- inn aukahjartslátt hjá mér,“ segir Kristín Helga og hlær. „En ég er svo heppin að hafa fengið að vinna með svona miklu atvinnu- fólki sem leiðir mig áfram. Starfið sem fram fer í leikhúsinu er ævin- týralega skemmtilegt og frábært að kynnast því.“ Bækurnar um Fíusól eru orðnar fjórar talsins og hafa notið mikilla vinsælda. Í leikritinu fá áhorfend- ur að kynnast fjölskyldu Fíusólar, bláum skrímslum í gluggakistu, draugum undir rúmi og síðast en ekki síst Ingólfi Gauki, besta vini Fíusólar, sem leikinn er af Sindra Birgissyni. Kristín Helga segir Ingólf Gauk vera sterkan málsvara ungra drengja í sýn- ingunni. „Upphaflega settist ég niður og skrifaði bækurnar ekki síður fyrir stráka en stelpur, í og með til að sýna hvað stelpur eru skemmtilegar og hversu gaman við getum haft hvert af öðru hvort sem við erum strákar eða stelp- ur,“ segir Kristín. Lára Sveins- dóttir fer með hlutverk Fíusólar í sýningunni og gerir það afbragðs- vel að sögn Kristínar. „Lára er hin eina og sanna Fíasól, alveg eins og persónan var í höfðinu á mér. Um daginn komu nokkrar litlar mann- eskjur á æfingu og fengu að hitta Láru í gervi Fíusólar og sögðu að hún væri alveg eins og í bókunum. Þá er tilganginum náð.“ Það er enginn annar en Ingó í Veðurguðunum sem semur lögin í sýningunni. Kristín Helga segir hann vera sannkallað náttúru tal- ent. „Það flæða upp úr honum grípandi smellir og allir eru þeir þannig að mann langar til að dansa með. Það er voðalega mikið Ingó,“ segir Kristín. kjartan@frettabladid.is Fíasól fer í eigið ferðalag Kúlan, barnaleikhús Þjóðleikhússins, frumsýnir í dag nýtt leikrit eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur um hinn átta ára ærslabelg Fíusól. Höfundurinn segir leikritið ekki síður höfða til drengja en stúlkna. Kristín Helga Gunnarsdóttir, Lára Sveinsdóttir og Vigdís Jakobsdóttir eru meðal þeirra sem koma að leiksýningunni um Fíusól sem frumsýnd er í Kúlunni í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Á Austur-Indíafjelaginu geturðu nú kitlað bragðlaukana með veislu í tilefni Holi-hátíðarinnar á Indlandi. Risarækjur í forrétt, í aðalrétt eru kjúklingalundir, lambafillet og grænmetisréttur. Með þessu er síðan úrval Naan-brauða, Raitha, hrísgrjón og að síðustu ljúffengur eftirréttur. Þessi ríkulegi veislukostur býðst nú í mars á aðeins 4.990 kr. sun-fim og 5.990 kr. fös og lau. Á föstudags- og laugardagskvöldum svífur dansfuglinn Mínerva inn í veitingasal okkar með sínum yndisþokka og dansi. Borðapantanir í síma 552 1630. Hverfisgata 56, 101 Reykjavík Sími: 552 1630 austurindia@austurindia.is Opið: sun.-fim. 18:00 - 22:00 fös. og lau. 18:00 - 23:00 www.austurindia.is HOLI MATSEÐILL Austur-Indíafjelagsins Litríkur og dásamlegur 4.990 kr. sun-fim 5.990 kr. fös-lau HOLI-hátíð gleði, dans og litríkur matur RÝMINGARSALA Skipholti 29b • S. 551 0770 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is sími 512 5447 Þriðjudaga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.