Fréttablaðið - 13.03.2010, Page 62

Fréttablaðið - 13.03.2010, Page 62
 13. MARS 2010 LAUGARDAGUR8 Þegar ég var lítil hékk ég alltaf með pabba og mömmu og hlustaði þar af leiðandi á tónlistina sem þau voru að hlusta á: Bítlamúsík inn- lenda og erlenda. Síðar tóku við unglingsárin með sínum yndislegu uppgötvun- um á spennandi tónlist og löngum göngutúrum um allt með vasa- diskó. Þá var ég að hlusta á tón- list á mínum forsendum og upp- götvaði Boy George, David Bowie og allt þar á milli. Þarna hékk ég með félögunum og hlustaði á kass- ettur og vínil. Svo varð ég stærri og hélt auð- vitað áfram að hanga með vinum mínum og hlusta á tónlist. Og þótt líf mitt og heimurinn allur hafi umturnast síðan þá, hefur það þó aldrei breytt því hversu gaman mér þykir að hanga með einhverj- um og hlusta á tónlist. Það má segja að tónlistaráhugi minn hafi byrjað með því að hlusta á Bítlana og vilja syngja raddan- irnar í lögum þeirra. Þaðan þró- ast þetta út í að vilja eiga plaköt og barmmerki með uppáhalds- pönkinu og nýbylgjunni. Síðan kom tímabilið þegar ég vildi læra gítarinn í góðu lögunum. Ég æfði mig og æfði þangað til ég náði að spila lagið. Núna syng ég sjaldan raddanir, á afskaplega fá plaköt og þarf alls ekki að kunna öll lög sem ég fíla á gítar. En að öllum líkindum hlusta ég alveg jafnmikið á tónlist í dag, 39 ára, og ég gerði þegar ég var 7 ára, 15 ára eða 28 ára. Það er bara eitthvað svo æðis- legt að sitja og aðhafast ekkert sér- stakt annað en að hlusta á tónlist, tala kannski smá um hana, pæla í áhrifavöldunum, velta fyrir sér (ef tónlistin er gömul) hvað annað kom út sama ár, fara kannski á Wikip- ediu og fletta upp hljóðfæraleik- urum og sjá hvaða öðrum sveitum þeir voru í. Hlusta kannski í fram- haldinu á eitthvað með viðkom- andi. Fara á Youtube og skoða læv- upptökur með bandinu. Hækka að- eins. Er þetta ekki alveg örugglega það sem flestir gera á kvöldin? Leggjum eyrun við ● Heiða Eiríksdóttir tónlistarkona. BAKNAG Pascal Pinon Þrátt fyrir að hæverska og jafnvel feimni hafi verið áberandi í fari hljóm- sveitarinnar Pascal Pinon hefur hún skyggt á marga háværari tónlistarmenn. Tónlistin er lágstemmd og yfirlætislaus, dálítið ,,skólastofuleg”, en skemmtilega útsett og krydduð launfyndnum, skemmtilegum og oftast íslenskum textum. Sudden Weather Change Kraftmikil gítarsveit undir áhrifum frá amerísku jað- arrokki. Fyrsta platan þeirra er ekkert slor en jafnast þó ekki á við kraftinn og spilagleðina sem einkennir þá fimm- menninga á tónleikum. Sykur sýndi það bæði á sinni fyrstu plötu, Frábært eða frábært og á tónleikum að hún er ein af skemmtilegri popp- sveitum landsins. Flottir taktar, frísklegur hljómur og lífleg sviðsframkoma eru aðalsmerki Sykurs. Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari hefur sýnt það og sannað á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því að hún lauk námi við Juilliard- tónlistarskólann í New York að hún er glæsilegur flytjandi. Sæunn hefur vald á víðfeðmri efnisskrá og býr yfir næmi og skilningi á viðfangsefnum sínum. Þorvaldur Þór Þorvaldsson trommuleikari snýr aftur úr fram- haldsnámi í músík og stimplar sig inn með öflugu tónleikahaldi og plötu með eigin tónlist. Bjartasta vonin ● Umsagnir dómnefndar Hljómsveitin Sykur Sudden Weather Change YAMAHA DG X 630 179.990,- k r. Síðumúla 20 Reykjavík S.: 591 5340 www.hljodfaerahusid.is Sunnuhlíð 12 Akureyri S.: 462 1415 www.tonabudin.is Fender rafmagnsgítarpakki 49.990,- kr. 8.350,- kr. á mánuði vaxtalaust í 6 mán. YAMAHA PSRE32345.900,- kr. 7.650,- kr. á mánuði vaxtalaust í 6 mán. Skólafiðlurverð frá 19.900,- kr. Upptökubú naður, hljó ðnemar og heyrnatól í miklu úrv ali Fender k assagíta rpakki 28.990,- kr. 7.250,- kr. á má nuði vax talaust í 4 mán. Úrval af gítar- og bassamögnurum h ö n n u n : Þ ó rh a ll u r - w w w .e ff e k t. is YAMAHA blásturshljóðfærií miklu úrvali Vaxtalausar greiðslur í boði! Premier trommu sett 59.900,- kr. 9.980,- k r. á mán uði vaxt alaust í 6 mán. YAMAHA DTXp lorer rafnagnstrom musett 165.000,- kr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.