Fréttablaðið - 13.03.2010, Síða 63

Fréttablaðið - 13.03.2010, Síða 63
fjölskyldan 5 LÆKNIR EÐA LISTASKÁLD? Börn leika sér gjarnan í hlut- verkaleikjum, eru bardagahetjur, læknar, smiðir eða prinsessur eftir áhuga og umhverfi. Búningar eru skemmtileg leikföng fyrir stóra og litla krakka, hvort sem er heimatilbúnir eða aðkeyptir. eru í vinnunni og við viljum ekki of mikla rútínu. Börn eiga að fá að njóta bernsku sinnar sem lengst og nægur tími seinna til að lifa og hrærast í fastmótaðri dagskrá skólastofnana.“ Kossar að launum „Sem hnáta læddist ég stundum í kústinn á verkstæði pabba og fékk smáaura fyrir að sópa, en sá ekki möguleikana í starfinu fyrr en ég fór að snuddast þar og fikta á menntaskólaárunum, þegar ég var enn óráðin í hvað ég ætlaði að verða,“ segir húsgagnabólstrarinn Berglind Hafsteinsdóttir sem fet- aði í fótspor föður síns, Hafsteins Sigurbjarnasonar í H.S. Bólstrun, og rekur nú Bólsturlist á Selfossi. „Ég fór á samning hjá formanni Meistarafélags bólstrara, sem þá var pabbi, og ekki skemmdi fyrir hversu ánægður hann var með þá ákvörðun, blessaður karlinn. Haf- þór bróðir minn í Formbólstrun lærði einnig þessa iðn, svo þetta er orðinn viðamikill fjölskyldu- bisness, þótt við rekum hvert sína bólsturgerðina.“ Það var óhægt um vik í Iðnskól- anum í Reykjavík þegar Berglind ákvað að hefja nám í húsgagna- bólstrun því ekki hafði útskrifast nemi úr því fagi við skólann í yfir tvo áratugi. „Það þurfti því að búa til námið upp á nýtt. Ekki fannst lengur kennari til að kenna fagteikningu í bólstrun og hélt ég því utan til Danmerkur til að ljúka sveinsprófi frá Skive Tekniske Skole, sem er sá virtasti á Norðurlöndum,“ segir Berglind, sem líkt og faðir henn- ar og bróðir er jafnvíg á allar teg- undir bólstrunar, en lagði mesta áherslu á antíkbólstrun, meðan þeir feðgar eru meira í almennri bólstrun og bílsætabólstrun. „Bólstrun er allt eins kvenna- starf en við erum þó bara þrjár af mörgum sem hafa útskrifast sem störfum við þetta í dag. Starfinu fylgir mikið álag á hendur því í antíkbólstrun er allt handsaumað og handbundið eftir kúnstarinn- ar reglum,“ segir Berglind sem lærði antíkbólstrun af meistar- anum Halldóri Jónssyni, en faðir hennar sá til þess að dóttirin lærði af sem flestum meisturum svo hún fengi sem mest út úr náminu. „Það leynir sér ekki hvað pabbi er stoltur. Hann á enn erfitt með að sleppa takinu af mér, en ég er dug- leg að skjótast í bæinn og starfa með honum þegar stærri verkefni kalla. Eftir hrunið hættu Íslend- ingar að henda húsgögnum, en láta í staðinn gera við þau eða gera þau upp, sem er alltaf ódýrari og betri kostur.“ Berglind segir töfra bólstrunar felast í þakklæti húsgagnaeigenda sem trúi vart eigin augum þegar þeir sjá illa farin húsgögn sín öðl- ast nýtt líf í höndum bólstrarans. „Handverkið er líka dásamlegt að vinna, en ómæld ánægja við- skiptavinarins setur punkt yfir i-ið og þá fæ ég stundum kossa að launum líka,“ segir Berglind hlæjandi. „Ég á heima í bólstr- un og er ánægð með að hafa farið sömu leið og pabbi. Við erum sam- rýnd fjölskylda. Barnungur sonur minn fæddist á páskadag, en pabba þótti mun merkilegra að fæðingu hans skyldi bera upp á afmælisdag Meistarafélags bólstrara. Þar með þótti honum framtíð hans ráðin, en við sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Á facebook.com/bolsturlist má sjá forvitnilegt vinnsluferli og handverk Berglindar. -þlg nanna lýsir vel fst svona. ki svarað því ginu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.