Fréttablaðið - 13.03.2010, Side 64

Fréttablaðið - 13.03.2010, Side 64
6 fjölskyldan menning leikum og lesum ... NÁM Kalda stríðið lognaðist hægt og bítandi út af á níunda áratugnum, en á svipuðum tíma varð sprenging í fjölda og vinsældum sápuópera og gam- anþátta í sjónvarpi í Bandaríkjun- um. Eðli málsins samkvæmt voru fjölskyldur vinsæl viðfangsefni margra þessara þáttaraða, en eins og skemmtanaiðnaðurinn á vanda til þóttu fæstar þeirra lýsa daglegu lífi og vandamálum „venjulegra“ fjölskyldna á sannfærandi hátt. Vinsælasti sjónvarpsþátturinn vestanhafs á níunda áratugnum var The Cosby Show, eða Fyrir- myndarfaðir eins og hann kallað- ist í Ríkissjónvarpinu, sem fjall- aði um þeldökku hjónin Heathcliff og Claire Huxtable og afkvæmi þeirra. Hann var kvensjúkdóma- læknir, hún lögfræðingur og virt- ust þyngstu þrautir fjölskyldunnar snúast um grafalvarleg mál á borð við þegar sonurinn Theo kom of seint heim af skólaskemmtun með vini sínum „Kakkalakka“ og tán- ingsdóttirin Vanessa fyllti brjósta- höld sín með bréfaþurrkum á leið- inni á enn aðra skólaskemmtun. Þegar aðkallandi vandamál bar á góma, eins og ótímabærar þungan- ir unglingstelpna, kom það undan- tekningarlítið í hlut aukapersóna að kljást við þau. Þrátt fyrir að margir hafi gagn- rýnt Fyrirmyndarföð- urinn fyrir skort á raunsæi var þátta- röðin sú vinsæl- asta í Bandaríkj- unum frá árinu 1986 til 1990, en síðasta árið deildi The Cosby Show efsta sætinu með þáttunum um Roseanne, sem hófu göngu sína einu sjónvarps- ári fyrr. Roseanne-þáttunum var hrós- að fyrir raunsæisstefnu sína, enda aðalpersónurnar fátæk hjón af verkamannastétt, sem voru í ofanálag offitusjúklingar og höfðu getið af sér sérlega ódæl börn. Eitt af aðalsmerkjum þátt- anna um Roseanne var að í þeim var ótt og títt fjallað um og jafnvel gert grín að málefnum sem aðrir viðlíka vinsælir þættir forðuðust eins og heitan eldinn, mál á borð við áfengissýki, kynlíf, sjálfsfró- un, heimilisofbeldi og samkyn- hneigð. . Who‘s the Boss, sem varð að Hver á ráða? í snörun þýðenda RÚV, þóttu óvenjulegir þættir árið 1984. Nýmælin fólust fyrst og fremst í því að í þeim var því sem enn þann dag í dag er nefnt „hefðbundin kynjahlutverk“ snúið á haus. Ekkillinn og fyrr- verandi hafnaboltaleikmaðurinn Tony gerðist ráðsmaður hjá fram- kvæmdastjóranum Angelu, sem bjó ásamt syni sínum í Connect- icut og með í kaupunum var Sam- antha, ung dóttir Tonys. Auk þess var Mona, vergjörn móðir Ang- elu, áberandi og þótti ekki minna djörf ákvörðun að sýna eldri konu sem lifði virku kynlífi á besta útsendingartíma. Tony og Angela eyddu sjö árum í að daðra hvort við annað áður en þau játuðu loks ást sína fyrir hvort öðru. Dvínandi vinsældir þátta nna gerðu þó að verk- um að framleiðslu hennar var hætt áður en skötuhjú- in fengu tækifæri til að láta pússa sig saman, sumum vafalaust til mik- illar gremju. - kg Óvenjulegar fjölskyldur Sjónvarpsfjölskyldur níunda áratugarins voru af ýmsum toga en eins og venja er í skemmtanaiðnaðinum voru fæstar þeirra lýsandi fyrir venjulegar fjölskyldur. Cosby-fjöl- skyldan Var fastagestur á íslenskum heimilum á 9. áratugnum. Hver á að ráða? Nýmælin í þeim þætti fólust í því að í honum var sagt frá karlmanni sem var ráðsmaður hjá útivinnandi konu. MENNGARFRAMBOÐ GOTT Framboð af menningarviðburðum fyrir börn er nægilega gott að mati meirihluta svarenda í nýrri könnun á menningarneyslu Íslendinga, eða um 63 prósent. Leikritið um Sindra silfurfisk er meðal þess sem hefur verið í boði fyrir börn í vetur. Ánægja með grunnskóla Mikill meirihluti foreldra í Reykjavík, eða 84 prósent, eru ánægðir með skólann sem barnið þeirra er í og er það aukning um sex prósentustig frá árinu 2008 þegar síðast var gerð viðhorfskönnun meðal foreldra. Um 90 prósent telja að börnum þeirra líði oftast vel í skólanum, hvort heldur er í kennslustundum eða frímínútum. Ánægja með aðbúnað og aðstöðu í grunnskólum er svipuð milli ára, en eykst þó töluvert þegar spurt er um leikaðstöðu á skólalóð og möguleika barnsins á tómstundaiðkun að loknum skóladegi. Þá eru foreldrar ánægðari nú en fyrir tveimur árum með aðstæður barna sinna til að matast í skólanum svo og með þann mat sem boðið er upp á í mötuneytum skólanna, eða tæp sjötíu af hundraði. 84 prósent grunnskólabarna í borginni nýta sér daglega heita máltíð í skólanum í hádeginu og telja 90 prósent foreldra verð á skólamáltíðum sanngjarnt. Hæfilegar námskröfur Í könnuninni var afstaða til heimanáms og kennslu einnig könnuð. Í ljós kom að meira en áttatíu af hundraði foreldra eru ánægðir með kennslu í lestri og íslensku, 74 prósent með stærðfræðikennsluna og 70 prósent með kennslu í erlendum tungumálum. 11 prósent foreldra eru alfarið á móti heimanámi í grunnskólum, en 84 prósent foreldra vilja heima- nám í öllum greinum og er stuðningur þeirra mestur við heima- vinnu nemenda á unglingastigi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.