Fréttablaðið - 13.03.2010, Síða 72

Fréttablaðið - 13.03.2010, Síða 72
36 13. mars 2010 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is NÍNA TRYGGVADÓTTIR LISTMÁLARI (1913- 1968) VAR FÆDD ÞENNAN DAG. „Það sem gildir er að þora, fara allar leiðir, líka ófærur.“ Nína var myndlistarkona og ljóðskáld og málaði aðallega abstraktverk. Skínarnafn hennar var Jónína en hún bjó erlendis hluta ævi sinnar og tók upp nafnið Nína. Hinn 28 ára gamli Hreinn Halldórsson frá Hróf- bergi í Strandasýslu varð Evrópumeistari í kúluvarpi innanhúss þennan dag árið 1977, í San Sebastian á Spáni. Hann kastaði kúl- unni 20,59 metra. Þetta var eitt mesta íþróttafrek sem Íslendingur hafði þá unnið um langt skeið enda gekk hann undir heitinu Stranda- maðurinn sterki. Hreinn varð þriðji Íslend- ingurinn sem hlaut Evrópu- meistaratitil í frjálsum íþróttum. ÞETTA GERÐIST: 13. MARS 1977 Hreinn Evrópumeistari Tilkomumiklar óperuaríur hljóma nú um helgina í Söngskóla Sigurðar Demetz á Grandagarði. Þar eru ten- órinn góðkunni Kristján Jóhannsson og leikstjórinn Sveinn Einarsson með námskeið í söng, raddtækni, sviðsfram- komu og túlkun. Í framhaldi af því er Kristján með söngferðir á prjónunum. Sú fyrsta er á Suðurnesin 27. mars þar sem söngtónleikar verða í nýju Hljóma- höllinni. „Ég er sú manngerð að ég get ekki bara setið án þess að hafa mikið fyrir stafni, enda búinn að vera í fullri ak- sjón í þrjátíu og fimm ár,“ segir Kristj- án. „Mér er ekki nóg að kenna unga fólkinu söng heldur finnst mér líka skylda mín að leyfa þjóðinni að njóta söngsins. Það er hvatinn að þessum tónleikaferðum. Ég er með nokkra af fínustu og vinsælustu söngvurum landsins með mér, svo sem vinkonu mína Diddú, fyrrverandi nemanda minn, Gissur Pál Gissurarson, Akur- eyringinn Huldu Björk Garðarsdóttur, Þóru Einarsdóttur og eiginmann henn- ar, Björn Jónsson. Ég tel mig lukkunn- ar pamfíl að vera í sambandi við allt þetta fólk og fá notið krafta þess. Auk þess ætla ég að kynna unga fólkið sem ég er að kenna. Það er nú bara svoleið- is í tilverunni að það getur liðið lang- ur tími án þess að nokkur maður viti af hæfileikafólki í söng og fái tækifæri til að hlýða á það.“ Kristján kveðst vera með kippu af efnilegum söngvurum tiltæka. Þeir koma ekki allir fram á sömu tónleik- unum heldur verða breytingar í lið- inu frá einum stað til annars. Nokkur leynd hvílir enn yfir sumum nöfnunum en öðrum má ljóstra upp. „Hann syng- ur örugglega með okkur hann Rúnar Þór Guðmundsson sem er Keflvíkingur því við byrjum í Reykjanesbæ 27. mars klukkan 17. Þar brjótum við einhvers konar blað í sögunni því við verðum í nýju Hljómahöllinni,“ segir Kristj- án og er greinilega spenntur. Nefnir líka annan Keflvíking, Jóhann Smára Sævarsson bassa. „Þeir tveir eru fast- ir punktar. Svo eru aðrir yngri, þar á meðal einn bassi, aðeins sautján ára gamall. Hann nýtur þess að koma upp á svið og minnir að því leyti svolítið á mig. Það er nefnilega ekki nóg með að hann hafi röddina heldur líka þessa áráttu að vilja syngja fyrir fólk. Tveir tenórar eiga líka eftir að ryðjast upp á svið og síðan verður væntanlega ung kona með okkur sem syngur eins og engill. Ég á von á að hún komist fljót- lega í fremstu raðir sópransöngkvenna á Íslandi. En ég ætla að kynna allt þetta fólk á staðnum og nú er ég eig- inlega búinn að opinbera allt of mikið. Get bara bætt því við að þarna er fólk sem á erindi á svið. Það er ekki spurn- ing.“ Eftir Hljómahallarsönginn ætlar Kristján með sitt harðsnúna lið til Akureyrar því laugardaginn fyrir páska verða tónleikar í KA-heimil- inu. „Ég hef sungið í íþróttahúsum á Akureyri í þrjátíu ár en hlakka til að opna tónleikasalinn í nýja menningar- húsinu í ágúst. Það hús verður himna- sending fyrir listabæ eins og Akureyri er,“ segir hann. Ísafjörður, Húsavík og jafnvel Egils- staðir eru á skrá yfir væntanlega söngstaði hjá Kristjáni og hópnum hans. Auk þess er hann að skipuleggja tvenna tónleika í Reykjavík í sumar og þá í Háskólabíói. „Þetta er allt dálítið ævintýri,“ segir hann brosandi. „Ég tel mig vera með góða krafta og hlakka til að upplifa viðtökur Íslendinga,“ segir hann og tekur fram að miðar verði aðeins seldir á vefnum www.midi.is. gun@frettabladid.is KRISTJÁN JÓHANNSSON: ER MEÐ NÁMSKEIÐ OG ÆTLAR MEÐ SÖNG UM LANDIÐ Með góða krafta og hlakkar til að upplifa viðtökur Íslendinga Í SÖNGTÍMA Kristján tekur lagið með nemendunum Birgi Karli Óskarssyni og Aðalsteini Má Ólafssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sigríður Hildur Þórðardóttir vélritunarkennari, áður til heimilis Sporðagrunni 3, Reykjavík, sem andaðist á Hjúkrunardeild Hrafnistu laugardaginn 6. mars, verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn 15. mars kl. 15. Guðlaug Ingunn Jóhannsdóttir, Mats Hjelte, Johan Petter, Elin Ingunn, Emma Mathilda, Jóhann G. Jóhannsson, Bryndís Pálsdóttir, Jóhann Páll, Hildur Margrét, Ragnheiður Ingunn. 90 ára afmæli Aðalbjörg Guðmundsdóttir kennari, frá Harðbak á Melrakkasléttu, verður níræð mánudaginn 15. mars. Á afmælisdaginn verður opið hús hjá henni frá kl. 14.00 í Lindarseli 7, Reykjavík. Aðalbjörg afþakkar blóm og g jafi r en vonast til að sjá sem fl esta af ætting jum og vinum í tilefni dagsins. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Halldór Ólafsson frá Hvallátrum við Látrabjarg, til heimilis að Sæbólsbraut 28, Kópavogi, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 9. mars. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 18. mars kl. 13.00. Anna María Halldórsdóttir Ólafur Halldórsson Anna Sigríður Pálmadóttir Logi Halldórsson Guðfinna Brynjólfsdóttir Hartmann Páll Halldórsson Ásdís Halldórsdóttir Magnús Þór Hrafnkelsson Auður Halldórsdóttir Jens Letager barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug í okkar garð vegna andláts föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Sigurðar B. Sigurðssonar Dvalarheimilinu Höfða Akranesi. Einnig þökkum við margvíslega virðingu sýnda minningu hans. Sérstakar þakkir færum við skátum á Akranesi og starfsfólki Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi. Svavar Sigurðsson Bogi Sigurðsson Enrique Llorens Izaguirre Auður Finnbogadóttir Gunnar Sigurðsson Sigríður Guðmundsdóttir Sigrún Sigurðdóttir Hörður Ó. Helgason Sigurður Rúnar Sigurðsson Rósa Finnbogadóttir Ómar Sigurðsson Una Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Fríða Hjaltested Droplaugarstöðum, Snorrabraut 58, áður Rauðagerði 8, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum miðviku- daginn 10. mars. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 19. mars kl. 11.00. Stefán Hjaltested Anna R. Möller Sigríður Hjaltested Elmar Geirsson Grétar Mar Hjaltested Sigrún Gróa Kærnested Margrét H. Hjaltested Halldór Ó. Sigurðsson Lárus Hjaltested Dóra Björk Scott Davíð Hjaltested Sigrún Ingvarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Magneu Huldu Magnúsdóttur Wilhelmsen frá Klængsseli í Gaulverjabæ, Árskógum 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir færir fjölskyldan starfsfólki Skógarbæjar, fyrir góða og kærleiksríka umönnun. Alf Wilhelmsen Bjarni F. Einarsson Elín Elísabet Halldórsdóttir Halldór E. Faust Hrafnhildur Dia Jack Ólöf Jónsdóttir Olga Vatle, systkini og ömmubörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. AFMÆLI ADAM CLAYTON, bassaleik- ari U2, er fertugur. EMILE HIRSCH leikari er 25 ára.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.