Fréttablaðið - 13.03.2010, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 13.03.2010, Blaðsíða 78
42 13. mars 2010 LAUGARDAGUR Ég kann víst að hjóla!“ æpir Lotta. „Þegar enginn sér mig get ég það sko alveg!“ Gallinn er líka sá að hún á ekkert hjól og mamma og pabbi halda að hún geti látið gamla þríhjólið duga í heilt ár í viðbót. Þá grípur Lotta til sinna ráða. Systkinin Lotta, Jónas og Mía María komu fyrst fram í bókum Astridar Lindgren um börnin í Skark-alagötu og hafa heillað lesendur á öllum aldri ára- tugum saman. Bókin er skreytt fjölda litmynda eftir Ilon Wikland sem þekktur er af skreytingum sínum við fjölda bóka eftir Lindgren. Ásthildur Egilsson þýddi. Á morgun kl. 17 verður helsta súpergrúppa lands- ins, Caput, að spila í Sölv- hóli, sal Listaháskóla Íslands við Sölvhólsgötu, og verða sjö ópusar á efnis- skránni. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni við tón- listardeild Listaháskólans. Meðal þeirra verka sem flutt verða í gamla Landsmiðjuhús- inu er Luminous Flux eftir hið margverðlaunaða kóreska tón- skáld Sungji Hong. Verk hennar hafa verið flutt um allan heim. Eftir japanska tónskáldið Malika Kishino verður svo leikið verkið Himmelsleiter, eða Himnastig- inn. Hvorugt þessara verka hefur áður heyrst hér á landi. Þá verð- ur flutt slagverkssóló eftir gríska tónskáldið Iannis Xenakis sem hér er að góðu kunnugt. Við þetta tækifæri verður einn- ig frumflutt glænýtt einleiksverk fyrir óbó eftir Þuríði Jónsdóttur, sem nýlega var tilnefnd til Tón- listarverðlauna Norðurlandaráðs, sem og verkið Krónan eftir Haf- dísi Bjarnadóttur, en það hefur áður verið flutt erlendis. Síðast en ekki síst leikur Caput-hópur- inn ný verk eftir tvo nemendur tónsmíðadeildar LHÍ, þá Þorbjörn G. Kolbrúnarson og Junichi Mat- sumoto. Starfsárið hjá Caput-hópnum er komið á fullt skrið. Það sem af er ári hafa verið haldnir tvenn- ir umfangsmiklir tónleikar, þeir fyrstu á Myrkum músíkdögum í lok janúar og um síðustu helgi var frumflutningur á Hallgríms- passíu Sigurðar Sævarssonar í Njarðvíkurkirkju. Verður passí- an endurflutt á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju í byrjun apríl svo þar gefst áhugasömum að heyra hana. Viku seinna, 21. mars, leikur Caput á vegum Tóneyjar í Gerðu- bergi, dagskrá byggða á lögum eftir Guðna Franzson við sögu Guðrúnar Helgadóttur, Ástar- sögu úr fjöllunum, og verður söngvarinn Egill Ólafsson þar í aðalhlutverki. Þá eru fram undan í maí tónleikar þar sem frumflutt- ir verða tveir nýir íslenskir ein- leikskonsertar: píanókonsert eftir Hauk Tómasson (einleikari Vík- ingur Heiðar Ólafsson) og konsert fyrir kontrabassa eftir Snorra Sig- fús Birgisson (einleikari Hávarð- ur Tryggvason) en Snorri verður jafnframt stjórnandi á tónleikun- um. Um miðjan maí verður önnur dagskrá Tóneyjar í Gerðubergi, en þá syngur Guðrún Jóhanna Ólafs- dóttir mezzosópran ásamt Caput- hópnum verk Hauks Tómassonar, sönglagaflokkinn Grannmetislög, við texta eftir Þórarin Eldjárn. Flokkurinn hefur sent frá sér nokkra diska á undanförnum miss- erum: Verkið Örsögur eftir Haf- liða Hallgrímsson sem byggt er á sögum eftir Daniil Kharms kom út nú í desember hjá fyrirtækinu Signum Records. Sögumaður er Simon Callow. Diskurinn Funk- haus-Konzerte, sem gefinn er út af WDR-ríkisútvarpsstöðinni þýsku og inniheldur upptökur frá tón- leikum í Köln frá því í apríl 2009 er einnig kominn út. Var Caput- hópnum boðið að koma fram á tón- leikunum til að frumflytja verkið Area eftir Günter Steinke, prófess- or í tónsmíðum í Essen, en það er samið sérstaklega fyrir Caput. Flaututónlist Toshio Hosokawa, í flutningi Kolbeins Bjarnason- ar og Caput-hópsins undir stjórn Snorra S. Birgissonar, kemur út hjá Naxos í desember á þessu ári og tónverkin Tears of Dion- ysius eftir danska tónskáldið Lars Graugaard og samnefnd og umdeild kvikmynd koma út saman á næstunni í CD- og DVD-formi. Verkin voru frumflutt í Háskóla- bíói á Listahátíð árið 2006. pbb@frettabladid.is Frumflutt verk hjá Caput TÓNLIST Caput-hópurinn í einni af sínum mörgu samsetningum, en hann er afkasta- mikill í hljóðritunum og tónleikahaldi um þessar mundir. Þeir félagar Sigurður Sigurjónsson, Karl Ágúst Úlfs- son og Örn Árnason kveðja hlutverk sín í Harry og Heimi nú í lok mars eftir sjö mánuði fyrir fullu húsi. Það er hundraðasta sýning í kvöld á þessu vinsæla útvarpsleikriti og hafa hátt í tuttugu þúsund áhorf- endur séð það frá í haust. Þeir voru búnir að lofa sér í önnur verkefni nú í mars og því voru ekki önnur úrræði nú en að hætta sýningum svo næstu verkefni komist á svið. En þeir félagar eru ekki hættir heldur mæta galvaskir næsta haust og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Örn og Sigurður eru komnir á fullt í ný verkefni í Borgar- leikhúsinu og frumsýna á stóra og nýja sviði Borgar- leikhússins á næstu vikum. Örn í hlutverki skóla- stjórans í Gauragangi í næstu viku og Sigurður leikur undirförulan sálfræðing í Dúfunum sem frumsýnt verður í apríl á nýja sviðinu. Enginn átti von á því að Harry og Heimir myndu ganga í sjö mánuði fyrir fullu húsi en sú varð raunin og verður leikritið tekið upp næsta haust svo þeir sem komast ekki að núna fái að hlæja að þeim félögum sem fara á kostum í hlutverkum sínum í verkinu. - pbb Harry og Heimir hættir - í bili LEIKLIST Útvarpsleikrit liðinna tíma hyllt í Harry og Heimi FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Það er ekki að spyrja að flækju- hausnum Fíusól, hún lendir í einhverju fjör- ugu á hverjum degi. Í nýjustu bókinni, Fíasól og litla ljónar- ánið, segir af ótrúlegri atburðarrás – og litl- um apaskottum, búlgörskum farand- söngvurum, úrræðagóðri mömmu og velheppnaðri ferð í skemmtigarð og skriðdýrahús. Bókin hentar lesendum frá fjögra ára aldri og er skreytt fjölda skemmtilegra litmynda. Um helgina frumsýnir Þjóðleikhúsið nýja leiksýn- ingu sem byggir á ævintýrum Fíusólar. NÝJAR BÆKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.