Fréttablaðið - 13.03.2010, Page 80
44 13. mars 2010 LAUGARDAGUR
utlit@frettabladid.is
DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA
Anna Margrét Björnsson
Tilfinningaþrungið andrúmsloft einkenndi sýn-
inguna á síðustu línu breska fatahönnuðarins
Alexanders McQueen nú í vikunni. Hönnuðar-
ins, sem svipti sig lífi í síðasta mánuði, var minnst
með mikilli virðingu á þögulli og fámennri einka-
sýningu í fallegri höll í París. Klæðin voru ein
þau stórfenglegustu sem McQueen hefur nokk-
urn tímann hannað og einkenndust af ríkulegum
efnum og einstöku handverki. Línan var innblás-
in af listum miðalda og minnti á portrett af kon-
ungafólki þess tíma. Háir kragar, bróderingar,
korselett, síð pils og há leðurstígvél hefðu sæmt
sér vel hjá Hinriki VIII. og hirð hans. Fögur
sýning og minning um mikinn meistara. - amb
MIÐALDAKJÓLAR SEM SÆMA DROTTNINGUM
Síðustu verk
McQueens
LEÐUR Há stígvél við stuttan
kjól minna á klæði karlmanna
á sextándu öld.
... Nýjasta ilminn frá
DKNY sem heitir Pure.
Hann angar af mildri van-
illu og auk þess styrkir
þú konur frá Úganda ef
þú kaupir hann.
... „Mafa“ klút eftir franska hönn-
uðinn Philippe Clause en næsta
föstudag kynnir hann fatalínuna sína
með pompi og prakt í Galleríi Auga.
... Eggaldin-
bláan augn-
skugga frá
Bobbi Brown
sem var notað-
ur til að farða
fyrirsæturnar á
nýjustu sýningu
Marcs Jacobs.OKKUR
LANGAR Í
…
> FATAMARKAÐIR ERU MÁLIÐ
Ekkert lát er á því að konur selji utan af sér spjar-
irnar en um helgina verða margir flottir fatamark-
aðir í boði. Tískuskvísurnar Krista Hall, Sonja Sól,
Heiða Rós og Elín sem allar starfa í tískuverslunum
á Laugaveginum selja merkjavöru og vintage föt í
Þjóðleikhúskjallaranum í dag milli kl. 12-15 og Sóley
Kristjánsdóttir plötusnúður verður í Kolaportinu á
sunnudaginn milli kl. 12-18. Að lokum verða svo
Harpa Einarsdóttir fatahönnuður og Brynhildur
Guðjónsdóttir leikkona með föt til sölu í Barber
Theatre á Hverfisgötu í dag milli 12-18.
Undanfarin misseri hef ég oft staðið mig að því að andvarpa þegar ég
sé yndisfríða konu i sykursætum pastellitum, víðum krínólínupilsum,
mynstruðum kjólum, litríkum skóm og með flókna hárgreiðslu. Þetta
er voðalega sætt og tískulegt allt saman en var bara aldrei … ég. En
guð sé lofaður, í stað þess að bjóða okkur upp á froðukennda pastel-
liti, blúndur og skraut eins og í fyrra
voru margir þeirra hönnuða sem sýndu
nú í París með allt aðra tískuheimspeki
í huga. Hönnuðurinn Phoebe Philo sló
svo sannarlega í gegn með sýningu sinni
fyrir Celine en þar gaf að líta afar naum-
hyggjulega hönnun sem konur á öllum
aldri féllu í stafi yfir. Nýja lúkkið er ein-
hvernveginn svona: einföld kápa í kamel-
lit, svörtu eða dökkbláu, grár eða svartur
hnésíður kjóll eða svart leðurpils við
hvíta blússu, einfaldar þröngar buxur við
einfalda támjóa skó. Hárgreiðslur voru
líka einfaldar: slegið hár eða tekið aftur í
einfalt tagl. Phoebe Philo er skriðin yfir á
fertugsaldurinn og virðist sammála Stellu
McCartney um að blóm, blúndur og tjull
séu fyrir stelpur, en ekki konur. Celine-
línan sló líka rækilega í gegn hjá vinn-
andi konum sem vilja þægileg, næstum
karlmannleg föt sem láta aðra taka þær
alvarlega. Allt þetta minnir heilmikið
líka á Helmut Lang og jafnvel hinn Helmutinn, hann Helmut Newton
og boðar nýjan og klæðilegan mínimalisma. Og litapallettan er ekkert
einskorðuð við svart. Drapplitað, grátt, hvítt og dökkblátt á sér fullan
tilvistarrétt. Auðvitað var samt fullt af öðrum hlutum í gangi á tísku-
vikunni í París, meðal annars miðaldaþema hjá McQueen heitnum,
nunnuklæði hjá Stefano Pilati og einhverskonar 50‘s Brigitte Bardot-
útlit hjá Vuitton. En það er gaman að sjá tískuhönnuði hanna kyn-
þokkafull og klæðileg föt fyrir sjálfstæðar nútímakonur.
Húrra fyrir einfaldleikanum
LOGAGYLLT Ævintýralegur
kjóll úr gylltum fjöðrum
með hvítu pilsi.
KONUNGLEGT
Rauður síðkjóll
með slá í sama lit.
MIÐALDAKJÓLL
Bróderað korselett með
síðum ermum og pilsi.
HÁR KRAGI
Bronslitaður
stuttur kjóll
með bróder-
uðum kraga.
Ástsæl saga Astridar Lindgren
um Lottu, Jónas og Míu Maríu
er loksins fáanleg aftur
Fjársjóður í bókasafnið sem börnin lesa aftur og aftur